blaðið - 12.05.2006, Síða 12
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 blaöiö
12
UblUlaí
Vorfagnadur SAA í Hlégarði
Vorfagnaður SÁÁ verður haldinn í
kvöld í Hlégarði í Mosfellsbæ. Miðar
eru til sölu á skrifstofu SÁÁ, Síðu-
múla 3-5, en aðeins örfáir miðar eru
óseldir þannig að það borgar sig að
hafa hraðar hendur. Húsið opnar
klukkan 19.30 og hefst borðhald
klukkan 20:30.
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar
leikur fyrir dansi, veislustjóri er Ól-
afur Gránz, Flosi Ólafsson flytur
ávarp, Siggi Johnie tekur lagið, dans-
sýning frá Dansskóla Auðar Haralds
og Siggi trúbador treður upp.
Skemmtiatriði kvöldsins verða
meðan á borðhaldi stendur. Miða-
verð er 2.900 krónur.
Dregið verður úr spilakvölda-
keppninni þetta kvöld, þar sem
aðalvinningur er glæsileg Evrópu-
ferð fyrir tvo í boði Icelandair. Sér-
staklega er vakin athygli á því að
Þórarinn Tyrfingsson mun draga
út stóra vinninginn úr spilakvölda-
keppninni þetta kvöld. Auk þess
mun Þórarinn ávarpa samkomuna.
Orðið tónlist
Sýningin „Orðið tónlist11 verður
opnuð í Galleríi Humri eða frægð
kl. 17 og verður opin til 7. júní næst-
komandi. Þar verða hljóðtengd
myndverk eftir Finnboga Pétursson,
Kiru Kiru, Harald Jónsson og Ólaf J.
Engilbertsson og bókverk nemenda
Listaháskóla {slands. Nemendurnir
unnu verk sín á námskeiðinu Skoða,
segja, hugsa, safna sem staðið hefur
yfir í vor í Listaháskólanum. Verk
nemenda LHÍ felast annars vegar í
sjálfstæðu bókverki eftir hvern og
einn og hins vegar í bókverkinu
Orðið tónlist, sem er upplýsinga-
skjal um fjölljóðahátíðina Orðið tón-
list sem verður dagana 19.-21. maí í
fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur
Hafnarhúsi í samstarfi Smekkleysu
og Magnúsar Pálssonar við Listahá-
tíð í Reykjavík.
Hljómsveitin Ghostigital leikur
við opnun auk þess sem skáldin
Bragi Ólafsson og Óskar Árni Ósk-
arsson munu lesa upp.
Kjallaradjass
Jazzakademían, djassklúbbur Há-
skóla íslands, stendur fyrir fjórða
og síðasta „föstudagsdjammi“
skólaársins í Stúdentakjallaranum
í dag milli kl. 16-18. Að þessu sinni
kemur fram kvartett skipaður
framvörðum elstu starfandi kyn-
slóðar íslenskrar djasstónlistar.
Kvartettinn leiða víbrafónleikar-
inn Árni Scheving og gítarleik-
arinn Jón Páll Bjarnason en auk
þeirra leika Gunnar Hrafnsson á
kontrabassa og Scott McLemore
á trommur.Aðgangur er sem fyrr
ókeyþis og öllum heimill á meðan
húsrúm leyfir. Inngangur í Stúd-
entakjallarann er við norðurhlið
Gamla garðs við Hringbraut.
2 vjns 'J ijJ
JWhnni'íB
'J 'iL Dl) 2JÚ, JJJHJ
jft) JíT, ‘JiJ.iJilJJ
Allra síðustu sætin
Nú bjóðum við frábært tilboð til Alicante/Benidorm á síðustu
flugsætunum þann í maí. Þú bókar 2 flugsæti en greiðir
aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og njóttu vorsins á Benidorm
í maí. Fjölbreytt gisting í boði á Benidorm.
Verð kr. 19.990
Netverð á mann. Flug og skattar, m.v. 2 fyrir 1 tilboð
18. og 25. maí í 1,2 eða 3 vikur.
Heimsferðir
Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500
Nýjar vörur
Sumartískan á
alla fjölskylduna
Yfirleitt sama
verð og erlendis
NÝTTVlSATÍMABIL
BM VERSLUN
Austurhrauni 3 (KAYS) Opið 10-18 lau. 11-14
bm@bmagnusson.is s:555-2866 www.bmagnusson.is
BM
PÓSTVERSLUN
a
www.additionsdirect.co.uk
Listarnir fríir (meðan birgðir endast)
/m. §ráTHár\a
www.argos.co.uk
Megináhersla er lögð á tónlist á Listahátið í Reykjavík i ár þó að öllum listgreinum sé
vissulega gert hátt undir höfði að sögn Guðrúnar Kristjánsdóttur, kynningarstjóra
hátíðarinnar.
Menningarveisla í höfuðborginni
Listahátíð í Reykjavík verður
sett í 20. skipti í Borgarleikhús-
inu í dag. Hátíðin stendur til 2.
júní og er dagskráin glæsileg
og fjölbreytt að vanda. Um 50
viðburðir, með þátttöku hátt í
sex hundruð listamanna, þar af
á fjórða hundrað íslenskra og á
annað hundrað erlendra, verða
á dagskrá hátíðarinnar í ár.
Guðrún Kristjánsdóttir, kynn-
ingarstjóri Listahátíðar, segir að
sérstök áhersla sé lögð á tónlist
að þessu sinni þó að öllum list-
greinum sé vissulega gert hátt
undir höfði. „Það verður boðið
upp á tónlist úr öllum áttum og við
leggjum mikið upp úr fjölbreytni.
Mikil áhersla er lögð á íslenska
tónlistarmenn fyrir utan stór nöfn
utan úr heimi eins og söngkonuna
Miriam Makeba, Motion-tríóið
frá Kraká og búlgarska kvennakór-
inn Angelite,“ segir Guðrún.
Að sögn Guðrúnar hafa tón-
leikar söngkonunnar Miriam
Makeba í Laugardalshöll vakið
mestan áhuga almennings.
Miriam Makeba, eða Máma Afr-
ica eins og hún er nefnd, er einn
af stærstu listamönnum síðustu
aldar og sá sem líklega hefur haft
mesta þýðingu fyrir afríska tónlist.
„Hún hefur átt svo litríkt líf og er
mikil baráttukona fyrir mannrétt-
indum fyrir utan að vera mikill
listamaður," segir Guðrún. „Við
finnum einnig fyrir mjög miklum
áhuga á brasilíska nútímadans-
flokknum Grupo Corpo,“ segir
Guðrún en flokkurinn, sem er
sá vinsælasti í Suður-Ameríku,
verður með þrjár sýningar í Borg-
arleikhúsinu í dag, á morgun og
á sunnudag. Grupo Corpo hefur
sýnt víða um heim og hvarvetna
hlotið frábærar viðtökur.
Stefnumót listamanna
Guðrún segir að merkja megi
aukinn áhuga meðal íslendinga
á listdansi og þar hafi án efa
starf íslenska dansflokksins sitt
að segja. „Þegar svona framúr-
skarandi flokkar eins og Grupo
Corpo koma til landsins þá sýna
íslendingar líka mikinn áhuga.
Það sama hefur verið uppi á ten-
ingnum þegar Helgi Tómasson
hefur komið hingað með San
Francisco ballettinn. Það verður
gaman þegar Islenski dansflokk-
urinn og Grupo Corpo hittast því
að þar tala menn saman og læra
hver af öðrum,“ segir Guðrún
og bætir við að það séu einmitt
stefnumót íslenskra og erlendra
listamanna sem skipti svo miklu
máli á Listahátíð.
Sem dæmi um slík stefnumót
bendir Guðrún á verkefnið Tár
Díónýsusar sem flutt verður á
miðvikudaginn í Háskólabíói.
Caput-hópurinn tekur þátt í upp-
færslunni ásamt nokkrum er-
lendum stofnunum og íslenskum
og erlendum listamönnum þar
sem kvikmyndalist, dans og tón-
list tvinnast saman á mjög nýstár-
legan hátt.
„Þetta er mjög spennandi verk-
efni sem er húið að vera lengi I
mótun og býður upp á skemmti-
lega samsuðu ólíkra listgreina,"
segir Guðrún.
Ópera sem gerist á íslandi
Annar viðburður sem Guðrúnu
finnst afar spennandi er uppfærsla
á óperunni Föðurlandið (Le Pays)
eftir franska tónskáldið Joseph-
Guy Ropartz. Hann skrifaði verkið
í byrjun síðustu aldar en þetta er
eina ópera heimsbókmenntanna
sem er samin af erlendu tónskáldi
og gerist á íslandi. Óperan fjallar
um franskan sjómann sem lifir af
sjóslys úti fyrir ströndum lands-
ins og verður ástfanginn af ís-
lenskri stúlku, en efni óperunnar
er byggt á sönnum atburðum sem
áttu sér stað við strendur Islands
árið 1873.
Það sem er óvenjulegt við Lista-
hátíð í ár er hversu mikið er af ráð-
stefnum og málþingum í tengslum
við hana. „Það er kannski tím-
anna tákn að menn vilji tjá sig
og tala um hlutina. Það verður
til dæmis haldið sérstakt þing
um breska leikskáldið Harold
Pinter í Þjóðleikhúsinu á sunnu-
dag. Einnig verður ráðstefna um
tónlist á vefnum sem verður afar
spennandi en meðal þátttakenda
þar er tónskáldið Paul Hoffert
sem meðal annars hefur verið líkt
við Bill Gates,“ segir Guðrún að
lokum.
Nánari upplýsingar um dagsrká
Listahátíðar má nálgast á vef hátíð-
arinnar www.listahatid.is.