blaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 7

blaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 7
blaðiö MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 I 21 Meðlimir klúbbsins eru á öllum aldri Félagar í Fornbílaklúbbi íslands gera meira en að rúnta um göturnar á gömlum glœsivögnum Það vekur iðulega athygli þegar meðlimir Fornbílaklúbbs fslands koma saman og aka glæsivögnum sínum um götur borgarinnar. Klúbburinn gerir meira en að rúnta því innan hans fer fram geysiöflug félagsstarfsemi. Jón S. Loftsson, meðlimur í stjórn Fornbílaklúbbsins, fræddi blaða- mann um starfsemina og fornbíla- bakteríuna sem hrjáir hundruði landsmanna. „Þetta gengur kannski í meginat- riðum út á að vera með starfsemi fyrir félaga klúbbsins í kringum fornbílana," segir Jón. „Á sumrin erum við með ferðir, bæði kvöld- rúnta og eins helgarferðir þar sem við förum út á land og grillum og svona. Á veturna erum við svo með myndasýningar, safnarakvöld og ýmsar uppákomur. Allt árið eru svo haldnir vikulegir fundir, alltaf á miðvikudögum." Meðlimir klúbbs- ins eru 620 en hann var stofnaður árið 1977. „Það hefur verið mikil fjölgun í klúbbnum á síðustu árum og það er nánast á hverjum degi sem við fáum fyrirspurnir frá fólki sem hefur áhuga á að kynnast klúbbnum eða ganga í hann,“ segir Jón. Jón segir að meðlimir klúbbsins séu bókstaflega á öllum aldri. „Sá yngsti er 14 ára og sá elsti er rúmlega níræður. Þannig að þetta spannar al- veg allt bilið og meðlimirnir koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins." Jón segir ennfremur að starfsemin sé afar fjölskylduvæn. „Það er mjög vin- sælt að taka alla fjölskylduna með í ferðirnar okkar. Það eru kannski 100 manns sem fara í ferð en bara 25 bílar," segir Jón. „Svo eru alltaf fleiri og fleiri konur að ganga í klúbbinn,“ segir Jón en enn sem komið er eru þær í miklum minnihluta. Erfitt að komast yfir góða fornbíla Jón segir misjafnt hvernfg menn fái áhugann fyrir fornbílum og sumir einfaldlega fæðist með hann. „Oft á tíðum byrjar þetta seih venjuleg bíladella og þróast svo út í áhuga á gömlum bílum eins og voru á upp- vaxtarárunum, kannski eins og pabbi átti. Svo er það hreinlega bara áhugamál hjá mörgum að gera upp svona bíla. Þeir eiga ekki endilega fornbíl en hafa bara gaman að þvi að gera þá upp,“ segir Jón. Til þess að bílar teljist til fornbila þurfa þeir að hafa náð 25 ára aldri. „Núna er miðað við árið 1981 en bílarnir sem eru í gangi ná alveg aftur til ársins 1920,“ segir Jón. Jón segir næsta ómögulegt að komast yfir fornbíl með öðrum hætti en að flytja hann til landsins. „Áður fyrr voru menn oft heppnir og fundu lítið notaða gamla bíla sem höfðu verið geymdir, t.d. í hlöðum úti á landi. En það er búið að þurrka allt upp í dag,“ segir Jón og segir að viðskipti með fornbíla fari mest- megnis fram í gegnum Internetið og bílasýningar. „Verðið á þessum bílum er rosalega misjafnt. Það fer bara eftir tegund, árgerð og ástandi bílsins. Menn hafa verið að koma með bíla hingað á götuna á um og undir milljón ef þeir eru heppnir. En ef þetta eru eft- irsóttir bílar þá getur þetta kostað alveg nokkrar milljónir," segir Jón aðspurður um það verð sem tíðkast á fornbílum. Opinn og skemmtilegur félagsskapur Jón hvetur alla til að kíkja á vefsíðu Fornbílaklúbbsins en þar segir hann að finna megi allar upplýsingar um klúbbinn og fá svör við ýmsu sem fólk er forvitið um. Jón er einmitt vefstjóri síðunnar og hefur verið duglegur við að uppfæra hana. „Svo er bara endilega að mæta á fundi hjá okkur sem eru alltaf á miðviku- dögum eða að kíkja á okkur á sumrin þegar við erum að rúnta. Fólk á bara að vera algjörlega ófeimið og um að gera að vaða upp að næsta manni og spyrja hann spjörunum úr,“ segir Jón. Það má Hka taka það fram að það eru mjög margir í klúbbnum sem eiga ekkei fornbíl en hafa bara áhuga á þessu. „Þetta er gríðarlega skemmtilegur félagsskapur og það snýst auðvitað ekkert allt um bíla. Þetta er bara hópur fólks sem sam- einast í þessu áhugamáli og hefur gaman,“ segir Jón að lokum Heimasíða Fornbílaklúbbs Islands er á slóðinni www.fornbill.is. bjorn@bladid.net 17. júní 1 Árbæjarsafni Skoðunardagur 2005, alltaf í byrjun maí og fyrsta ferð sumars 1946 International og 1941 Ford I kvöldrúnti I Árbæjarsafni, aðstaða klúbbsins f vetur og næsta sumar. Bfll Jóns, Dodge Royal Monaco Brougham 1976 1955 Packard Clipper Custom (ö)ö©©D© Full búð af aukahlutum allt á útsölu Opið virka daga 8-18 Sportstýri, petalar, felgur ofl. Neonljós, Xenon perur, girhnúar ofl. m% Biltæki, bassabox ofl. ÁG Mótorsport - Klettháls 9 110 Reykjavik - s. 587 5547 Verslun á netinu : www.agmotorsport.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.