blaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 5
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006
BÖRM OG UPPELDI I 17
satt?“ segir Anna Sólveig, kennari
í hinum umhverfisvæna Selásskóla
að lokum.
varlega og það gerir að verkum að
foreldrarnir eru tilbúnir að taka
þátt. Það sem skiptir mestu er að
þetta gengur vel og fáir setja út á
fyrirkomulagið. Allar brey tingar ........................................ Föturnar eru merktar þannig að lífrænn úrgangur á borö við nestisafganga og fleira fer í
krefjast smá aðlögunartíma, ekki
margret@bladid. net sérstaka tunnu en pappfr í kassa.
Augiýsingadeild 510-3744
Flokka sorp og
flagga grœnum fána
í Seláshverfinu í ofanverðum Árbænum ergrunnskóli sem leggur
sitt afmörkum til að sinna náttúruverndarmálum
„Árið 1998 var mótuð umhverfis-
stefna hér í skólanum. Hún var sett
upp í nokkrum liðum og einn þeirra
var sá að flokka rusl og pappir,“ segir
Anna Sólveig Árnadóttir, kennari
við Selássskóla.
„Til að sinna úrgangs og pappírs-
flokkun settum við ruslafötur í
hverja stofu. Föturnar eru merktar
þannig að lífrænn úrgangur á borð
við nestisafganga og fleira fer i
sérstaka tunnu en pappír í kassa.
Pappírinn fær flóknari flokkun en
lífræna ruslið þar sem hann má end-
urvinna eftir ólíkum leiðum, en við
erum með sér tunnur fyrir gæða,
litaðan eða blandaðan pappír. Lif-
ræna ruslinu söfnum við saman í
ruslafötur en síðan er það sett í sér-
staka tromlu sem sér um að fram-
leiða moltu áburð sem við notum á
beðin hér á skólalóðinni og seljum á
vorin sem garðáburð til íbúa hér í ná-
grenni við skólann.“
Selásskóli tekur umhverfisvernd-
arhlutverk sitt alvarlega en und-
anfarin fjögur ár hefur skólanum
tekist að flagga Grænfánanum.
Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni
sem er stýrt af Landvernd. Til að fá
að flagga þessum eðalfána þarf að
uppfylla allmörg skilyrði; m.a. þarf
skólinn að hafa mótaða umhverfis-
stefnu og i honum þarf að vera starf-
andi umhverfisráð þar sem sitja full-
trúar nemenda, kennara, starfsfólks
og foreldra.
Til þessa hafa fjölmargir skólar og
leikskólar tekið þátt í þessu verkefni
og flestir hafa náð góðum árangri.
„Selásskóli hefur undanfarin
fjögur ár haft þann heiður að fá
að flagga þessum fána og ætlar að
sækja um næsta vor en til þess að
fá að halda áfram í Grænfánaverk-
efninu þurfum við að setja okkur ný
markmið, en þau eru enn í mótun
hjá okkur eins og staðan er í dag.“
Selásskóli tekur líka á umhverf-
ismálum í nestistímum.
„í mörg ár hafa krakkarnir komið
með sín eigin glös í skólann. Glösin
eru svo bara geymd og þvegin í
skólanum. Mjólkina kaupum við
í tiu lítra umbúðum og siðan eru
börnin með áskrift að mjólk í stað
þess að kaupa áskrift að fernum,
eins og tíðkast víða annarsstaðar.
Umsjónarmenn bekkjanna sjá um
að sækja tvær til þrjár könnur, eftir
því hversu mikið þarf í hvern bekk.
Vatn er lika vinsæll drykkur hér á
bænum og mörg barnanna dugleg
að drekka það. Með þessu fyrirkomu-
lagi losnum við við umbúðafargan
en það getur verið töluvert umstang
og kostnaðarsamt fyrir skólann“.
Fyrir um það bil tveimur árum
tóku yfirvöld upp á því að rukka
stofnanir fyrir förgun á því sorpi
sem kemur frá þeim. Til að stemma
stigu við þessum kostnaði brugðu
forráðamenn í Selásskóla á það ráð
að senda nemendur sína heim með
tómar nestistumbúðir, t.a.m. skyr-
dósir, jógúrtfernur og þess háttar.
Hverniglagðistþað íforeldrana aðfá
börnin heim með rusl úrskólanum?
„Ég verð að segja að það hafi bara
lagst vel í flesta, en eins og alltaf eru
ekkert alltaf allir sammála. Krakk-
arnir taka umhverfisverndina al-
Lengi býr að fyrstu gerð.
Gerber, 0
fyrir pabba og mömmur.
K*
v°
©-
efn'
Útv**3
sem foreldramir
þekkja
Það er engin tilviljun að Gerber barnamatur hefur verið mest
keypti barnamatur á íslandi um áraraðir. íslenskir foreldrar
eru aldir upp á Gerber og vita að gæðunum geta peir treyst.
Gerber hefur í rúm 75 ár framleitt Ijúffengan mat samkvæmt
ströngum gæðastöðlum. Hann er laus við aukaefni og efna-
mengun, hollur og góður fyrir litla munna og handhægur