blaðið - 23.05.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 23.05.2006, Blaðsíða 16
16 I WEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2006 blaðið Sparnaðarráð vikunnar Kaupa meira magn ogfrysta í nútímasamfélagi vilja flestir kaupa ferska vöru því oft er varan sem keypt er ætluð í matinn sama dag. Það má hins vegar gera mun hagstæðari kaup með því að kaupa frosna vöru og hér er ekki verið að tala um Kína-rúllur eða hvítlauks- brauð heldur kjöt og fisk sem búið er að frysta og selst oft í meira magni en ferskar afurðir. Til þess að þetta sé möguleiki er nauðsynlegt að eiga rúmgott frystihólf. Þetta krefst þess líka að máltiðir séu skipulagðar nokkra daga fram í tímann en þetta sparar aurinn, bæði í hagstæðari inn- kaupum og að því leyti að sjaldnar þarf að fara í verslun. Ástand raflagna á tjald- stæði víða ábótavant Á síðasta ári fékk Neytendastofa rökstuddar ábendingar um að ástand raflagna á tjaldstæðum og öðrum stöðum þar sem mögu- leiki er að tengja hjólhýsi og hús- bíla við rafmagn kynni að vera ábótavant að því er fram kemur á heimasíðu Neytendastofu. { könnuninni voru 24 tjaldstæði viðsvegar um landið skoðuð en skoðanirnar fóru fram af óháðum faggiltum skoðunarstofum. Niður- stöður könnunarinnar leiddu í ljós að þær athugasemdir sem koma fyrir í flestum skoðunum voru gerðar við merkingu tölvubúnaðar eða í 75% tilfella, við tengla í 67% til- fella og við lekastraumrofvörn í 54% tilfella. Þá vekur athygli hversu víða röng gerð tengla var notuð við teng- ingar á hjólhýsum og húsbílum. Eigendur eða umsjónamenn þeirra tjaldstæða sem skoðuð voru fengu í öllum tilfellum afrit af skoð- unarskýrslu þar sem fram komu athugasemdir, alvarleiki þeirra og frestur til úrbóta. I skýrslu Neytendastofu kemur fram að eigendur og umsjónamenn tjaldstæða beri ábyrgð á ástandi raf- lagna og þess rafbúnaðar sem þar er notaður. Neytendastofa hvetur því til þess að þeir umgangist allan raf- búnað af varfærni og nota eingöngu búnað sem hæfir aðstæðum. Netbankinn hækkar vexti Frá og með gærdeginum hækkaði Netbankinn vexti óverðtryggðra innlána og útlána um 0.75% og verð- tryggða vexti um allt að 0,30%. Þessi hækkun kemur í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabanka Islands. Verðtryggð íbúðalán Netbank- ans með föstum vöxtum hækka frá 4,60% upp í 4,90%. Jafnframt hækka vextir á íbúðaláni II með breyti- legum vöxtum um 0,20% og verða frá 5,60% til 7,10%. íbúðalán Net- bankans eru án skilyrða um önnur viðskipti og þeir viðskipavinir sem eru nú þegar með íbúðalán hjá Net- bankanum halda sínum kjörum óbreyttum. Vextir á óverðtryggðum markaðs- reikningi hafa hækkað um allt að 0,75% og ber nú efsta þrepið 11,65% vexti. Vextir á innlánsreikningum debetkorta og annarra veltureikn- inga hækka um 0,35-0,50%. Verð- tryggðir innlánsreikningar hækka um allt að 0,30%. Flestir ánœgðir með heilbrigðiseftirlitið Starfsleyfisskyld fyrirtæki eru m.a. læknastofur sem fá þjónustu heilbrigðisfulltrúa. Nýleg könnun sem gerð var af IMG Gallup sýnir að mikil ánægja mæld- ist meðal Umhverfissviðs Reykjavík- urborgar vegna heilbrigðiseftirlits og vöktunar. Þetta kemur fram á umhverfissvid.is. Sömuleiðis mæld- ist mikil ánægja með viðmót heil- brigðsfulltrúa sem fara í eftirlit hjá starfsleyfisskyldum fyrirtækjum. Sjötíu og sjö prósent svarenda voru ánægðir með þjónustu heilbrigðis- eftirlitsins og 82% svarenda töldu viðmót heilbrigðisfulltrúa gott. Svarhlutfall könnunarinnar var 50% eða 132 manns sem skiputust á eftirfarandi fyrirtækjaflokka: Skóla og leikskóla, snyrti- og hársnyrti- stofur, veitingahús og matsölustaði, tannlæknastofur og annað. Átján prósent svarenda töldu þjónustu heilbrigðiseftirlitsins hvorki góða né slæma en 4,9% töldu hana slæma. Langstærstur hluti svarenda, eða 82% töldu viðmót heilbrigðisfulltrúa gott, 10,9% hvorki gott né slæmt og 8% töldu það slæmt. Niðurstöðurnar eru ánægjulegar Þau fyrirtæki sem eru starfsleyfis- skyld, og fá þjónustu heilbrigðisfull- trúa eru fyrirtæki sem til að mynda framleiða og dreifa matvælum, hvers konar fyrirtæki sem veita per- sónulega þjónustu s.s. skrifstofur, læknastofur, skólar, líkamsræktar- stöðvar auk allra fyrirtækja sem eru með mengandi starfsemi eða hafa mengun í för með sér. Árný Sigurð- ardóttir forstöðumaður heilbrigðis- eftirlitsins og vöktunar á Umhverf- issviði Reykjavíkurborgar er mjög ánægð með niðurstöður könnunar- innar. „Þetta er góð niðurstaða sér- staklega í ljósi neikvæðrar umræðu undanfarið um “eftirlitsiðnaðinn” eins og hann er stundum kallaður." Árný segir að þess beri að geta að þjónusta heilbrigðiseftirlitsins sé sér- stæð því hún sé lögboðin en ekki eitt- hvað sem rekstraraðilar fyrirtækja velja sjálfir og henni geta fylgt kröfur um umbætur. „Langflestir eftirlits- þegar okkar eru ánægðir með heil- brigðiseftirlitið og finnst sjálfsagt að fá heilbrigðisfulltrúa í heimsókn sem fer yfir stöðuna og segir til um úrbætur um alla þá þætti sem heil- brigðiseftirlit tekur til.“ AO Sprengisandur Kópavogsbraut Óseyrarbraut «rUNTKH.n 122,9 kr. 122,9 kr.. 122,9 kr.. CyeGO Vatnagarðar Fellsmúli Salavegur 122,9 kr.. 122,9 kr. 122,9 kr.. eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana benstns ORKAN Eiðistorg 122,8 kr. Klettagörðum 122,8 kr. Skemmuvegur 122,8 kr. CB Arnarsmári 122,9 kr. Gylfaflöt 123,9 kr. Starengi 122,9 kr. Snorrabraut 122,9 kr. Bústaðarvegur 124,1 kr. Bensínverð lælckar um eina krónu f síðustu viku lækkaði verð á 9; oktana bensíni um eina krónu og er skýring lækkunarinnar lækkandi heimsmarkaðsverð auk styrkari stöðu krónunnar gagn- vart bandaríkjadollar. Lægsta verðið þessa vikuna er hjá afgreiðslustöðvum Orkunnar sem selur lítrann af 95 oktana bensíni á 122,8 krónur. Fast á hæla Orkunnar koma svo Atlantsolía, Ego og ÓB sem selja lítrann á 122,9 krónur. Hæsta verðið þessa vikuna er á afgreiðslustöðvum Essó, ásamt sumum afgreiðslustöðvum Olís og Shell. hugrun@bladid.net Nýr BMW framsýndur I gærkvöldi var heimsfrumsýning á BMW Z4 í sýningarsal B&L að Grjót- hálsi 1. Þetta er fyrsti viðburður sinnar tegundar á íslandi og í fyrsta sinn sem BMW heldur hér sýningu af þessari stærðargráðu. Gert er ráð fyrir 300 boðsgestum á sýninguna bæði innlendum og erlendum. Sam- hliða Z4 Coupé heimsfrumsýning- unni veður Z4 Roadster blæjubíllinn jafnframt sýndur í fyrsta sinn hér á landi en hann kom á markað með nýtt útlit og nýjan búnað síðastliðið vor. BMW Coupé og BMW Roadster verða til sýnis laugardaginn 27 maí frá kl 12-16 í sýningarsal B&L. Að sögn kynningarstjóra B&L er enn ekki búið að fastsetja verð á BMW Coupé en ekki er ólíklegt að það verði á svipuðu verði og BMW Roadster sem er á verðbilinu 3-7 milljónir. BMW Z4 línan kom fyrst á markað árið 1996 og þótti hleypa BMW Z4 Coupé verður til sýnis í sýningarsal B&L næstkomandi laugardag. nýju lífi í evrópsku sportbílahefðina. Það er svo eflaust engin tilviljun að Z4 Coupé, fysta Coupé-útgáfa lín- unnar kemur til skjalanna á tíu ára afmæli hennar, en með þessum úr- valssportbíl er BMW enn á ný að leggja hönd að mótun hraðskreiðra úrvalsbifreiða.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.