blaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 8
24 I MATUR MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 blaöiö Geymsla matvæla - hversu lengi er of lengi? Flestir hafa upplifað að gramsa eftir góðgæti í ísskápnum og finna eitthvað kræsilegt að gæða sér á, t.d. kæfu, til þess eins að uppgötva græna skán eða þránunarstækju þeg- ar nánar að er gáð. Skemmd matvæli eru fæstum að skapi og það ekki að ástæðulausu því oft geta þau verið beinlínis hættuleg (sjaldnast reynd- ar lífshættuleg). Því er best að hafa alltaf varann á og hlýða „best-fyrir“ dagsetningum þó öfgar í hina áttina séu engu skárri. Það er slæmur siður að láta mat fara til spillis - dagsetn- ingin á mjólkurfernunni hefur lítið að segja ef innihaldið lyktar og bragð- ast vel. Sum matvæli eru jafnvel af mörgum talin bragðbetri skemmd þegar bakteríur, sveppir og ensím af ýmsu tagi hafa fengið að leika laus- um hala þar í nokkurn tíma. Sjá t.d. mygluosta, kæsta skötu, þorrabakka Múlakaffis o.fl.. Á vísindavef háskólans segir að í nær öllum tilvikum skemmist mat- væli vegna örvera sem þar eru að finna, t.d. vegna baktería og ger- og Pottaleppur fylgir með Canderel krukkum í næstu verslun. Ótrúlega létt Canderel er gott bæöi á heita rétti sem kalda. Það gefur gott sætubragð en án beiska bragðsins sem einkennir sum sætuefni og án kaloríanna sem eru i sykri. Því segjum við: Sætt án samviskubits myglusveppa af ýmsu tagi. Skemmst er frá því að segja að hin óæskilegu áhrif verða þegar þessar annars ágætu örverur verða á undan okkur að neyta matvælanna í ísskápnum - þau eru þá notuð sem næring til vaxtar, fjölgunar og viðgangs stofns- ins. Eðlilegur fylgifiskur þessa ferlis er framleiðsla ýmissa efnasambanda og -hvata sem hafa áhrif á útlit, lykt og bragð matvæla. Efna- og eðlis- áhrif á borð við þornun og þránun geta einnig valdið breytingum á matnum sem gera hann ókræsileg- an í flestra augum. Vegna þessa miða flestar tilraun- ir til varðveislu matvæla að því að koma böndum á líf og störf örver- anna. Suða, gerjun, þurrkun, söltun og reyking eru aðferðir sem hafa auð- veldað mönnum að geyma matinn sinn um árþúsundabil. Síðustu aldir hafa nýjar varðveisluaðferðir á borð við niðursuðu, rotvarnarefni, geisl- un, frystingu og lofttæmingu verið liðsauki í baráttu manna við myglu og rotnun. Geymsluþol hinna og þessara matvælategunda fer helst eftir því hver þessara aðferða er beitt, ef einhverri. -Ferskar fisk- og kjötafurðir láta á sjá eftir þrjá til tíu daga í ísskáp en þó eykst endingin til muna ef þær eru geymdar í lofttæmdum eða -skiptum umbúðum. Niður- skorið eða hakkað hráefni hefur í þessu samhengi jafnan mun styttra geymsluþol en heilir vöðvar. -Unnar fisk- og kjötafurðir (t.d. soðnar eða reyktar) endast mun bet- ur í kæliskáp í (allt að mánuð) enda drepur hitinn sem þær verða fyrir í vinnslunni flestar örverur sem eru til staðar í matvælunum. Sé salti eða rotvarnarefnum bætt við þessa jöfnu geta þessar vörur enst enn lengur. -Grænmeti er sömu annmörkum háð og önnur ferskvara og geymist tiltölulega stutt, frá nokkrum dög- um upp í hálfan mánuð eftir tegund- um. Auka má geymsluþol þess með kælingu og skynsamlegri pökkun. -Gerjuð matvæli (t.d. súrmatur, mysa, jógúrt o.fl.) hafa mislangan geymslutíma enda falla mörg ólík af- brigði í þennan flokk. Við vinnslu á þeim eru sérstakar örverur nýttar til þess að ná fram tilteknum eiginleik- um í matvælunum. örveruflóran sem notuð er við gerjunina kemur í veg fyrir fjölgun annarra örvera og eykur þannig geymsluþol úr allt frá nokkrum vikum (mysa) í fleiri mán- uði eða jafnvel ár (súrmatur). -Mjólkurvörur hafa mismikinn geymslutíma eftir því hvernig þær eru meðhöndlaðar. Ógerilsneydd mjólk er næringarrík og þvi mikil gróðrastía fyrir örverur. Hún endist aðeins i nokkra daga í isskáp. Sé hún hins vegar gerilsneydd og vel kæld má ná fram ío til 15 daga geymslu- þoli á gerilsneyddri mjólk og rjóma í lokuðum umbúðum. -Fryst matvæli og þurrkuð hafa hvað lengstan endingartíma enda drepa þessar vinnsluaðferðir flest- ar örverurnar eða stöðvar fjölgun þeirra ótímabundið. Frosinn matur getur verið góður mánuðum saman og þau þurrkuðu jafnvel í einhver ár. Ýmsir tilfallandi eðliseiginleikar við- komandi matartegunda ráða hvað mestu um hve lengi þær halda sér. -Niðursuða drepur allar virkar ör- verur í matvælum og reyndar líka megnið af næringarefnunum, en það er önnur saga. Því eru það ekki örverurnar (eða næringarefnin) sem valda skemmdum í niðursoðnum mat með órofið innsigli; sum þeirra má geyma í þrjú ár eða lengur. Það sem á endanum takmarkar yfirleitt geymsluþol niðursoðinna matvæla eru ýmsir eiginleikar umbúðanna eða innihaldsins sem láta á sjá og brotna niður með tímanum eins og allt efni. Heimild: Vísindavefuritm - www. visindavefur.hi.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.