blaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 27
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 2.MAÍ 2006 AFPREYING I 35 Reykjavík rokkar 2006 sig Iggy Pop tónleikarnir sem haldnir verða á morgun, miðvikudaginn 3. maí hafa verið færðir frá Laugar- dalshöllinni yfir í Listasafn Reykja- víkur, Hafnarhúsinu í Tryggva- götu. Miðar í sæti og stæði gilda áfram þrátt fyrir þessa brey tingu. Húsið opnar kl 19.30 og upphit- unarsveitin Dr. Spock hefur sinn flutning um klukkan 20.30. Eins og fram hefur komið má búast við mikilli sýningu frá þeim, nýjum búningum og ýmsum óvæntum atburðum. Iggy kvöld á Sirkus Iggy og hljómsveit hans, the Stooges, komu til landsins í dag og ætla að nýta daginn vel. Þeir munu ferðast um og skoða land og þjóð, en hafa einnig hug á að skoða skemmtanalíf Reykjavíkur í kvöld. í tengslum við tónleikana mun sjón- varpsstöðin Sirkus bjóða uppá sér- stakt Iggy kvöld frá 22.00 til 01.00 með ýmsum uppákomum. Tónlist Iggys yfir árin verður spiluð sem og tónlist þeirra fjölmörgu hljóm- sveita sem Iggy hefur haft áhrif á í gegnum árin. Miðasala er enn í gangi en vegna flutningsins eru nú aðeins fáir miðar í stæði eftir, en miðar í sæti eru uppseldir. Tónlistarhátíðinni Reykjavík rokkar var hleypt af stokkunum síðasta sumar þegar fram komu hljómsveit- irnar Duran Duran, Foo Fighters, Queens of the Stone Age, Leaves og Minus. Um 20.000 manns sóttu há- tíðina í fyrra sem heppnaðist vel. Hátíðin Reykjavík rokkar 2006 ber nú undirtitillinn - tónlistarhá- tið alþýðunnar og mun fara fram í Laugardalshöll fimmtudaginn 29. júní, föstudaginn 30. júní og laugar- daginn 1. júlí. Reykjavík rokkar blandan í ár er býsna góð þar sem erlendar og íslenskar stórstjörnur munu koma fram. Ákveðið hefur verið að gera okkar íslensku tónlistarmönnum hærra undir höfði og búist við að það fyrirkomulag muni halda sér í framtíðinni. Islensku hljómsveit- irnar sem koma fram munu ekki vera í upphitunarhlutverki, eins og oft tíðkast með framkomu þeirra á stærri viðburðum, heldur verður þeim og áheyrendum boðið upp á alvöru umgjörð og tónleika í fullri lengd. Metalglys uppskrift dagsins I ár mun hljómsveitir á borð við met- alsveitina Motörhead með Lemmy í fararbroddi mæta á svæðið, bresku Hawkins glysbræðurnir og félagar i The Darkness, enski ballöðusjar- mörinn David Gray ásamt 5 manna hljómsveit, hin hressa sveit Ham (sem kemur saman aftur í tilefni komu Motörhead), angurværa þrí- eykið Ampop, rokkararnir í Mínus (sem frumflytja nýtt efni í takt við eldra) og glyssprengjusveitin Trabant. Ekki er búið að loka dagskránni iggy íœrir endanlega og verða viðbætur kynntar á næstu dögum. Forsala að- göngumiða á Reykjavík rokkar 2006 hefst fimmtudaginn 18. maí kl. 11:00 og verður nánara fyrirkomulag ásamt útsölustöðum kynnt í næstu viku. Samstarfsaðilar Reykjavík rokkar 2006 eru útvarpstöðvarnar Bylgjan og X-ið 97,7 og byrjaði það samstarf í kringum hátíðina í fyrra með góðum árangri. Bæði Bylgjan og X-ið 97,7 koma myndarlega að fram- gangi Reykjavík rokkar 2006. Ham og Trabant eru meðal þeirra hljómsveita sem munu spila á Reykjavík rokkar. Fiesta Blue Ember 59.900 kr. Fiesta Gusto Cabinett 23.900 kr. Grillaðu í kvöld! Hja ESSO fæst úrval gasgrilla á sjóðheitu verði. Þú getur fengið grillið sent heim án endurgjalds, samansett og tilbúið til notkunar. Auðveldara getur það ekki verið. Grillaðu með ESSO í sumar! tsso Fiesta Gusto 38040 13.900 kr.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.