blaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 2
18 I MATUR MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 blaðiö „Are you hungry tonight?" -banabitar Elvis teknir saman í hentugu hefti Flestir eru fullmeðvitaðir um að rokkkonungurinn Elvis Presley var mikill matgæðingur. Hann elskaði að borða og gaf þá lítið fyrir hvort gumsið væri lífrænt ræktað eða ekki. Beikon og smjör, kökur og kjöt, hefð- bundin suðurríkjamatargerð i bland við það besta úr brasi allra heima - þetta var fæðið sem Elvis lifði á og fyrir. I hinni frægu matreiðslubók ,Are you hungry tonight?: Elvis’ favo- rite recipes“ eru uppáhaldsuppskrift- ir kappans týndar saman. Allt frá hundraðþúsundhitaeininga steiktu hnetusmjörs-og-banana samlok- unni til tertunnar sem borin var fram í brúðkaupi hans og Priscillu ásamt mörgu öðru. Bókin, sem kom fyrst út fyrir rúmum áratug, er yfirleitt talin best þeirra fjölda bálka sem fjallað hafa um mataræði konungsins og er hentugur leiðarvísir fyrir unnendur bandarískrar matargerðar svo og þá sem hyggja á að hækka kóleste- rólmagnið í blóðinu. Til að hjálpa áhugasömum áleiðis birtist hér upp- skrift af samlokunni frægu. Steikt hnetusmjörs- og bananasamloka að hætti Elvis Vei þroskaður banani 2 sneiðar franskbrauð 3 matskeiðar hnetusmjör 2 matskeiðar smjör Brauðið skal rista við vægan hita.Á meðan ristavélin mallar er gott að mauka bananann með skeið í lítilli skál. Þegar brauðið er tilbúið er bananamaukinu smurt á aðra sneiðina og hnetu- smjörinu á hina. Að lokum skal samlokan steikt í bráðnu smjöri þar til hvor hlið er gullinbrún að lit. Samlokuna skal skera í þríhyrninga og bera fram heita. I henni eru 36 grömm af fitu. Culinaria bœkurnar fara með manni i ferðalag Ár hvert er gefinn út fjöldinn allur af matreiðslubókum, hérlendis sem erlendis. Er þar er um að ræða allt frá hefðbundnum uppskriftabók- um til stórra og þungra uppfletti- rita sem láta sér ekki nægja að fara í helstu grunnatriði matargerðar heldur freista þess að nálgast hana sem listform út af fyrir sig. Blaðinu lék forvitni á að vita hvað væri eftir- tektarvert í heimi matreiðslubóka um þessar mundir og heimsótti því Þórhall Björgvinsson, deildarstjóra erlendra fræðibóka hjá bókaverslun Máls og menningar við Laugaveg. „Við fáum hingað mikið magn matreiðslubóka i hverjum mánuði, svo mikið að við eigum oft í vand- ræðum með að koma þeim fyrir. Sérfæðimatreiðslubækur eru alltaf jafn vinsælar, en „frægafólks“ kokka- bækur eru hvað mest móðins núna. Þær eru oft einhvers konar blanda af matreiðslu- og minningabókum. Meðal þeirra sem hafa sent frá sér svoleiðis eru Maya Angelou og Sop- hia Loren. En ef ég ætti að tilgreina einhverja sérstaka sem er mér að skapi og er jafnframt góð í sölu væri það helst einhver af bókunum úr Culinaria-seríu þýska útgefandans KÖENEMANN. Þar er sjónum beint að matargerðalist og -hefð í tiltekn- um löndum. Þetta eru stór og vegleg rit af þeirri gerð sem fólk langar oft í en tímir ekki að kaupa fyrir sjálft sig heldur gefur vinum og ættingj- um í von um að þeir launi greiðann. Nú fer reyndar hver að verða síðast- ur að tryggja sér eintak af þessum finu bókum því útgáfan hefur lagt upp laupana og margir titlanna eru þegar uppseldir. Culinaria-bækurnar fást m.a. í bókaversl- un Máls og menningar og kosta 3.995 krónur. í augnablikinu eigum við Culin- aria-bækur um m.a. Spán, Ítalíu, Grikkland og evrópska sérrétti en serían teygir sig mun víðar og telur fjölda titla. Þrátt fyrir að þær snúist fyrst og siðast um matargerð má allt eins skoða þær sem ljósmynda- bækur, uppflettirit eða jafnvel ferðahandbækur. Farið er í mata- gerðalist tiltekinna landa af mikilli nákvæmni, eftir héruðum, hráefni o.fl. á litríkan og skemmtilegan hátt. Það er þessi aðferðafræði sem heill- ar. Gaman er að fræðast um rétti sem þykja einkennandi fyrir matar- gerð og menningar- og sögulegan bakgrunn héraðanna sem þeir eru ættaðir frá og ljúka svo fræðslunni með því að spreyta sig sjálfur við eldamennskuna. Mér finnst ég oft vera á ferðalagi þegar ég glugga í þær,“ segir Þórhallur. Hann féllst á að deila einni uppáhaldsuppskrift sinni úr bókunum með lesendum Blaðsins en hún er úr Grikklandsút- gáfunni: haukur@vbl.is Pastitsáda Vasilikí - Svínaragú með spagettí Efnl: 200 ml. grísk„extra virgin" ólífuolía 1 kg. teningaskorin svínalöpp 6 stórir laukar, skornir fínt 10 hvítlauksgeirar, fínt skornir 250 grömm niðurskornir hýðislausir tómatar 200 mi. þurrt hvítvfn 1 lárviðarlauf 2 kanilstangir '/«teskeið múskat 'h búnt steinselja, fínt skorin 2negulnaglar 3 greinar basilikum 500 grömm spaghettí 100 grömm rifinn Kefalotiri-ostur (grísk- ur geitaostur f þéttari kantinum) Salt og nýlega mulinn svartur pipar Hitið ólffuolfuna á pönnu, steikið kjötið og mýkið laukana. Bætið því næst tómötum og víni f blönduna. Krydd- unum er stráð yfir og nægilega miklu vatni til þess að þekja kjötið. Náið upp suðu, minnkið hitann og látið malla í um klukkustund, þar til kjötið er eldað. Meðan beðið er skal spaghettfið soðið, þurrkað og þakið smjöri. Komið pastanu fyrir á stórum diski með kjöt- inu og sósunni, stráið svo ostinum og steinseljunni yfir. Berist fram heitt með basilikum til skrauts. Tandoori Frábært á fisk, kjöt, kjúkling og grænmeti. RmAGALDRAR llfrit’itt rivkMéur viirur frti 1974 Múslí .....gefur orku sem endist allan daginn Er unnid úr lifrænt ræktuðu korni, þurrkudum ávöxtum, hnetum og fræjum. Þad fæst í mörgum tegundum. Ávaxtamúslí innilieldur 40% þurrkada ávexti og Original-músli inniheldur heilar ristaðar helslihnetur, þurrkaða ávexti og fræ. Enginn vlðbættur sykur er i þessum tegundum. ....góð byrjun á góðum degi Fæst i heilsubúðum og helstu matvörumörkuðum. I ____ 1 1 f mDreifing:Yggdrasill ehf. i j |simi:5444270 | ■RAPUN2EL la í sumarhúsinul

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.