blaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 1
Heilsa ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 Líkamsrœkt á að vera líisstíU Mest sala á kortum íjanúar og september 18 Heilmikii vinna að eiga Sheaffer-hund 19............. Kappkosta ætti að fá vítamín og steinefni úr fæðu 19 Komdu í veg fyrir skammdegisþunglyndi 20 ............... Búin að missa 4 kg á danska kúrnum 21................ Hreyfing hluti af endur- hæfingu hjartasjúklinga 22................ Húðin er stærsta líffæri líkamans 24 Kannt þú að slappa af? Þeir sem stunda líkamsrækt reglu- lega hafa sjálfsagt tekið eftir því að allir tímar eru fullir í janúar og svo heltast margir úr lestinni fram á vorið. í maí og júní er síðan orðið mjög fámennt. í september ríður ný holskefla yfir og allir flykkjast í ræktina. Nú eru áramótin að baki og eflaust margir sem hafa strengt þess heit að hreyfa sig meira og koma sér í form. „Við seljum langmest af kortum í janúar og september“, segir Inga Reynisdóttir deildarstjóri ráðgjafa- deildar Hreyfingar. Hún segir hins- vegar minnsta sölu í kortum yfir sumarmánuðina. „Auðvitað er æskilegast að fólk hreyfi sig jafnt og þétt því þá þarf ekki að fara í sérstakt átak. Við vitum að það kemur mikið af fólki núna í janúar sem vill taka sig taki eftir jólin og koma sér í form fyrir sumarfríið.“ Inga segir að desember sé alltaf með rólegra móti og segir ástæðuna þá að margir séu að vinna meira en venjulega og að skóla- krakkar sem stundi ræktina séu í prófum. Ódýrast að binda sig í lengri tíma Nú eru það regla að því lengur sem fólk bindur sig í rœktinni því minna þarf að borga, hver er skýringin? „Þetta á að virka sem hvatning til fólks um að breyta um lífsstíl. Það eru alltaf einhverjir sem hætta að mæta eftir stuttan tíma en fyrir þá sem eiga erfitt með að aga sig bjóðum við fólki að hringja í það og hvetja það til að mæta. Með tím- anum venst líkaminn líkamsrækt- inni og þá vill fólk halda áfram að æfa. Fyrir þá sem vilja prófa er hægt að fá þrjá prufudaga fría þannig að fólk getur áttað sig á hvort það finnur sig í ræktinni“, segir Inga. Kynningarmánuður í Hreyfingu kostar 3.790 krónur en það er verð til þeirra sem ekki hafa stundað lík- amsrækt áður. Almennt verð á mán- aðarkorti er annars 8.980 krónur. Þriggja mánaða kort kQstar 20.930 krónur og sex mánuðir eru á 35.940.- eða 5.990 krónur á mánuði sem er tekið af korti. Árskortið kostar 59.880 eða 4.990 krónur á mánuði. Kort til þriggja ára er hlutfallslega ódýrast eða 3.690 krónur á mánuði. „Kostur þess að hafa langan bindi- tíma er að fólk kynnist fólkinu á stöð- inni og nær að koma líkamræktinni inn í rútínuna hjá sér. Félagsskapur- inn er góður og margir af okkar við- skiptavinum eru búnir að vera mjög lengi hjá okkur. Starfsfólkið í Hreyf- ingu leggur sig líka fram um að láta fólki líða vel.“ hugrun@bladid.net ^Body-for-LIFE CLA Öflugt fitubrennsluefni • Styður þyngdarstjórnun • Eykur fitusnauðan líkamsmassa Nánari upplýsingar fást á www.eas.is yZ— Nrir'— iCÍFl^ Jtsú awat, KFIÁNAN ffBtTam

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.