blaðið - 12.05.2006, Page 20
ií *••• ...*!•**
>1 stjornusloðum
Margrét Hugrún skrifarfrá Aþenu
My stylist! My stylist!
Þá er komið að því. Hin alþjóðlega
ofurstjarna, Silvia Night, er farin
af stað til Aþenu með fylgdarliði
sem hæfir aðeins stjörnu af hennar
stærðargráðu. Lífverðir, fatahönn-
uðir, einkaþjálfari, umboðsmaður,
kvikmyndatökulið og ég... blaða-
kona Blaðsins, Margrét Hugrún
Gústavsdóttir. Ég ætla, líkt og
fleiri, að fylgja Silvíu hvert fótmál í
Aþenu og senda svo skýrslu heim á
skerið um hvernig henni gengur að
leggja undir sig Evrópu líkt og her-
foringi með gloss, hárlakk og vel
hert viðmót að vopni. Við höfum jú
öll áhuga á að vita hvernig þessari
heimskonu mun ganga að kynna
land og þjóð út á við, og innst
inni vonum við kannski að við
höfum ekki veðjað á rangan hest.
Það er líka eins gott að hafa vitni
sem flytur hlutlausar fréttir, því
Silvia Night er sjaldnast hlutlaus
þegar kemur að lýsingum á eigin
afrekum og ágæti.
Ferðalagið hófst klukkan fimm
í gærmorgun þegar Sirkus Silvia
Night hélt af stað út á Leifsstöð í
formi langrar bílalestar. Þar rak
hver svarti Range Roverinn næsta
og í einum þeirra sat súperstjarnan
sjálf á milli þrekvaxinna lífvarða
og át jarðarber sem hún skolaði
niður með kampavíni. Stjörnur
láta ekki bjóða sér neitt minna í
morgunverð.
Farangur stjörnunnar var heldur
ekki af skornum skammti. Stjörnur
eins og Silvia Night láta ekki sjá sig
oftar en hálfu sinnum í sömu föt-
unum og eins og allir vita eru fötin
hennar Silvíu ekki frá Sævari Karli.
Hún hefur EKKI einfaldan smekk.
Fjaðurskúfar, gylltar klær, höfuð-
skraut, farði fyrir heilan can-can
hóp, kanínueyru, gaddaólar...
Að koma sér í þessar múnder-
ingar tekur tíma og að innrita þær
á Leifsstöð krefst líka tíma og að-
stoðarfólks. Sér einhver Silvíu fyrir
sér að bera töskur? Nei.
Á Leifsstöðinni sjálfri lék hún á
alls oddi þó kúabændur væru ekki
einu sinni komnir á fætur, enda er
hún vön að vaka á nóttunni. Það er
kannski líka eins gott því partíin í
Aþenu munu verða ófá og þar þarf
hún virkilega á öllu Gingsenginu
að halda sem hún keypti í Tokyo.
Aðdáendur þyrptust að drottning-
unni hvar sem hún steig niður
fæti í stöðinni og einn bað meira
að segja um að fá að smella á hana
kossi, en fékk þvi miður neitun þó
hann mætti náðarsamlegast fá að
kyssa hanskann.
Að sjálfsögðu þurfti svo að kalla
hana upp um borð í vélina, en
þegar aðeins tíu mínútur voru
í að vélin átti að fara í loftið voru
hvorki hún né unnustinn, Romario,
komin um borð. Þegar þau heyrðu
kall flugfreyjunnar dröttuðust
þau af stað en þegar Silvía tók eftir
því að hárgreiðslu Romarios var
eitthvað ábótavant, hrópaði hún:
„My stylist! my stylist!“ þar til hár-
snyrtirinn sneri við á leið sinni í
landganginn og hljóp til baka með
bursta, gel og hárlakksbrúsa á lofti.
„You can't be on an aeroplane
with bad hair,“ sagði Silvía um leið
og hún skammaði Romario fyrir
trassaskapinn.
Já, hún er vissulega með forgangs-
röðina á hreinu þessi díva.
Meira á morgun...
Síðustu sætin
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á slðustu sætunum til Costa del Sol þann
18. maf. Þú bókar og tryggir þér saeti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar
þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér
sumarfrf á frábærum kjörum á vinsæl- imii|
asta sumarleyfisstað íslendinga. .JT;
Verð kr. 29.990
Netverð á mann, m.v. hjón meö
2 börn,2-11 ára.ííbúðfviku.Flug,
skattar,gisting og fslensk fararstjórn.
Aukavika kr. 10.000.
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/
stúdíó/fbúð f viku. Flug, skattar,
gisting og fslensk fararstjórn.
Aukavika kr. 10.000.
Heimsferðir
Margar brottfarir í júm og
ágúst að seljast upp
Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjöróur simi: 510 9500
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 blaöið
KOMIN f VIÐTAL. Hér náði Sigmar úr Kastljósinu Silvíu f stutt spjall, en orðið„fokking" kom ansi oft fyrir í því viðtali þó það stæði varla
lengur en í eina mínútu.
MEÐ TYGGJÓ Parið fagra komið á rauða dregilinn. Takið eftir tyggjóinu hans Ro- FAGURT FÖRUNEYTi Unnur Ösp, Selma og Jónatan
mario, en bæði eru þau mikið gefin fyrir jórturleður og eflaust á Silvía ekki eftir Garðarsson voru spræk við innritunina.
að taka það út úr sér þegar hún flytur lagið í Aþenu.
MEÐ HÁRIÐ f LAGI Það þurfti að kalla Silvíu og Romario upp til að mæta um borð í vélina en þau voru eðlilega allt of sein eins og stjörn-
um sæmir. Þrátt fyrir þetta fannst báðum nauðsynlegt að stoppa til að láta stílista parsins laga hárið á Romario á miðjum hlaupunum.
Silvía fylgist athugul með.
EKKIHRIFIN Dívan var ekki par hrifin af
því að þurfa að sýna vegabréfið sitt á leið
um borð.
fSLAND ÚBER ALLES Islensk með íslensk-
an borða og íslenskt vegabréf á leið til
Aþenu að syngja á enskri tungu. Svipur-
inn er aldeilis vígalegur á þessari förðuðu
fjallkonu.