blaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 19
blaöiö FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006
HEILSA I 19
Hjólum okkar allra vegna
Undanfarna daga hefur verið ein-
staklega gott veður og má með sanni
segja að allt lifni við. Æ fleiri hafa nú
tekið fram hjólið sitt og eru farnir að
nota það á góðviðrisdögum. Aðrir
hafa ákveðið að fá sér hjól, hafa jafn-
vel ekki átt hjól lengi og hafa nú kosið
að prófa að hjóla til og frá vinnu. Hjól
eru einhver umhverfisvænustu sam-
göngutæki sem við getum fundið.
Mikið færri
dauðsföll
án óbeinna
reykinga
Með því að koma í veg fyrir
óbeinar reykingar væri hægt að
minnka dauðsföll tengd hjarta-
sjúkdómum um meira en 500
þúsund í Bandaríkjunum á næstu
árum, samkvæmt rannsakendum
við Háskólann í Kaliforníu.
Hættan af óbeinum reykingum er
talin jafngilda því að einstaklingur
reyki eina sígarettu á dag samkvæmt
Dr. Kirsten Bibbins-Domingo. Kirs-
ten og samstarfsmenn hennar mátu
áhrif þess að koma í veg fy rir óbeinar
reykingar að fullu fyrir árið 2030. Á
milli 15-25% einstaklinga segjast
verða fyrir óbeinum reykingum
heima hjá sér eða á vinnustað. Kirs-
ten nýtti sér einnig blóðsýni banda-
rískra þegna við rannsóknina og leit-
aði eftir merkjum óbeinna reykinga.
I ljós kom að það eru í raun 29-43%
einstaklinga í Bandaríkjunum sem
hafa verið í návígi við reykingar.
„Það eru margir sem átta sig ekki á
að þeir eru í daglegu návígi við reyk-
ingar og því má búast við að árlegt
mat á dauðsföllum vegna hjartasjúk-
dóma sé vanmetið," segir Kirsten.
Óbeinum reykingum
ætti að útrýma
Út frá blóðsýnunum metur Kirsten
að vegna óbeinna reykinga deyi
9.500-21.500 einstaklingar árlega í
Bandaríkjunum vegna hjartasjúk-
dóma og 14.600-32.400 vegnahjarta-
áfalla. Lægri tölurnar eru byggðar á
persónulegu mati einstaklinga á hve
miklum óbeinum reykingum þeir
verða fyrir en hærri tölurnar miða
við það magn níkótíns sem fannst í
blóðsýnunum.
Kirsten spáir að ef hægt væri að
koma í veg fyrir óbeinar reykingar
árið 2006 væri komið í veg fyrir
953.200 hjartasjúkdóma, 842.900
hjartaáföll og 580.600 dauðsföll
vegna hjartasjúkdóma í Banda-
ríkjunum einum fyrir árið 2030.
„Skilaboðin eru skýr, byrði óbeinna
reykinga er raunveruleg. Þetta ætti
að ýta undir stefnumótun á þessu
sviði og óbeinum reykingum á al-
mennum svæðum ætti að útrýma,“
sagði Kirsten ákveðin.
Hjólavika (SÍ
Hjólavika íþróttasambands Islands
stendur nú sem hæst og tekur mikill
fjöldi fyrirtækja um allt land þátt í
henni. Það er nánast allt jákvætt við
að hjóla, það eina sem maður hefur
eðlilega áhyggjur af er það hvað hjól-
reiðamenn er illa varðir á hjólunum
og því er einmitt svo mikilvægt að
fara varlega. Þess vegna er líka mikil-
vægt að öll umferðarmannvirki geri
ráð fyrir hjólandi umferð og við end-
urgerð gatna, gatnamóta og við gerð
nýrra, sé tekið mið af því að hjólreiða-
menn geti farið þar um.
Þríhjól fyrir fullorðna
Ég ræddi við eldri konu um daginn
sem var vön að hjóla mikið en hefur
ekki treyst sér til að hjóla frá síðast-
liðnu sumri. Ég spurði hana hvort
hún hefði prófað að hjóla á þríhjóli.
En hún vissi ekki að til væru þríhjól
fyrir fullorðna. Það eru til mjög fín
þríhjól hér sem eru ekki síst hugsuð
fyrir þá sem eru annað hvort farnir
að tapa jafnvægi eða orðnir óstyrkir
og hræddir við að hjóla á tvíhjóli.
Ég hvet eldri borgara til að skoða
þennan kost, það er svo mikilvægt að
hreyfa sig og það er gott að hjóla þrátt
fyrir minni styrk. Það er í raun hægt
að líkja því að hjóla við að synda.
Maður getur hreyft sig án þess að
öll þyngdin hvíli á fótunum um leið.
Þríhjól er hægt að fá í öllum betri hjól-
reiðaverslunum en svona þríhjól eru
mikið notuð erlendis.
Mikilvægi hreyfingar
Rannsóknir hafa rökstutt mikilvægi
hreyfingar fyrir likamlegt og andlegt
heilbrigði. Með því að hjóla erum við
umhverfisvæn, við komumst auð-
veldlega á milli staða og við fáum
nauðsynlega hreyfingu um leið. Is-
lendingar eru að fitna og offita og
hreyfingarleysi er vaxandi vandamál
hjá þjóðinni. Það er því mikilvægt að
venja börnin okkar strax við það að
nota hjólið sem samgöngutæki.
Allir geta hjólað, jafnt ungir sem
aldnir og von mín er sú að sífellt fleiri
kjósi að nota hjólið sitt sem samgöngu-
tæki. Þannig getum við stuðlað að
heilnæmara umhverfi, fengið nauð-
synlega hreyfingu og bætt andlega og
líkamlega heilsu okkar.
Gerir þú miklar kröfur?
Útvegumfýrstaftokkshúsbílaog hjóihýsi If* |rr
af öllum stœrðum og órgerðum
beintfró Þýskaiandi. endurnýia húsbílinn?
Allt eftir þínum óskum y'
Tom Tychsen hóf innflutning á húsbílum frá Þýskalandi fyrir 5 árum en þar er hægt að fá húsbíla á
mjög góðu verði. Eftir að hafa flutt inn húsbíla og hjólhýsi í 5 ár var ákveðið að flytja fýrirtækið til íslands
til þess að geta veitt viðskiptavinunum enn betri þjónustu.
Húsbílamir em vandlega yfirfamir úti í Þýskalandi áður en þeir koma til landsins. Fyrirtækið er
með umboð fyrir CI, sem em ítalskir gæða húsbílar sem em allir útbúnir vetrarpakka sem þýðir að af-
faldstankurinn er upphitaður og eyðileggst því ekki í frosti. Einnig er Tom Tychsen með umboð fyrir
Euromobil, sem em þýskir hágæða húsbílar sem henta íslenskri veðráttu mjög vel þar sem þekjan er með
tvöfoldu gólfi og lágþekjan er vel einangmð. Fyrirtækið býður líka upp á bíla frá Cristal sem er þýskt
gæðamerki á mjög góðu verði en hjá þeim er bæði hægt að fá húsbíla og hjólhýsi.
Fyrirtækið leggur mikla áherslu á gæði og þess er gætt að selja ekki bíla nema það sé fúllvíst að þeir
séu mjög góðir. Þjónustan fellst líka í góðri ráðgjöf áður en viðskiptavinurinn gerir upp hug sinn og festir
kaup á húsbíl eða hjólhýsi. Ef húsbíla og hjólhýsaeigendum vantar vara- eða aukahluti þá getur fyrirtækið
veitt þeim góðar upplýsingar en eins er hægt að nálgast bækling með 7500 mismunandi aukahlutum fyrir
útileguna hjá Tom Tychsen.
Verðunum er haldið í Iágmarki, þannig að viðskiptavinimir geta verið vissir um að þeir séu að gera góð
kaup, en í þessum bransa veltur allt á góðu orðspori og trausti viðskiptavinarins gagnvart söluaðilanum.
Enn er verið að vinna í heimasíðunni www.husbilagalleri.is en engu að síður geta forvitnir kíkt inn á
hana og aflað sér einhverra upplýsinga. Ef þið finnið ekki það sem þið emð að leita að þar, þá getið þið
slegið á þráðinn eða sent tölvupóst til Tom Tychsen.
irr-
SKaáfe^,.
Opnunartími:
Mön - fös. kl. 10-18 | Lau. & sun. kl. 12-16
Gott verð - pottþéff þjónusta
T°m Tychsen Sími 517 93501 Gsm 821 9350
Skútuhraun 2 Fax517 9351
220 Hafnarfirdi tom@husbilagalleri.is
:nrasnrn
aallerí
www.husbilagalleri.is