blaðið - 12.05.2006, Qupperneq 4
4 I FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 bla6ið
„Verðlagningin á svæð-
inu er út úr öllu korti"
Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir mun
hagstæðara að ganga ekki inn í samning við KGR ehf.
Blaðið/lngó
Hesthúsasvæði Gusts hefur valdið harðvítugum deilum í bæjarstjórn Kópavogs.
^ ÍSLANDS MÁLNING
Sætúni 4 / Sími 517 1500
Sambúð manna og krókódíla reynist
oft stormasöm
Öldungur
yfirbugar
krókódíl
Kona á áttræðisaldri í Flórída-
ríki í Bandaríkjunum yfirbug-
aði illskeyttan krókódíl í garði
sínum á þriðjudag. Constance
Gittles, sem er 74 ára, var að
vökva plöntur í garði sínum
þegar tæplega tveggja metra
krókódíll birtist eins og þruma
úr heiðskíru lofti og beit hana
í kálfann. Gittles brást hin reið-
asta við og hóf að berja krókódíl-
inn með stútnum á garðslöng-
unni sem að lokum dugði til að
hrekja skaðræðisgripinn á brott.
Gittles slapp með þrjú sár á
kálfa, sem og nokkrar skrámur
og mar eftir viðureignina. Yf-
irvöld hófu umsvifalaust leit
að krókódílnum, sem fannst
skömmu síðar í lítilli tjörn nærri
húsi Gittles. Tiltölulega létt verk
reyndist að klófesta hann.
Meirihiuti sjálfstæðis- og framsókn-
armanna í bæjarstjórn Kópavogs
samþykkti á miklum átakafundi
á mánudagskvöldið að ganga til
samninga um uppkaup á landi sem
Hestamannafélagið Gustur hefur
verið með á leigu, alls 11,5 hektara.
Gert er ráð fyrir að greiddir verði
rúmlega þrír milljarðar króna fyrir
landið, eða rúmlega 27 þúsund
krónur á fermetra. Samfylkingar-
menn segja þetta vera langhæsta fer-
metraverð sem bærinn hefur greitt
fyrir nokkurt land og segja þeir að
bænum hefði verið í lófa lagið að
bíða með að semja við svokallaða
uppkaupsmenn.
500 milljóna hagnaður (járfesta?
Fjárfestingafélagið KGR ehf. hefur
síðan í haust tryggt sér eignarhald
á 40% af hesthúsum svæðisins sem
standa á landi sem mælist 14,45%
af landinu öllu. Nú nýverið tókust
samningar með Gusti og fjárfestinga-
félaginu um að KGR ehf selji sín hús.
Samningurinn, sem nú hefur verið
ákveðið að bærinn gangi inn í, gerir
ráð fyrir því að fyrir þennan hluta
svæðisins fái fjárfestingafélagið
greiddan rúman milljarð króna, eða
67 þúsund krónur á fermetra.
„Þetta eru verðlaunin sem meiri-
hlutinn hefur samþykkt að veita
þessum aðilum sem gerðu grófa
árás á Gust síðastliðið haust með
uppkaupum sínum,“ segir Flosi Ei-
ríksson, oddviti Samfylkingarinnar.
Hann heldur því fram að fjárfest-
arnir séu með þessum samningi að
hagnast um allt að 500 milljónir
króna. Flosi segir verðlagningu
svæðisins vera út úr öllu korti. Hann
bendir á til samanburðar að bærinn
hafi árið 2003 greitt 3.200 krónur á
fermetra fyrir Kópavogstúnið. Enn-
fremur segist hann furða sig á því
að á sama tíma og svona samningur
sé gerður skuli meirihluti bæjarráðs
vísa eignardómsmálum á Vatns-
enda til úrskurðar dómstóla þar sem
meirihlutinn telji að 4.500 krónur á
fermetra sé allt of hátt verð fyrir það
land.
Keyrt í gegn
Samfylkingin lagði til að ekki yrði
gengið til samninga við fjárfestinga-
félagið. Hins vegar yrði þegar í stað
gengið til samninga við Gust um upp-
byggingu á framtíðarsvæði félagsins
á Kjóavöllum og að öllum hesthúsa-
eigendum yrðu tryggð ný hús fyrir
eðlilegt og sanngjarnt verð. Hann
gefur lítið fyrir rök meirihlutans
sem er á þann veg að bærinn hagnist
um t,5 milljarð á samningnum.
„Ég var nú að reyna að benda á
það á bæjarstjórnarfundinum að ef
við borgum minna fyrir landið, þá
verður hagnaðurinn enn meiri fyrir
bæjarbúa," segir Flosi. „En það virt-
ist ekki skipta neinu máli heldur átti
bara að keyra þetta (gegn.“
40 ára gömul hesthús
Flosi segir ekkert því til fyrirstöðu
að ganga til samninga við hina aðil-
ana á svæðinu, það er að segja Gust
og þá 128 einstaklinga sem eiga hest-
hús þar, en bíða með að semja við
fjárfestingafélagið.
„Þessi vitlausi samningur sem
gerður var við þá fellur úr gildi
þann 15. maí nk., verði ekki búið að
inna greiðsluna af hendi. Síðan væri
bænum í lófa lagið að fara á fund
þessara manna og segja við þá: „Þið
eigið hérna 40% hesthúsa. Við erum
með lóðaleigusamning þar sem við
megum segja ykkur upp og þurfum
aðeins, eins og segir í samningnum,
að borga ykkur matsverð á heshús-
unum en ekkert fyrir leiguréttindin
á landinu."
Flosi segir að þessa leið hefði tví-
mælalaust átt að fara. „Auðvitað
þyrftum við að borga þeim sann-
virði hesthúsanna, en sannvirði
þeirra er ekki 291.000 krónur á fer-
metra. Það kostar, samkvæmt okkar
útreikningum, hundrað þúsund
krónur á fermetrann að byggja nýtt
hesthús og þau hús sem um ræðir
eru þrjátíu, fjörtíu ára gömul. Ég
segi þvi bara borgum ekki, og þá
fellur samningurinn einfaldlega úr
gildi,“ segir Flosi og bætir því við að
jafnaðarmenn í bænum muni aldrei
samþykkja þennan ráðahag.
Starfsmenn Húsgagnalindarinnar eiga
væntanlega talsveröa vinnu framundan
við að breyta verðmerkingum i verslun-
iniii.
Óleyfilegt að
verðmerkja
í evrum
„Það verður að verðmerkja allar
vörur í íslenskum krónum og þar
er verslunin Húsgagnalindin engin
undantekning. Fordæmið sem við
höfum er íslenskur markaður í Leifs-
stöð sem á sínum tíma hafði allar
verðmerkingar í dollurum. Fyrir
það var tekið,“ segir Kristín Færseth,
sérfræðingur hjá Neytendastofu.
Stofnunin hefur sent Húsgagna-
lindinni bréf þar sem farið er fram
á að verðmerkingum verði breytt og
að verð verði í framtíðinni gefið upp
í íslenskum krónum.
„Það er hægt að beita stjórnvalds-
sektum ef ekki er verðmerkt á réttan
hátt. Fyrirtæki sem selur þjónustu
eða vöru verður að verðmerkja á
ákveðinn hátt og til að mynda er al-
veg bannað að nota aðra gjaldmiðla
en íslensku krónuna. Menn geta
reynt að ímynda sér hvað gerðist
ef verslanir verðmerktu vöru eftir
því hvaða gjaldmiðill hentaði best.
Hvað myndi til að mynda gerast ef
bílaumboð væru með verð á bílum
i evrum eða dollurum? Þetta er
spurning um gagnsæi fyrir íslenska
neytendur,“ segir Kristín.
Verð hækkar
Magnús Árnason hjá Húsgagnalind-
inni er ekki hrifinn af þessum úr-
skurði Neytendastofu.
„Ég er að velta því fyrir mér hvort
dýrara sé að borga stjórnvaldssekt-
ina eða ráða manneskju í vinnu
við að reikna verðið jafn óðum úr
evrum yfir í íslenskar krónur. Mér
sýnist að niðurstaðan verði alltaf sú
að ég þurfi að hækka álagninguna.
Ég hélt að það væri ekki í samræmi
við stefnu ríkisstjórnarinnar að
hækka verðlag,“ segir Magnús.
&esm
Reuters
Par sem bensínið er ódýrara en vatn
Jaime Tlnocco er leigubílstjóri á götum Caracas, höfuðborgar Venesúela. Hann ekur um á Chevy Nova bensínhák frá árinu 1976.
Bíllinn eyðir að meðaltali 72 lítrum á dag. Tinocco þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af eyðslunni þar sem það kostar hann
aðeins um 150 krónur að fylla tankinn. Bensin er hvergi í heiminum ódýrara en í Venesúela sökum gríðarlegrar niðurgreiðslu
stjórnvalda. Hugo Chavez, forseti landsins, hefur heitið því að halda niðurgreiðslum áfram.
Blaðið/SteinarHugi