blaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 6
22 I BÍLAR '
i2kSÚM83HB3M3KKfiWSÉUð3ScCtðÉsttU4S>hfeZS3LÉt&íft*%úiUsð&áíjðtiiKASbS&
ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÖST 2005 blaöiö
Margur er knár...
- Borgarbílar ryðja sér til rúms
Peir dagar eru liðnir þeg-
ar smábílar þóttu í besta
falli púkó, bera blank-
heitum vitni og eiginlega ekki
alvöru bílar. Dæmið hefur snú-
ist við, þeir eru margir hverjir
afbragðsvel hannaðir, fullir af
staðalbúnaði og þægindum, eru
umhverfisvænni en gerist og
gengur og ekki sakar sparneytn-
in eins og bensínverðið er. Síð-
an er hitt að þeir eru einfaldlega
heppilegri til þess að standa í
daglegu snatti innanbæjar, eru
snarir í snúningum og ekki til
vandræða þegar kemur að bíla-
stæðaleitinni. Aukin sala þeirra
upp á síðkastið endurspeglar
líka aukið ráðstöfunarfé heim-
ilanna, því þeir eru gjarnan
keyptir sem annar eða jafnvel
þriðji bíll heimilisins.
Hér áður fyrr voru smábíl-
arnir fyrst og fremst ættaðir
frá Japan og Austur-Evrópu þó
vissulega hafi löng hefð verið
fyrir smábílum á Italíu og svo
má ekki gleyma konungi smá-
bílanna, Austin Mini. Nú orðið
koma þeir frá öllum heimshorn-
um, hinir evrópsku leggja mest
upp úr hönnun, Japanarnir
leggja æ meira í þá og Kóreu-
menn halda áfram að sækja í
sig veðrið meðan verðið stendur
í stað. Það er afar hörð verðsam-
keppni á þessum markaði og
þess hafa neytendur notið. Verð-
ið má ekki fara upp fyrir ósýni-
legan verðmúr, en með betri
hönnun og hagræðingu hafa
framleiðendur náð að lækka
framleiðslukostnaðinn. Munur-
inn felst fyrst og fremst í auka-
búnaði og hann er orðinn ærið
ríkulegur í flestum smábílum.
Það er ómögulegt að finna smá-
bíl án geislaspilara nú orðið og
þeir eru flestir klæddir að innan
með loftpúðum og öðrum þeim
búnaði, sem fyrir nokkrum ár-
um var rándýr aukabúnaður.
Hér verður vikið að nokkr-
um vinsælum borgarbílum og
helstu kostir og gallar þeirra
taldir til.
Hyundai Getz
Hyundai varð á örskömmum
tíma sjöundi stærsti bílaframleið-
andi heims og ástæðan er einföld:
mikil gæði fyrir lítið verð. Getzinn
er fínn bíll, sem er frábær í snatt inn-
anbæjar, sem fyrsti bíll fyrir ungt
fólk með takmörkuð fjárráð, nú
eða eldra fólk sem vill draga saman
seglin. Hann kostar frá 1.270-1.440
þúsund krónum, er vel út búinn,
rúmgóður og það er lítið út á vél, afl
og gírkassa að setja. Það er kraftur
í vélinni en hún er samt ekki neitt
sérlega hávær eins og vill brenna
við í kraftmeiri smábílum. Hann er
þægilegur í akstri, staðalbúnaður
er í meðallagi góður og það er ein-
hvernveginn allt í honum, sem mað-
ur býst við. Hönnunin er hins vegar
ekkert sérstök, en þó ekki þannig að
fagurkerum misbjóði á götum úti.
Farþegarýmið er rúmgott, en þeg-
ar litið er yfir harðplastbreiðurnar
rifjast það upp að bíllinn er sérdeil-
is ódýr. Hann er ágætur í akstri og
sparneytinn, en eyðslan á honum í
innanbæjarakstri er rétt rúmir 6 lítr-
ar á hundraðið.
JetRest lúxus ferðapúði,
margverðlaunaður ferðafélagi
Sturlaugur Jónsson 8cCoí
• Fiskislóa 26
• Slmi: 5514680
• www.sturiaugur.ls
Útsölustaðir m.a.:
Fríhöfn Flugstöð Le'rfs Eirlkssonar
Ellingsen Grandagarði • Nýja Skátabúðin Faxafeni 8
66°Norður Sjóklæðagerðin Faxafeni 12 og Miðhrauni 11
Remedla Verslun Suðurl.br. 52 • SmáraSkóari Smáralind
Ford Fiesta
Ford Fiesta er enginn nýgræðing-
ur og langlífið er örugglega ekki
nein tilviljun. Útlitið er snoturt og
það sést langar leiðir að bíllinn er
upprunninn I Evrópu. I akstri er
hann nettur að sama skapi. Það er
hægt að fá Fiestuna í ýmsum gerð-
um og verðið er á bilinu 1.300-1500
þúsund krónur. 1,6 lítra vélin er
ágætlega kraftmikil og nær vel sam-
an við sjálfskiptinguna. Fiestan er
þægileg í akstri og vel yfir meðallag
hvað það varðar. Mælaborðið er ein-
falt og stílhreint og þar fer ekkert
milli mála. Eins er ökumannssætið
þægilegt og sæmilega hátt þannig
að útsýnið er gott. Aftur í er ágætt
pláss - miðað við smábíla - þannig
að fjórir fullorðnir geta ferðast með
bílnum. Hægt er að stækka skottið
fram í farþegarýmið ef farangurinn
er óvenjumikill. Það eru aðeins raf-
drifnar rúður að framan, en það er
kannski eins gott því annars væru
ungarnir aldrei til friðs.
Honda Jazz
Jazzinn er afar fallegur og
skemmtilegur bíll, enda hefur hann
sankað að sér verðlaunum og salan
segir sitt, því það er varla að verk-
smiðjurnar hafi undan. Svo er hann
líka með öruggari smábílum þegar
horft er til Euro NCAP matsins, þar
sem hann fékk fjórar stjörnur af
fimm. Sjálfskiptur kostar bíllinn
rétt tæpar 1.600 þúsund krónur
og innifalið er tiltölulega mikið af
staðalbúnaði. Jazzinn er þar að auki
sannur smábíll og það má leggja hon-
um á stöðum þar sem maður myndi
ekki reyna að hugsa um að koma
flestum öðrum bílum fyrir. En þó
hann sé smár er plássið haganlega
nýtt að innan og það er auðveldara
að komast aftur í hann en maður
gæti ímyndað sér. Þá skemmir ekki
fyrir að aftursætin eru mjög þægi-
leg, sem er ekki alveg gefið í bílum
af þessari stærð. Skottið er óvenju-
djúpt og ágætlega breitt og svo má
stækka farangursrýmið ef þarf. Það
er gott útsýni úr ökumannssætinu,
sem veitir ekki af í þröngum götum
í Þingholtunum og það er gaman að
aka Jazz. Innra rýmið er smekklegt
og vandað.
Ek. 17þ km Einn með öllu..4x4,8 cyl,ABS,loftpúðar,þjófavörn,
álfelgur, CD, Cruise control, Leður,tvívirk sóllúga, rafmagn í öllu,
veltistýri, spólvörn, bakkskynjarar, dökkt gler afturí,
innbyggður barnastóll, o.fl o.fl. Verð 3,450þ.
Getum útvegað allar gerðir bíla á frábæru verðil! H :Mí*]!(cf
Hafðu samband, við gerum þér frábært tilboðl!
www.bilatorg.is S: 691-8386/691-2737 |
■tafjí
dráttarbeisli
Asctning á staðnum.
Vikurvagnar ehl • Dvergshölða 27
^ Simi 577 1090 • www.vikurvagnar.is y