blaðið - 30.08.2005, Page 12

blaðið - 30.08.2005, Page 12
28 I BÍLAR ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 blaðið Eðlilegt að stjómvöld grípi inn i skattaálagningu á etdsneyti - FÍB berst fyrir betri kjörum bifreiðaeigenda Flestirframsýnir áhuga- menn um bifreiðar og rekstur þeirra, sem og margir bíleigendur landsins, eru aðilar í FÍB, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, en félagar eru um 16.000 talsins t dag. Félagið var stofnað 6.maí 1932 og hefur allar götur síð- an staðiðfyrir bœttum kjörum bifreiðaeigenda, þ.e. að sameina bif- reiðaeigendur um hags- munamál sem tengjast eign og rekstri bifreiða. Argjald í FlB kostar kr.4.140, en aðeins þarf að fylla út form á heimasíðu félagsins, fib.is, og viðkomandi getur byrjað að notfæra sér margvíslega þjón- ustu sem þar er í boði. Fulltrúar FÍB eiga setu- og tillögurétt í nefndum á vegum hins opinbera og félagið fær til umsagnar frumvörp, tillög- ur og reglugerðir frá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Af því leiðir að aðilar í félaginu geta tekið þátt í baráttu fyrir hinum ýmsu málefn- um sem viðkoma eign bifreiða, s.s. skattheimtu, söluskatts, trygginga, bensíngjalda og fleiru, aukþess sem félagið hefur beitt sér fyrir betri vegasamgöngum og öryggismálum í umferðinni. Með því að gerast fé- lagi í FÍB nýtur fólk ýmissa réttinda, s.s. tækni- og lögfræðiaðstoðar frá ráðgjöfum félagsins, margvíslega afsláttarmöguleika á Islandi og um heim allan, alþjóðlegt tjaldbúðar- skírteini sem veitir forgang á tjald- stæðum Evrópu og FÍB blaðsins svo eitthvað sé nefnt. Undirskriftalisti til lækk- unar á eldsneytisverði Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri félagsins, segir helstu baráttu- mál FÍB vera að bæta hag bíleigenda í vátryggingastarfsemi og á eldsneyt- ismarkaði. „Við höfum t.d. boðið tryggingar til félagsmanna til þess að efla samkeppni í þessum efnum og reynum eftir fremsta megni að hafa áhrif á markaðinn. Kraftmik- ið félag eins og okkar hefur áhrif á stjórnvöld og það er klárlega mikill styrkur fyrir hinn almenna bíleig- enda að hafa fagfólk sér til aðstoð- ar þegar hin ýmsu mál koma upp. Þar á ég til dæmis við samskipti við tryggingafélög, verkstæði og við kaup og sölu bifreiða. Enda fá- um við á borð til okkar tugi mála í hverri viku,“ segir hann, og bætir við að margt sé á takteinunum hjá félaginu alla jafna. „FÍB aðstoðin hjá okkur er mikið notuð, en það er þjónusta allan sólarhringinn við 99......................... Við njótum þess vafasama heiðurs að vera með dýrasta eldsneytisverð í Evrópu RÉTTUM OG MALUM ALLAR TEGUNDIR BÍLA Sími & fax: 554 30 44 RÚSSARNIR KOMNIR IHJirajujifij Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.bilhraun.isog í síma 565 2727 Soosan Jarðvirki ákvað að nota Soosan Fleyg í sín verkefni Soosan fleygar frá 102 kg uppí 3991 kg Gazella 4x4 með ál sturtupalli. Hátt og lágt drif og læstum millikassa. það fólk sem lendir í því að verða án eldsneytis eða eitthvað þvíumlíkt á götum úti. Þá fær það dráttaraðstoð til þess að geta haldið áfram ferð sinni, en þessu eiga félagsmenn rétt á. Þá fylgjumst við líka með heims- hlutfalli á eldsneytisverði og fleiru, þannig að við veitum markaðnum aðhald eins og hægt er.“ FÍB stendur þessa dagana fyrir áskorun á stjórnvöld um að lækka skatta á eldsneyti með það fyrir aug- um að bæta kjör bifreiðaeigenda, en eins og felstum er kunnugt er himin- hátt eldsneytisverð hér á landi orðið yfirgengilegt. „Við erum að safna undirskriftum þar sem við skorum á stjörnvöld að lækka skatta á elds- neyti, en við hér á landi njótum þess vafasama heiðurs að vera með dýr- asta eldsneytisverð í Evrópu. Við telj- um eðlilegt að stjórnvöld grípi inn í á þessum tímapunkti,“ segir Run- ólfur sem telur þó langt vera í land aðspurður um framgang ýmissa bar- áttumála. „Auðvitað er mikið eftir, en við erum með margt í gangi og erum alltaf með puttann á púlsin- um til þess að vera vel meðvituð um ástand hvers tíma fyrir sig.“ hálldora@vbl.is Bllng Bllng Fullt af nýjum felgum Háglanssilfur og króm Kíkið á heimasíðuna fýrir frekari upplýsingar eða komið í heimsókn ÁC mótorsport • Klettháls 9 110 Reykjavik • s. 587 5547 Verslun á netinu : ww«K.ag-car.is/motorsport AiB MOTOHSPORT Porsche 911 Carrera 4 (996),2/01,60þ.km.6gíra,300hö, 18"dekk,ABS, álfelgur, CD magasín, hiti í sætum, cruise, kastarar, leður, leiðsögukerfi, litað gler, líknarbelgir,topplúga, vindskeið. Verð 8.500.000,- c,. . u . , , ,T Skipti athugandi! Til sýms og solu aToppbilum Kletthálsi 2, S-.587-2000, myndir á www.toppbilar.is FORD ESCAPE 2005 Á ÓTRÚLEGU VERÐI! Getum útvegaö nokkrar FORD ESCAPE XLT 4X4 bifreiöar frá Hertz í USA. Bílarnir eru 2005 árgerö, í óaðfinnanlegu ástandi. Eknir 25 til 45 þús. km. Vel búnir þægindum s.s V6 3000cc vél, 200 hestöfl, loftkælingu, CD spil- ara, Cruise Control, ABS, sjálfskiptingu o.m.fl. Verðiö er aðeins 2.299.000 kr. Fyrir 99 þúsund aukalega getum viö boöið ábyrgö frá islensku trygg- ingafélagi til 130.000 km eða til þriggja ára. Afgreiðslutími er um 6 vikur. SAGA Group ehf uppl. veitir Magnús í síma 891 8277

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.