blaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 5

blaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 5
blaðið MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 BÍLAR I 19 Hefur safnað Volkswag■ en bjöllum í mörg ár Guðbjörn Haraldsson œtlaði sér að eiga eina bjöllu í hverjum lit. Það virðist vera einkennandi fyrir bílaáhugamenn að þeir taka ástfóstur við eina tegund bifreiða. Þetta er svo sem ekkert nýmæli en hitt er annað að ekki munu þeir allir vera svo ástríðufullir að þeir safni tugum slíkra bíla. Það gerir Guðbjörn Haraldsson bifvélavirki aftur á móti. Hann tók ástfóstri við Volkswagen bjöllur árið 1970 og eftir það var ekki aftur snúið. vegar er mjög erfitt að fá að kaupa góða bjöllu og Guðbjörn segist telja að þær séu vart til. Sjálfur segist hann ekki geta selt sínar bjöllur því hann sé búinn að eyða svo miklum peningi í þær en ekkert fáist hins vegar fyrir þær. Aðspurður hvernig eiginkonan taki þessu dýra áhuga- máli segir Guðbjörn: „Hún er svo þægileg og góð við mig að hún þolir þetta allt saman. Ég er ekkert að vinna í bilskúrnum öll kvöld. Ég tek svona tarnir og hvíli mig inn á milli. Ég hef svo mörg önnur áhugamál sem þarf að sinna og eru tímafrek.“ svanhvit@bladid.net BlaÖið/Frikki Guðbjöm Haraldsson stendur við gullfallega bjöllu sem hann hefur sjálfur gert upp. „Ég held ég sé búinn að eiga alls um 49 Volkswagen bjöllur enda hef ég safnað þeim í mörg ár. Ég lærði bifvélavirkjun hjá Heklu árið 1970 og þá tók ég ástfóstri við Volkswagen. Þetta eru einfaldir og skemmtilegir bílar í viðgerð. Núna á ég bara tvær bjöllur og þrjú rúgbrauð en ég hef bara áhuga á gömlum Volkswagen bílum, ekki þessum nýju,“ segir Guðbjörn kátur. „Ég keyri bílana bara sitt á hvað, eftir því sem hentar." 99................. Ég á eina bjöllu heima í skúr sem er alveg eins og hún hafi komið beint úr umboðinu, hún er árgerð 1973 og er ekinn 73-ooo frá upphafi. Hún er öll krómi sleginn og rosalega falleg. Öll krómi sleginn Þótt Guðbirni sé annt um alla sína bíla þá er ein bjalla sem honum þykir sérstaklega vænt um. „Ég á eina bjöllu heima í skúr sem er al- veg eins og hún hafi komið beint úr umboðinu, hún er árgerð 1973 og er ekinn 73.000 frá upphafi. Ég gerði hana upp fyrir tíu árum og þegar ég fékk hana þá var einungis brettið ónýtt. Ég keypti því bara nýjan stuð- ara og nýtt króm. Hún er öll krómi sleginn og rosalega falleg. Ég keyri hana bara á sunnudögum og þegar gott er veður. Ég keyri hana aldrei í rigningu," segir Guðbjörn og hlær. „Ég hef reyndar einu sinni farið út á henni í rigningu. Þá keyrði ég barna- barn fyrrum eigenda bílsins í brúð- kaup hennar en hún var einmitt keyrð í þessum bíl í skírnina sína. Hún var æðislega ánægð með það.“ Til Bretlands eftir varahlutum Guðbjörn segir að það sé misjafnt hve miklum tíma hann eyðir í að gera upp bílana. „Ég eyddi miklum tíma í rauðu bjölluna, fór til dæmis eina ferð til Bretlands að ná í vara- hluti og hann kostaði mig um 600 þúsund krónur. Einhvern tímann ákvað ég að ég ætlaði mér að eiga fjórar bjöllur, gula, rauða, græna og bláa,“ segir Guðbjörn með kímni í röddinni. „En svo þarf náttúrlega að geyma bílana einhvers staðar og ég er með skúrinn minn fullan af dóti. Það er einn rauður í bílskúrnum og svo er ég með einn grænan í geymslu. Það vantar bara gula og bláa bjöllu. Ég veit nú ekki hvað ég geri ef ég fæ þær líka. Þetta er bara svona della. Eg þekki þessa bíla svo ofboðslega vel og mér finnst svo ofboðslega ein- falt að halda þeim gangandi." Mörg önnur áhugamál Samkvæmt Guðbirni er lítið mál að finna varahluti í bjöllur úti í Bret- landi enda sé ansi margt til þar. Hins NYR GRAND VITARA SUZUKI BILAR HF. 'funni 17. Sími 568 5100. www. suzukibilar. is SETTU MARKIÐ HÍTTl Nýr Grand Vitara, er lúxusjeppi byggöur á grunni Grand Vitara frá Suzuki, einum stærsta bílaframleiöanda Japans. Grand Vitara er alvöru jeppi af réttri stærð fyrir nútíma fólk sem gerir miklar kröfur um aksturseiginleika, öryggi og hagkvæman rekstur. Undir glæsilegri yfirbyggingu leynist sterkbyggð grind, aflmikil vél og fullkomið fjórhjóladrif með háu og lágu sídrifi með læsingu á milli fram- og afturhjóla. Það skiptir ekki máli hvort þú ert í borgarumferðinni, eða uppi á fjöllum, einstakir aksturseiginleikar Grand Vitara gera aksturinn ánægjulegan. £2

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.