blaðið - 12.05.2006, Page 24
24 I MENNING
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 blaðiö
f
Gæðingarnir í Nýlistasafninu
Sýningin Gæðingarnir með und-
irtitlinum In order of appearance
verður haldin í Nýlistasafninu 14.
maí til 10. júní, 2006 og í 100 sýn-
ingarsal Orkuveitu Reykjavíkur
14. maí til 4. júlí, 2006 í sam-
starfi við Listahátið í Reykjavík,
Glitni og Mondriaan listastofnun-
ina í Hollandi.
Sýningarstjóri sýningarinnar
Amalia Pica frá Argentínu segir
að titillinn skírskoti beint til þess
að samsýningar hafi alltaf heild-
arsvip en innihaldi þó sjálfstæða
einstaklinga. Listamennirnir eru
sammála um að vera meðvitaðir
um hugmyndina um menningarleg
samskipti og sýningin gefur þeim
tækifæri til að rannsaka og færa
fram sína gjörólíku sýn á hvað það
þýðir.
Meðal verkanna á sýningunni eru
kvikmyndir, verk gerð sérstaklega
fyrir þessa sýningu, verk sem voru
gerð í kjölfar heimsóknar listamann-
anna til íslands 2005 og önnur verk
sem voru sérstaklega valin með Is-
land í huga. Nokkur verkanna verða
utandyra og eitt þeirra til að mynda
við Köldukvísl í Mosfellsbæ vel sjá-
anlegt frá Vesturlandsvegi.
Sýningin gefur Islendingum ein-
stakt tækifæri á að kynnast verkum
ungra listamanna alls staðar að
Verk eftir Marco Pando frá Perú.
úr heiminum. Listamennirnir eru
átján og koma frá Argentínu, Perú,
Bóliviu, Japan, Kóreu, Thaílandi,
ísrael, Bosníu, Ungverjalandi,
Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi og
Bandaríkjunum. Auk þessara átján
taka sex íslenskir listamenn þátt í
sýningunni. Það er óhætt að segja
að flestir þessara listamanna hafa
nú þegar getið sér gott orð á mynd-
listarsviðinu og eiga örugglega eftir
að vera áberandi í alþjóðlegri mynd-
list þegar fram í sækir.
Það sem sameinar erlendu lista-
mennina er að þeir hafa nýlokið
tveggja ára vinnustofudvöl hjá
Rijksakademie í Amsterdam og
komu hér til íslands fyrir ári síðan.
Rijksakademie er heimsþekkt lista-
stofnun sem er orðin eins konar
samkomustaður ungra listamanna
úr öllum heimshornum, þar sem
Verk eftir hina hollensku Yasmijn Karhof.
þeir geta átt samfélag, unnið að til-
raunum og sett upp sýningar.
I sýningunni taka þátt: Eylem
Aladogan (Holland), Narda Fabiola
Alvarado (Bólivia), Eef Augustin
(Holland), Tim Braden (Bretland),
Heidi Lynn Ganshaw (Bandaríkin),
Goh Ideta (Japan), Yasmijn Karhof
(Holland), Sung Hwan Kim (Kórea),
Judith Kurtag (Ungverjaland), Tine
Meltzer (Þýskaland), Alon Levin
(ísrael), Marco Pando Quevedo
(Perú), Ryan Parteka (Bandaríkin),
Amalia Pica (Argentína), Sudsiri
Pui-Ock Tæland), Igor Sevcuk (Bo-
snía), Mieke Van de Voort (Hol-
land), Helen Verhoeven (Holland)
og frá íslandi: Geirþrúður Finn-
bogadóttir, Ragnar Kjartansson,
Ingi Rafn Steinarsson, Haraldur
Jónsson, Sara Björnsdóttir og Halla
Gunnarsdóttir.
TIL AFHENDINGAR STRAX
Blucamp Sky 20, Ford 125 hestöfl TDCI,
lengd 6,3m. svefnpláss fyrir 4,
loftkæling, rafm. rúður, tveir airbag, geislaspilari m/fjarstýringu.
verð: 4,5 skráður
Rockwood
Ford Ecomoline V8 Sjálfskiptur
Einn með öllu
kr. 3.300.000.-
Hjólhýsi ný og notuð af öllum Hobby T 650 FSC
gerðum og verðum. Nýr 2006 Ford 125 Hest 2,0L TDCI
Lengd 6,9 m svefnpláss fyrir 4,abs
bremsur, geislaspilari með
fjarstýringu, kr. 5.750,000
Bilexport á íslandi ehf. WWW.bilexport.dk
Upplýsingar veitir Bóas í síma 0045-40110007 eöa 0049 175 2711 783
Ný Spiderwick bók
Bókaforlagið Skrudda
hefur sent frá sér þriðju
bókina í Spiderwick
bókaflokknum. Bókin
nefnist Leyndarmál Lús-
indu. Höfundur er Holly
Black og um myndskreyt-
ingar sér Tony DiTerlizzi.
Þýðandi er Böðvar Guð-
mundsson. Þrír venju-
legir krakkar, Jared,
Simon og Mallory Grace,
hafa farið inn í annan
heim, án þess að yfirgefa
þennan. Búálfar, svartálfar,
tröll og huldufólk koma við
sögu í þessu æsispennandi
ævintýri. Þetta er þriðja
bók af fimm. Fyrstu tvær
bækurnar komu út fyrir síð-
ustu jól og fengu afbragðs
viðtökur.
SU DOKU talnaþrautir
Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóðrétt i reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
í hverri línu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
níu reita fylkis. Unnt er aö
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
8 3 2
9 6 3 8
7 2 5 6
9 8 5
3 5 9
6 4 8 7 3
4 6 1
6 1 7 9 8
5 1 6
Lausn siðustu gátu
9 3 1 2 4 S 6 8 7
4 5 8 6 7 9 2 3 1
6 7 2 8 1 3 9 4 5
5 4 7 1 6 8 3 9 2
1 6 9 3 5 2 4 7 8
8 2 3 4 9 7 5 1 6
7 9 4 5 2 1 8 6 3
2 8 6 7 3 4 1 5 9
3 1 5 9 8 6 7 2 4
heimita og fyrirtækja
alla virka daga ■ i
SUDDKUBHDP- IS @6610015