blaðið - 12.05.2006, Side 16

blaðið - 12.05.2006, Side 16
16 I VEIÐI FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 blaöiö Sprenging í sölu á tvihendum Það er sama hversu flugan er veiði- leg og hversu marga fiska er að finna á breiðunni sem staðið er við - ekk- ert veiðist nema flugunni sé komið þangað sem fiskurinn liggur. Þeir sem stundað hafa fluguveiði vita að ef veiðimaðurinn er óvanur að kasta, vindur er mikill og áttin óheppileg getur ekki bara verið erfitt að koma flugunni á þennan ejna rétta stað, heldur getur einfaldlega aftur og aftur allt endað í hnút. Það að kasta flugu á stöng fyrir línu nr. o til 6 í miidum vindi er erf- itt og mikil barátta við línuna og nátt- úruöflin getur auðveldlega endað með pirringi og takmarkað hversu vel er hægt að njóta veiðinnar. Veiðimenn eru meðvitaðir um þetta og eru í auknum mæli farnir að útbúa sig til að geta brugðist við hvaða aðstæðum sem er. „Það er af sem áður var að menn voru með eina stöng fyrir línu átta eða níu og veiddu á hana hvað sem er,“ segr Ólafur Vigfússon, hjá Veiðihorninu. „Ég er sjálfur með stangaseríu með stöngum fyrir línur núll til átta og svo er ég með þrettán feta tvíhendu. Menn sem veiða eitthvað af viti eru margir komnir með svipaðan útbúnað,“ segir Ólafur. Hann segir ennfremur að vegna þessa hafi orðið mikil aukning í sölu á tvíhendum. Auðveldar í notkun „Ég hugsa að þetta hafi byrjað hjá dönskum náunga sem heitir Henrik Mortensen, en hann er yfirstanga- hönnuður hjá Sierra. Hann hefur verið mikið á fslandi undanfarin ár og hefur verið að kynna þennan skandinavíska kaststíl sem byggir á „underhand“ kasti. Þegar menn sjá hversu auðvelt það er að kasta flugu með tvíhendu á þennan hátt fara bataleioa Reynisvatn er mjög vinsælt hjá veiöimönnum enda nóg af fiski í vatninu og sjaldgæft að fólk fari tómhent heim. í vatninu er aöallega regnbogasilungur en einnig bleikja. Hægt er aö leigja stangir og báta og er aðstaðan tilvalin fyrir starfsmannahópa sem og veislur af ýmsu tagi. Á staðnum er veitingasala, fjöldi grilla, innisalur og útipallar. 561 0752 og 693 7101 Vönduð veiðsett Margar gerðir! Vandaður Fladen veiðíkassi á þremur hæðum ÍVandaðar tóskur Pþú kemur öllu Íveiðídótinu fyrir I þesséiri! Frábært verö! Vönduð 9 feta graphte flugustöng lM6ihólk Dfekabremsutíjól og auka spóla Lína og undidíno Box rn/50 flugum, háfur Taska, taumar, lykkjur Mikið úrval aí spúnurn a góðu verði! Powerstick Spinn kaststöng á frábæru verði! Gríðdílegt úrval yfir 200 tegundir Vandað lijól m/6 legum.aukaspóla og poki Vandað spinnhjö með 11 legum og 3 aukaspólum og poka á ótrúlegu verði! Vesturröst Öndunarvöðlur veró frá aðcns • q CW1 Fladen SjóstarigaveðiseU rr/inu q QCV1 •íðerns KT.iXvlAJ Silungaháfar verð frá Ur 70n. Sérverslun veiðimannsins Laugavegi 178 -105 Reykjavik - Slmar 551 6770 & 5S3 3380 - Fax 581 3751 vosturrost©mmedia.is - www.vesturro5t.is paiwa ORVIS' Ólafur Vigf ússon, hjá Veiðihorninu. þeir einfaldlega og fjárfesta í stöng. Það má segja að þetta sé mikil breyting frá því sem áður var. Auð- vitað var þetta þannig í árdaga flugu- veiðinnar að hér á landi voru menn með 16 til 18 feta tvíhendur að veiða. Svo tók við tímabil þar sem menn voru að kaupa léttari stangir. Nú er þróunin sú að menn vilja vera til- búnir fyrir hvað sem er og eru því með nokkrar einhendur og síðan bæta þeir tvíhendu í hópinn. Þessar stangir eru sífellt að verða nettari og nettari og til að mynda erum við að selja talsvert af 12,6 feta tvíhendum fyrir linu sex og sjö. Þessar stangir eru menn að nota bæði til að veiða silung og lax. Það er mis- skilningur að tvíhendur henti bara til laxveiði. Menn eru að veiða stóreflis urriða og bleikjur sem mjög gaman er að takast á við með svona stöngum. Kosturinn við tvíhendurnar er að auðvelt er að kasta flugunni með þeim, þú dekkar stærra veiðisvæði og stýrir flugunni betur en með ein- hendu. Ef þú ert til að mynda að veiða á stórri breiðu og veist hvar fiskurinn heldur sig á að vera auðvelt að koma flugunni til hans. Kostir tvfhendunnar fram yfir einhend- una er að auðveldara er að koma Ifnunni út og stýra flugunni í kastinu. Ódýrar tvíhendur í boði Það sem hefur líka áhrif er að veið- igræjur eru að verða sífellt ódýrari. Þegar við opnuðum verslunina hér árið 1998 kostuðu vöðlur í kringum 20 þúsund krónur. Nú er hægt að fá vöðlur fyrir undir 10 þúsund krónur. Það sama á við um allar veiðivörur - verðið hefur lækkað,“ segir Ólafur. Hann virðurkennir þó að tvi- hendur séu heldur dýrari veiðitæki en einhendurnar. „Það er þó hægt að fá þriggja hluta tvíhendu, diskabremsuhjól og skotlínu á tæpar 36 þúsund krónur hérna hjá okkur og þar er um fína stöng að ræða. Hins vegar get ég al- veg sett saman „pakka“ sem kostar hundruð þúsunda.“ FISHER’S Motion, Gore-Tex 6 laga Gore-Tex vöðlur og vöðlujakkar. I Drciftng: Veiðikúiil Hólmatlofl A, 101 Hev^avUt Simi: 562 0095 898 4047 fyrir aðeins 5000 krónur! Handbók meö ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.