blaðið


blaðið - 15.02.2006, Qupperneq 8

blaðið - 15.02.2006, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 blaöiö 24 glosur.is vefur fyrir námsmenn Búinn að blogga i tœp íimm ár Einn afvinsœlli bloggurum landsins er án efa Dr. Gunni, eða Gunnar Lárus Hjálmarsson Hvenœr og hvers vegna tókstu upp á því að halda úti bloggsíðu? ,Það er nú auðvelt að fletta því upp hvenær ég byrjaði á þessu þar sem þetta er allt enn inni á síðunni, en mér sýnist stefna í fimm ára af- mælið þar sem ég byrjaði ellefta mars 2001. 1 gegnum unglingsárin hafði ég alltaf reynt að halda úti dag- bók, byrjaði ferskur í janúar en hélt samt aldrei neitt út. Það var ekki fyrr en ég fór að skrifa blogg að það rættist úr úthaldinu.“ Ertu bara með dagbók þarna inni eða erfleira skemmtilegt á síðunni? ,Það er margt fleira en dagbók, þetta er margslugin síða. Ég er til dæmis með allskonar gagnrýni. Ég gagn- rýni m.a. fjöll, sundlaugar, veitinga- hús og nú síðast gosdrykki. Veitingahúsarýnin hefur fengið sérstaklega mikla athygli. Mér hefur verið sagt að kokkar í landinu vilji að ég láti þá vita áður en ég kem á staðina þeirra. Það hefur verið hringt í mig frá veitingastöðum sem ég hef gefið slæma rýni og mér boðið að koma aftur og kíkja í eldhúsið. Þetta finnst mér alveg bráðskemmtilegt." Gunni þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða fyrir miklu áreiti vegna gosdrykkjaástríðu sinnar. „Já, gosdrykkjagagnrýnin,“ segir Gunni spenntur. „Mér finnst gaman að fjalla um það sem ég hef sér- stakan áhuga á og gosdrykkir falla í þann flokk. Ég hef meira að segja sérpantað gosdrykki erlendis frá. Kók og appelsín er bara toppurinn á ísjakanum. í tælensku búðunum hér í Reykjavík er til dæmis hægt að fá allskonar framandi og spennandi ú áskrifandi? BlaOmikki gosdrykki -og svo er ég sérstakur áhugamaður um rótarbjór sem er ekki algengur hérlendis. Var nýlega að fá 24 tegundir í gegnum Shop- USA og þessar flöskur ætla ég að nota í persónulegu kerfi sem ég er með, en það gengur út á að ég má ekki smakka nýja tegund fyrr en ég er búinn að léttast ákveðið mikið.“ Tónlistarrýni Um helgar setur Gunni uppáhalds lögin sín þá vikuna á síðuna. Les- endur bloggsins geta svo halað þeim niður og hlustað á þau. „Já, það er mikil tónlistarum- fjöllun á síðunni. Fyrir síðustu jól var ég líka með plötugagnrýni á plötur sem ég hafði aldrei heyrt. Margar þeirra fengu mjög slæma dóma og þar sem popparar eru mjög hörundssárir fannst mörgum þetta ekki nógu sniðugt. Ég lenti aldrei í neinum persónulegum árásum en heyrði út undan mér að það hefðu ekki allir verið nógu hressir með þetta,“ segir Gunni og flissar. „Á blogginu eru líka upplýsingar um mig sem listamann og stundum er ég með kannanir og fleira skemmti- legt. Þetta blogg mitt er i stöðugri þróun." Gunni var lengi vel með gesta- bók á síðunni sinni í stað athuga- semdakerfis sem margir eru með. Gestabókina kallaði hann „Innanp- íkubleiku Gestabókina". Mikið var skrifað í þessa frómu bók en einn daginn hvarf hún af síðunni. „Jú, það varð of mikil vinna að henda út andstyggilegum „komm- entum“. Mér fannst þetta vera eins og að halda partí og svo kom bara fólk og skeit á gólfið. Fólk getur bara sent mér email núna ef það hefur eitthvað að segja við mig og sumir gera það.“ margret@bladid.net Heimsendir blómvendir Ástsjúkir gamlingjar, nýríkir auð- menn, iðrunarfullar eiginkonur og aðrir sem vilja kaupa blóm til að gefa þurfa ekki að leita langt yfir skammt því sú þjónusta er komin á Netið. Netblóm.is sendir út fallega blómvendi á höfðuborg- arsvæðinu en mun innan skamms þjónusta allt landið. Andri Björgvin Arn- þórsson, eig' andi Netblóm. is ásamt Sig- tryggi Arnþórs- syni, segir að Net- blóm.is sé nú þegar komið í samband við blómabúð á Akureyri og það sé því bara tímaspursmál hve- nær þjónustan verði veitt út um allt land. Mikið að gera á Valentínusardaginn „Ég er ekki í neinum vafa um að Netblóm.is verði mikið nýtt. Við erum til dæmis að einblína á fólk sem býr erlendis og þarf að senda blómvendi eða gjafir. Þetta er mjög góð þjónustu og fólk er klárlega að nýta sér hana. Það var til að mynda mjög mikið að gera í gær á Valentín- usardaginn og við búumst við enn fleiri sendingum á konudaginn þar sem það er stærri dagur fyrir okkur íslendinga.“ Glimrandi viðtökur Á Netblóm.is eru til alls kyns fal- legir blómvendir sem búið er að setja saman auk þess sem hægt er að panta blómvendi sem blómasalinn setur saman. fyrir ákveðna upphæð. Ándri talar um að einfald- ast sé að ger- ast meðlimur á Netblóm.is. „Þá er auðveldara og fljótleg- ara að panta. Eins er hver meðlimur með innbyggða heim- ilisfangabók og því geymast fyrri sendingar inni í kerfinu. Ef einstak- lingur sendir reglulega blóm á sömu aðila er það töluvert fljótlegra þegar aðilinn er vistaður í kerfinu. Með- limir fá líka sendan tölvupóst fyrir daga eins og konudag og bóndadag þar sem þeim er jafnvel boðin betri kjör“, segir Andri og bætir við að þeir hafi fengið glimrandi viðtökur síðan Netblóm.is var opnað síðasta föstudag. svanhvit@bladid.net Fréttir - greinar - góð ráð - búnaðarprófanir Skráðu þig sem áskrifanda á ^7W7oCI]QQVÁD[?QoQ0 .... - v-.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.