blaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 4
20 I HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 blaöiö Búin að missa 4kgá danska kúrnum Uppistaðan ávextir og grœnmeti ,Ég byrjaði á danska kúrnum í byrjun desember", segir Ragnheiður M. Kristjónsdóttir, sem þegar hefur misst 4 kíló. „Ég frétti fyrst af kúrnum í þættinum Island í bítið en þar var rætt við hjón sem samtals höfðu misst 8o kg síðan í mars. Þar var líka rætt við hjúkrunarfræðing sem sér um kúrinn“, segir hún. „Ég var lengi búin að hugsa um að breyta um mataræði, í og með í þeim tilgangi að grenna mig. I vor fór ég að hugsa um það sem ég borð- aði en hef ekki verið í skipulögðum hóp fyrr en núna. í hópnum er ég skyldug til að mæta í vigtun einu sinni í viku og eftir viktunina er fundur með öðrum í hópnum.“ Ragnheiður segir að kúrinn gangi út á að borða 1200-1500 kaloríur á dag og fólk eigi að reyna að borða sem mest fyrir kaloríurnar og það megi ekki sleppa neinu á listanum. .Uppistaðan í fæðinu er grænmeti en okkur er uppálagt að borða 600 grömm af grænmeti á dag ásamt 4 ávöxtum. Leyfilegt er að skipta ávexti út fyrir brauð, hrísgrjón, pasta eða kartöflur en hvítur sykur er á bannlista. Það er ekki einfalt að sneyða hjá hvítum sykri því hann er í svo mörgum matartegundum. Við megum borða skyr, ost, ab mjólk, olíu, fitu, fisk, kjöt og kjúkling í ákveðnu magni. Þetta fæði kann að virka einhæft en þarf ekki að vera það. Þá er leyfilegt að nota taco eða tómatsósu í litlum mæli. Ragnheiður segir enga skipulagða hreyfingu vera inn í planinu en hver og einn geti hreyft sig að vild. Mikilvægt að skipuleggja sig Hvað er erfiðast við kúrinn? „Þetta er mikil skipulagning og það fer mikill tími í matarundirbúning. Ég þarf að hugsa út í hvað ég ætla að borða yfir daginn og þarf að nesta mig í vinnuna því ég get ekki gripið hvað sem er til að borða. Mér finnst ég alltaf vera að kaupa í mat- inn, því ég get ekki gripið í kornflex eða annað til að borða ef ekkert er til í ísskápnum." Ragnheiður segir að það hafi líka komið sér á óvart hversu dýrt það er að vera á þessu fæði. Kjúklingur, kjöt og fiskur er dýr svo og ávextir og grænmeti. ,Svo þurfti ég að kaupa mér vog til að vigta matinn til að þetta sé ná- kvæmt. Ég þarf að elda einu sinni á dag og mér finnst ég alltaf vera að elda, plana eða verslá', segir Ragn- heiður en bætir við að þetta komist fljótt upp í vana. „Ef fólk fylgir planinu í einu og öllu á það að ná af sér kílói á viku en karlmenn eru jafnvel að léttast Polarolje Selolía frá Noregi ** & Þórhanna Guðmundsdóttir Skrífstofumaður hjá SÍ8S „Ég hef verið með exem og þurra húð á höndum,eftir að ég fór að taka inn Polarolje er húðin á mér eins og silki. Ég get því mælt með Poiarolje'' Niðurstöður kliniskra rannsókna sem prófessor Arnold Berstad við Haukeland háskólasjúkrahúsið f Noregi framkvæmdi sýna að olían hefur áhrif á: - Ónæmiskerfið - Gigt - auma og sttfa llði - Sár og exem - Maga- og þarmastarfsemi - Hárvöxt og neglur - Kólestról og blóðþrýsting Fæst í öllum apótekum og heilsubúðum {QEAS Body-for-LIFE Omega 3-6-9 Nauðsynlegar fitusýrur • Mikilvægarfyrir heilbrigða líkamsstarfsemi • Rétt hlutfall nauðsynlega fitusýra Nánarí uþþlýsingar fást á www.eas.is Qniega 3-6 ÍÚkarnt vZ—fi*— ÓFlÐj fmtii KRÚNAN g Byggbuff - Rauðrófubu Byggsalat Tubúle -lífríenn skyndibiti Einu ísiensku réttirnir úr 100% lífrænt ræktuðu hráefni Ræktað og framleitt hjá Móður Jörð í Vallanesi á Héraði BlaÖiÖ/Steinar Hugi Ragnheiður M Kristjónsdóttir, breytti um mataræði og er farin að sjá árangurinn, meira. Ég stefni að því að komast í kjörþyngd en það er langtímamark- mið en ég reyni að einblína ekki aðeins á það. Ég er búin að ákveða að þegar ég hef losnað við 10 kíló ætla ég að fara að synda. Það er mik- ilvægt að setja lokamarkmiðið niður í minni markmið til þess að halda einbeitingunni." Ragnheiður segir að það eitt að taka ákvörðun um breytt mataræði skipti sköpun og að sér hafi fundist hún vera grennri við þá ákvörðun eina að breyta mataræðinu. „Um leið og maður finnur að kílóunum fækkar er það síðan hvatning til að halda áfram“, segir Ragnheiður að lokum. hugrun@bladid.net Mambó Tjútt Freestyle Salsa Brúöarvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskeiö fyrir hópa Nýjustu tískudansarnir Börn - Unglingar - Fullorðnir K|w+"þ| I Styttra sérnámskeið íSalsa ogMambó IN y L L. | fyrir pör og einstaklinga Ýmis starfsmanna- og stéttarféiög veita styrki vegna dansnámskeiða. AthugiÖ að við erum fiutt í nýtt húsnæði að Borgartúni 6 DANSSKOLI Jóns Peturs og Köru DansráÖ íslands | Faglæröir danskennarar Borgartún 6 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.