blaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 7

blaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 7
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 BÍLAR I 23 Suzuki Swift Suzuki Swift er bíll, sem kemur skemmtilega á óvart. Manni finnst að Swiftinn hafi verið til frá örófi alda og þar skeikar ekki miklu. Þessi bíll á hins vegar eiginlega ekk- ert sameiginleg't með þeim nema nafnið. Það er raunar á mörkunum að hann eigi heima innan um smá- bíla af því að hann er eiginlega hálfu númeri of stór til þess að innan að minnsta kosti. Að utan á hann hins vegar vel heima í þeim flokki og í ljósi þess að bíllinn er hannaður í Evr- ópu til notkunar í borgarakstri þar er hér vitaskuld um hreinræktaðan borgarbíl að ræða. Hann kostar allt frá 1.479 þúsundum og alla leið upp í 1.739 þúsund, en menn eru raunar að fá mjög mikið fyrir þann pening. Staðalbúnaður er mikill og þægindi nær því, sem menn eiga að venjast í fjölnotabílum. Það segir kannski sína sögu að maður tekur fyrst eftir því að það er hnakkapúði í miðjusæt- inu aftur í. Skömmu síðar tekur mað- ur eftir því að það er miðjusæti aft- ur í, sem er nær eindæmi í þessum flokki bíla. En Swiftinn er nægilega rúmgóður til þess að geta tekið fjóra farþega auk ökumanns og það er rétt að nefna að það er talsvert greymslu- pláss í farþegarýminu líka. Og þó innréttingin sé úr plasti er hún svo vönduð og vel gerð að manni finnst hún sóma sér prýðilega. Vélin er 1,5 lítra og ágætlega öflug, en skipting- in er þannig að viðbragðið mætti vera meira í lægri gírunum. Svo eyð- ir hann aðeins 7 lítrum á hundraði í innanbæjarakstri, sem er alls ekki slæmt. Peugeot 206 Peugoet er ekkert í því að finna upp laggóð nöfn á bílana sína, held- ur nota þeir bara númer. Af þeim má svo ráða stærðarflokinn. Pe- ugoet 206 er borgarbíllinn í þeirri fjölskyldu og stendur vel fyrir sínu. Svo spillir verðið ekki fyrir, en það er á bilinu 1.300-1.690 þúsund krón- ur. Peugoet 206 er kannski ekki sá fallegasti á markaðnum, en hann er ágætlega nytsamur. Vélin er raunar í minnsta lagi og má ekki við miklu álagi ef bíllinn er sæmilega hlaðinn. Þegar maður nálgast hundrað km hraða lætur hún heyra talsvert í sér. 206 er lipur í akstri en það gerist þó ekki átakalaust fyrir alla, því hann er furðuþungur í stýri. Fjöðrunin er fín og raunar óvenjugóð þegar kem- ur að veggjum þeim, sem gatnamála- stjóri hefur reist þvert yfir margar götur í bænum. Þetta er öruggur bíll, með sex loftpúðum, ABS og skrif- kvörn og stýrisstöngin fellur saman við árekstur. Hann er með fjórar stjörnur í Euro NCAP. Innanrýmið er ágætt og þó það sé ekki sérstak- lega rúmt um ökumanninn veldur það ekki vanda í innanbæjarakstri. Skottið er rúmgott og plássið er mjög nýtilegt líka. Staðlbúnaður er ágætur og skynsamlega valinn. Auglýsingadeild 510-3744 Riktinrn SllldljUI II 510-3799 Skiptiborð 510-3700 LUXUS JEPPAR - á betra verði Mercedes Benz ML 350 V6 / 3,5 L/272 hö Helsti staðalbúnaður: • Sjálfsklpting 7G-TRONIC • ABS BAS hemlakerfi • ESP stöðugleikakerfi með skriðstilli • Hraðanæmt stýri • ISOFIX festingar fyrir tvo barnastóla • Thermatic - sjálfvirkt hita- & loftræstikerfi • Sítengt aldrif • ASR spólvörn • 17" léttmálmsfelgur • 8 líknarbelgir • Rafdrifin framsæti ofl. ofl. Aukabúnaður: • Tvíþætt leðurínnrétting • Rafdrifn gler topplúga • Harman/Kardon Digital Surround hljomk. • 11 hátalarar & bassabox • Geísladískamagasín • Comand aðgeröaskjár • Regnskynjari • Viðarklæðning í mælaborði • Þjófa & dráttarvörn • Upphituð framsæti • Dökkar afturrúöur Verð kr. 6.550.000 Range Rover SPORT HSE V8 / 4,4 L / 299 hö Helsti staðalbunaður: • Sjalfskipting • Rafræn loftpuðafjöðrun Terrain Response • EBA neyðarhemlun • DSC stöðugleikastýring • 4 rása fjölvirkt ABS hemlakerfi • 19" lóttmálmsfelgur • Tölvustýrð miðstöð • Skynvæddur skriðstillir • Rafstýrö framsæti með mjóhryggsstuðning • Bi-Xenon með hornljösum • Fjarlægðarskynjarar framan & aftan • Leiðsögukerfi Premium • ICE fjarstýring ■ Ljos i hurðum • Pjófavörn • Aksturstölva ofl. ofl. Aukabúnaður: • Rafdrifin gler topplúga • Harman/Kardon Digital Surround hljómk. • DVD afþreyingarkerfi fyrir aftursæti • Privacy spegilgler • Regnskynjari • Upphituðtramsæti Verð kr. 8.990.000 Volvo XC 90 - 7 manna 5 cyl / 2.5L Turbo / 210 hö Helsti staðalbúnaður: • Geartronic sjálfskipting 5 gíra • ABS hemlakerfi • EBD hemlajöfnun • DSTC RSC spólvörn & stöðugleikastýringu • WHIPS bakhnykksvörn • AQS lofthreinsikcrfi • Aksturstölva • ECC tölvustýrð loftkæling m/ hitastýringu • Hleðslujafnari • SIPS hliðarárekstrarvörn • 17" léttmálmsfelgur • Audio High Performance Volvo hljómtæki • 8 hátalarar & geislaspilari • Upphitaðir útispeglar • Upphituð framsætí ofl. ofl. Aukabúnaður: • 7 manna leðurinnrétting • Rafdrifin gler topplúga • Rafdrifð ökumannssæti með minni • Regnskynjari • Viðar & áláferð á mælaborði • Dökkar afturrúður • Viðar stýrishjól Verð kr. 5.790.000 J iJ MASTER bladid= Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavfk, sfmi 540 2200, www.masterbill.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.