blaðið - 30.08.2005, Síða 14
-30 I BÍLAR
ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 blaöið
Mikil aukning er í skrán-
ingu nýrra ökutækja hjá
Umferðastofu en fram til
ágústsmánaðar hafa alls verið skráð
307 ný ökutæki frá Bandaríkjunum
en til samanburðar voru þau einung-
is 223 á sama tíma í fyrra. „Við höfum
fundið fyrir aukinni tilhneigingu til
eigin innflutnings, bæði á nýjum og
notuðum bifreiðum en kannski sér-
staklega notuðum", segir Siggerður
Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri öku-
tækjaskráningar Umferðastofu.
Flestir frá Bandaríkjunum
„Flestir eru að kaupa bíla sem hafa
verið skráðir erlendis, eða eru not-
aðir, og langflestir kaupa bíla frá
Bandaríkjunum þó margir kaupi
einnig bíla frá Þýskalandi." Inn-
flutning á notuðum bílum má að
mestu leyti rekja til þeirra sem velja
að kaupa bíla sína erlendis og flytja
sjálfir til landsins. Árið 2001 voru
621 notaður bíll fluttur til landsins
en það sem af er þessu ári hafa 3268
notaðir bílar verið fluttir inn. Þessa
miklu aukningu má að miklu leyti
rekja til hagstæðs gengis en þó verð-
ur að hafa í huga að talsvert um-
stang fylgir því að flytja inn bifreið
á eigin vegum.
Mikið ódýrari
Ólafur Baldursson, sölustjóri,
keypti í sumar nýjan Ford F150, svo-
kallaðan double cap eða pallbíl með
tvöföldu húsi, frá Bandaríkjunum.
Hann segir umstangið hafa verið
töluvert en því hafi jafnframt fylgt
bíll sem keyptur er mikið ódýrari en
ef hann hefði farið í gegnum umboð
hér heima. „Ég keypti þennan bíl sér-
staklega vegna þess að hann er í svo
lágum tollaflokki, bara þrettán pró-
sent. Þessir pallbílar eru svo flottir
að innan að þeir jafngilda orðið lúx-
usjeppum. Ég keypti þennan á þrjár
og hálfa milljón en hann er fullbú-
inn og í staðinn fyrir skott er hann
með pall með loki. Sambærilegur
lúxusjeppi hér heima hefði kostað
um sex milljónir. Það er merkilegt
að verð á bílum hérna heima hefur
ekkert lækkað þrátt fyrir lækkanir
á gengi."
Samt ódýrara
Ólafur segir að samningar fram-
leiðenda við umboðin hér heima
Mun ódýrara að flytja
bílinn sinn inn sjálfur
Lágt gengi Bandaríkjadals hefur mjög glætt
áhuga manna á bandarískum drossíum eftir
að mjög hafði hægst á innflutningi þeirra um
hríð. Margir hafa aukin heldur gripið til þess
ráðs að flytja bíla sína inn sjálfir, en miklu
auðveldara er að kaupa bíla ytra eftir að Netið
varð almenningseign.
Spennandi tímarit
mm588 7888
askrift@biiarogsport.is
BÍLASPRAUTUN OG RÉTTINGAR
^AUÐUNS
Tjónaskoðun
TOYOTA-þjónusta
• Nútíma verkstæði og fullkominn tækjabúnaður
• Gæðavottað verkstæði af Bílgreinasambandinu
• Bílaleigubíll á meðan viðgerð stendur
• Sérþjálfaðir starfsmenn
• Fljót og góð þjónusta
Wcabas
Verkstæði
lí -ý lí U JJJ U 'J JJJ li . U JJJ u J J V J' í u % u JJ fj ■J I > J J' U J J u
Nýbýlavegi 10 • Kópavogi • Sími 554 2510 • www.bilasprautun.is • bilasprautun@bilasprautun.is