blaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 13
blaðið MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 ÍSINDI I 13 Hugi Þórðarson BIMAtein'uHugi Alþjóðleg ráðstefna um vefmál á íslandi Ljósmagnari sem bræðir líkamsfitu Tilheyra bólur og appelsínuhúð brátt sögunni til? Verður hægt að laga appelsínuhúð með Ijósmagnara í framtíðinni? Hugi Þórðarson formaður samtaka vefiðnaðarins (SVEF) segir þetta í fyrsta skipti sem svo stór alþjóðleg ráðstefna um vefmál sé haldin hér á landi en hún mun fara fram 27. og 28. apríl næstkomandi. „Á ráð- stefnuna koma sjö erlendir fyrir- lesarar og hefur ráðstefnan vakið það mikla athygli að fleiri erlendir fyrirlesarar hafa sýnt áhuga á að koma hingað á næsta ári. Fyrri dag- inn verður lögð áhersla á verkefna- stjórnun en síðari daginn verður talað um tæknimál.“ Einstakt tækifæri Hugi segir að þátttaka sé öllum frjáls en í fréttatilkynningu segir að ráðstefnan sé einstakt tækifæri fyrir alla sem koma að vefnum á einn eða annan hátt, vefstjóra, markaðsstjóra, forritarar, vefara og hönnuði. Vefurinn hefur verið í mikilli framþróun undanfarin ár og mikilvægt fyrir alla sem vinna að vefmálum að fylgjst vel með því sem er að gerast, framtíð- arstefnu og tækniþrónun. Samtök vefiðnaðarins SVEF voru stofnuð í lok ársins 2005 og eru opin öllum sem starfa við og hafa áhuga á vef- málum á Islandi. Fyrirlesarar einvalalið úr vefheimum Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru einvalalið úr vefheiminum og hafa skrifað samtals fjörutíu bækur um vefmál. Á ráðstefnunni flytur Eric Meyer fyrirlesturinn Hin eina sanna uppsetning? Eric er einn þekktasti sérfræðingur heims á sviði vefvinnu, sérstaklega þegar kemur að HTML, CSS og vefstöðlum. Þá mun Molly E. Holzschlag fjalla um baráttu sína fyrir notkun staðla við smíði vefa en hún starfar sem ráðgjafi, kennari og rithöfundur. Molly flytur fyrirlest- urinn; Ástand vefsins 2006 og Al- þjóðavæðing: Sofandi risi vakinn. í fyrirlestrinum mun Molly fjalla um raunveruleg vandamál sem snúa að núverandi ástandi ýmissar tækni og hvernig hægt sé að nýta hana. Einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni er Dave Shea sem er vefstjóri og hefur skrifað bækur um vefmál. Dave hefur unnið til fjölmargra verð- launa og viðurkenninga. Kelly Goto er eftirsóttur viðmóts- hönnuður og hefur helgað sig því að skilja hvernig fólk notar og tengir vörur og þjónustu í daglegu lífi. Goto er m.a. ritsjóri vefsins gotomo- bile.com og flytur fyrirlesturinn; Við stjórnvölinn: Stjórnun og árang- ursríkt vinnuferli og Hönnun sem lífsstíll. Aðrir fyrirlesarar eru Andy Clarke, Shaun Inman og Joe Clark sem hver um sig eru reyndir á sviði vefmála. Nánari upplýsingar um fyrirlest- urinn er hægt að finna á www.svef. is. hugrun@bladid.net Ljósmagnari sem bræðir fitu er í þróun hjá vísindamönnum við sjúkrahús í Massachusetts í Banda- ríkjunum að því er fram kemur á bbcnews.com. Vonir standa til að hægt verði að nota ljósmagnarann til að meðhöndla hjartasjúkdóma, appelsínuhúð og bólur. Ljósmagn- arinn myndi gera mögulegt að hita likamsfitu án þess að skemma húð- ina umhverfis svæðið sem unnið er með. Með því að nota ljósmagnara með ákveðnum bylgjulengdum geta vís- indamenn hitað upp fituna sem brotnar niður og verður fjarlægð úr líkamanum. Rox Anderson húðsjúk- dómafræðingur við sjúkrahúsið í Massachusetts stjórnaði rannsókn- inni og notaði svínafitu og húðleifar til að prófa tæknina. Hann sagði að niðurstöðurnar sýndu að með því að hita húð með ljósi væri m.a hægt að lækna bólur en upptök bóla eru í fitukirtlum sem liggja nokkra milli- metra undir yfirborði húðarinnar. Að sögn Rox er hugmyndin að hægt verði að beina ljósmagnar- anum að appelsínuhúð og annarri líkamsfitu og sömuleiðis fitu sem sest inn á æðar og leiðir til hjarta- áfalls. Rox segir að hægt sé að gera sér í hugarlund ljósmagnara sem leitar að fitu í líkamanum og sú þróun er i gangi þó svo ekki sé gert ráð fyrir að þessi tækni verði prófuð á fólki á næstunni. Judy O'Sullivan hjúkrunarfræð- ingur sem sérhæfir sig í hjartasjúk- dómum segir að þó svo rannsóknir á ljósmagnara hljómi vel sé enn langt í að þessi tækni verði þróuð þannig að hún verði nothæf fyrir fólk með hjartasjúkdóma. h ugrun@bladid. net Gerðu sparikaup UR KJOTBORÐI LamliaKiötsútsala Lambalæri úr kjötborði aðeins kr. 1.098 kg Lambahryggur úr kjötborði aðeins kr. 1.198 kg Lambasúpukjöt pakkað aðeins kr. 598 kg ‘^/NGEYSVL^ KJÚKLINGATILBOÐ frá fimmtudegi til sunnudags Grillaður kjúklingur og 2ja lítra Coca Cola vers s?. R BÆJARLIND 1 - Sími 544 4510 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10.00 - 20.00

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.