blaðið - 23.05.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 23.05.2006, Blaðsíða 18
26 1 FJÖLSKYLDAN ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2006 blaöiö Jónas Guðmundsson segir mikil upplifun að ferðast innanlands. BlalmtemarHugi 1Jtivera íyrír hinn al- menna íerðamann I næstu viku kemur út nýtt tölublað útivistatímaritsins Útiveru. Jónas Guðmundsson segir þetta tölu- blað verða óvenju efnismikið eða íoo blaðsíður og þar verði fjallað um gönguleiðir, sagt frá spenn- andi útivistarsvæðum hérlendis sem erlendis, gerð búnaðarúttekt á bakpokum og farið í hvernig bakpokar henti best í ferðirnar. „í tengslum við tímaritið Útiveru er vefslóðin utivera.is þar sem finna má margar góðar ráðlegg- ingar og annað sem viðkemur úti- vist. Þannig er á síðunni viðburða- dagatal þar sem gefur að líta þær gönguferðir sem eru í gangi frá degi til dags.“ Jónas segir að nýlega hafi síðan verið endurbætt og meðal nýjunga er umræðuvefur sem er öllum op- inn en þar getur fólk leitað ráða varðandi ferðalög, auglýst eftir ferðafélögum og fleiru. Á síðunni er einnig að finna þjónustuskrá og þar er hægt að finna upplýsingar um útivistarverslanir, ferðaþjón- ustuaðila og aðra sem tengjast útivist og ferðalögum. „I síðustu tölublöðum Útiveru hefur verið fjallað um Landið sem hverfur og í þessu tölublað lýkur þeirri ritröð með grein Hallveigar Thorlacius um fossaröð Jökulsár á Fjöllum. Þess má geta að nú í sumar eru síð- ustu forvöð að sjá þetta svæði sem hverfur undir vatn með tilkomu Ká rah nj úkavirkjunar." Upplýsingavefur um tjald- stæði væntanlegur Þá segir Jónas að nú i lok maí verði opnaður nýr vefur, www.tjaldsta- edi.is þar sem verður að finna lista yfir tjaldstæði, verð á gist- Útivera er full af fróðleik fyrir áhuga- fólk um ferðalög. ingu á þeim og áhugaverða staði í nágrenni þeirra auk annars efnis fyrir tjaldferðalanga. Jónas hefur sjálfur starfað sem leiðsögumaður og stundað göngu- ferðir áratugum saman. „Það er mikil upplifun að ferðast inn- anlands og bæði afslöppun fyrir sál og líkama að vera í þögninni sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða.“ Jónas segir að síðustu árin hafi orðið mikil breyting á lífsstíl íslendinga og sá hópur sem stundar útivist hafi stækkað. „Þá má að sjálfsögðu ekki gleyma sófa- ferðamanninum sem upplifir ferð- irnar í gegnum umfjöllun í blað- inu úr sófanum heima hjá sér og fær kannski ferðabakteríuna upp úr því.“ Jónas segir tímaritið Úti- veru að stærstum hluta vera fyrir hinn almenna útivistarmann en hluta þess fyrir lengra komna. h ugrun@bladid. net BARNABÍLSTÓLAR HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞIÐ MIKIÐ ÚRVAL AF B ARNABILSTÓLUM Blaðið/lngó Það margborgar sig að undirbúa ferðalög innanlands vel til að þau verði sem ánægjulegust fyrir alla og að fjölskyldan komi heil heim. Gátlisti fyrir ferðalagið Blaðið/EinarJ. Án efa eru margir farnir að huga að sumarfríi fjölskyldunnar um þessar mundir enda bíður sumarið handan við hornið þrátt fyrir hryssingslegt veður og kulda að undanförnu. Að mörgu er að hyggja áður en lagt er í ferðalag og góður undirbúningur getur gert ferðalagið mun ánægju- legra en ella. Kynnið ykkur þann stað sem þið hyggist heimsækja áður en þið leggið í hann. Lesið ykkur til í bókum og aflið upplýsinga á Netinu. Finnið út hvað hægt er að sjá og gera sér til skemmtunar. Eru einhver söfn eða náttúruperlur á staðnum sem gaman væri að skoða? Hvað hefur staðurinn upp á að bjóða fyrir börnin? Síðast en ekki síst er gott að kynna sér sögu þeirra staða sem maður hyggst heimsækja enda fær maður miklu meira út úr ferðalag- inu ef maður getur tengt það sem maður sér við nafnkunnugt fólk frá fyrri tíð og sögulega atburði. Ekki er vitlaust að hafa bæklinga og ferða- mannabækur í hanskahólfinu. Spyrjið heimamenn Gerið grófa áætlun um hvað þið viljið sjá og skoða en verið jafn- framt tilbúin til að breyta út af áætluninni ef eitthvað annað kemur upp á. Ekki hika við að leita ráða hjá heimamönnum enda gefa þeir manni oft ábendingar um skemmtilega og áhugaverða staði sem er ekki endilega fjallað um í ferðamannabæklingum. Skynsamlegt er að ganga frá bókun gistingar áður en haldið er út á þjóðveginn enda er ekki skemmti- legt að uppgötva þegar maður kemur örþreyttur á áfangastað eftir langa ökuferð að öll gistipláss séu uppbókuð. Ekki halda vanbúin af stað. Miðið farangur og útbúnað við aðstæður hverju sinni og gleymið ekki að ís- lensk veðrátta getur sýnt á sér margar hliðar, jafnvel um mitt sumar. Er bíllinn í lagi? Gangið úr skugga um að bíllinn sé í góðu ástandi og að allur búnaður hans virki sem skyldi áður en lagt er út á þjóðveginn. Hafið með ykkur nauðsynlega varahluti, athugið stöðu vökva, ástand hjólbarða og svo framvegis. Verið viss um að varadekkið sé í lagi enda getur verið heldur leiðinlegt að komast að því að svo sé ekki þegar springur á dekk- inu fjarri mannabyggðum. Takið ykkur hvíld frá akstri öðru hverju til að hreyfa ykkur eða mat- ast. Löng ökuferð og hreyfingarleysi leiðir til stirðleika, þreytu og van- líðan ökumanns og farþega. Sérstak- lega er mikilvægt að börnin fái tæki- færi til að hreyfa sig öðru hverju enda þreytast þau fyrr en fullorðnir í bíl og verða eirðarlaus. Takið með bækur, leikföng, spil til að stytta börnunum stundir í bílnum. Einnig er ekki vitlaust að taka með hljóðbók eða geisladisk með barnaefni til að gera þeim öku- ferðina bærilegri. Ekki er síður mik- ilvægt að barnaefni á geisladiskum sé foreldrum þolanlegt. Skiptist á að aka ef þið hafið tök á því. Það er lýjandi fyrir einn og sama ökumanninn að sitja lengi undir stýri og eftir því sem hann verður þreyttari eykst hætta á að hann geri mistök eða verði eitthvað á í umferðinni. Góða ferð! Þumalína í 30 ár fyrir mæður og börn Silkimjúkar ungbarnagærur með gæoastimpli ISO 19001 Umhverfisvænar bleyjur: Engir ruslahaugar, engin mengun, \ engin sveppasýking, engin vandræði og kostar Irtið. t*. r t 9*jf*** •'4& * > Yndisleg ullarteppi, húfur, sokkar, vettlingar, nærföt og fyrirburafatnaður í úrvali. I heilsuhorni Þumalínu færðu gullverðlauna- hljóðbylgjutækið NOVAFON til heimanotkunar Lífrænar meðgöngu- og barnasnyrtivörur, heilsudrykki, eðalolíur og krem fyrir alla fjölskylduna. r •' s * m Kíktu inn M Þumalína í 30 ár, Skólavörðustíg 41 s.551-2136 www.thumalina.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.