blaðið - 29.03.2006, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 blaðið
24 I 'h'NG
Nóg að gera hjá Reyni bakara
Marsípanterturnar vinsœlastar
,Ég myndi segja að marsípanterturnár
séu vinsælastar núna. Það er auðvitað
alltaf eitthvað um kransakökurnar
Uppskrift af
fermingarbók frá
Reyni bakara:
Massabotn
500 gr möndlumassi
500 gr sykur
500 gr smjörlfki
500 gr egg
200 gr hveiti
Sykri og möndlumassa hrært
vel saman og síðan smjörlíkinu
samanvið. Þar á eftir er eggj-
unum hrært samanvið og loks
hveitinu.
430 gr jarðaberja puree (mauk)
25grmatarlim
300 gr þeyttur rjómi
105 gr eggjahvítur
145grsykur
Puree hitað og matarlímið sett
samanvið. Eggjahvítan og sykur-
inn síðan hitað saman í marengs
og þegar puree-ið hefur kólnað
er því varlega bætt í mareng-
sinn og því svo öllu bætt rólega
í rjómann.
líka en þó er aðeins minna um þær,“
segir Reynir Carl Þorleifsson, bak-
arameistari og eigandi bakarísins
Reynir bakari í Kópavogi. Hann segir
ástæðu fyrir vinsældum marsípankö-
kunnar eflaust þá að nafn fermingar-
barnsins sé yfirleitt skrifað á kökuna.
„Það er náttúrulega mjög skemmti-
legt að hafa áritaða köku með nafni
fermingarbarnsins og oft þykir fólki
gaman að eiga slíka köku á mynd til
minningar um daginn."
Aðspurður segir Reynir mikið
að gera um þessar mundir, enda sé
fermingartíminn alltaf annasamur
og mikið um að fólk panti sér góm-
sæta köku með kaffisopanum í ferm-
ingunni. „Fólk er annaðhvort með
kökuhlaðborð eða matarhlaðborð
með köku á eftir. Þó svo að fólk sé
með mat vil það oftast fá góða köku
með kaffinu eftir matinn og þá er
mjög sniðugt að vera með flotta ferm-
ingarbók eða annarskonar marsípan-
köku,“ segir hann og bætir við að fólk
sé að panta allt upp í 6o manna tertur.
„Veislurnar eru margar hverjar orðnar
svo stórar í dag og kökurnar þurfa
náttúrulega að vera eftir því.“
Kransakökukarfa með
konfekti alltaf vinsæl
Reynir segir konfektið alltaf vinsælt,
bæði heimabakað og pantað, og að
flott sé að bjóða upp á kransaköku-
körfu fyllta af góðu konfekti.
„Það er líka alltaf mjög flott að
panta körfu úr kransakökudeigi og
fylla hana af einhverju flottu kon-
fekti. Svona karfa er stundum pöntuð
með marsípantertu eða öðru og gerir
oft mikið fyrir borðið. Þó svo að
mest sé lagt upp úr góðum kökum
eða konfekti er þetta oft spurning
um að vera með eitthvað glæsilegt á
borðinu sem skreytir veisluna. Mars-
ípanbækurnar eru t.d. mjög vinsælar
þegar kemur að fermingunni, enda
mjög flottar á borðinu og áritaðar
með nafni barnsins,“ segir Reynir.
Þá bætir hann við að sonur hans,
Henry Þór, hafi verið að koma úr
námi hjá Harrods í London þar sem
hann lærði kökuskreytingar. „Það er
líka gaman að segja frá því að sonur
minn var að koma frá námi í London
þar sem hann útbjó kökur fyrir hina
ýmsu aðalsmenn og poppstjörnur.
Hann er farinn að vinna hjá okkur og
er að gera glæsilegar og mjög góðar
tertur sem hafa verið mjög vinsælar."
Reynir segir verðlag fermingarkak-
ana afar mismunandi eftir stærð og
lögun kakanna. „Þetta fer voðalega
mikið eftir því hvað við erum að gera
stórar kökur. Annars reynum við
auðvitað eftir fremsta megni að hafa
verðið sanngjarnt.“
Pantaðu boðs-
kortin á Netinu
Á heimasíðu Hans Petersen er hægt
að búa til sitt eigið tækifæriskort og
tilvalið að nota þá þjónustu til að
panta boðskortin í fermingarveisl-
una. Á heimasíðunni er hægt að
velja útlit kortsins, setja inn texta
og hugsanlega mynd og síðan eru
kortin prentuð í stærðinni 10*20 á
ljósmyndapappír. Einnig er hægt
að koma með ljósmynd í verslunina
og láta skanna hana inn á staðnum.
Á heimasíðunni er einnig hægt að
panta þakkarkort til að senda til
þeirra sem mættu í veisluna og þá
er tilvalið að nota fermingarmynd
á það kort.
Boðskort
láttu okkur sjá um boðskortið fyrir ferminguna