blaðið - 23.05.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 23.05.2006, Blaðsíða 30
38 I FÓLK ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2006 blaðið SPARNAÐUR Nú kalla stjórnmálamenn á aukinn sparn- að hjá landsmönnum. Að þeirra mati erum við of miklar eyðsluklær og tími kominn til að eyða í sparnað. I fljótu bragði sýnist Smáborgaranum þetta vera frekar göfugt markmið. En þegar nánar er að gáð kemur babbi'bátinn. Gott að eiga bensíng leypir Ríkið er svo vinalegt að taka strax þriðj- ung af áunnum launum um hver mánaða- mót í tekjuskatt. Það er lítið við því að gera enda kostar eitthvað að halda hér uppi lágmarks þjónustu. Að mati Smáborgar- ans væri þetta bara sanngjarnt og fínt þ.e. ef að dæminu lyki hér. En þetta er bara byrjunin. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar notar einstaklingur um 15% af launum sínum til að versla inn hvers konar mat- væli. Rúmur helmingur af þeim kostnaði er tilkominn vegna opinberrar álagningar í formi tolla, virðisaukaskatts og annarra gjalda. Þannig sýndi nýleg skýrsla fram á að matvælaverð hér á landi væri allt að 47% hærra en í nágrannalöndunum. Helsta skýringin var ekki fákeppni á mark- aði eins og sumir kynnu að halda heldur tollar og innflutningsgjöld sem ríkið legg- ur á vörurnar. Þetta eru sláandi tölur að mati Smáborgarans og dæminu lýkur alls ekki hér. Flest heimili í landinu reka og þurfa á bíl að halda. Þrátt fyrir göfug markmið hinn- ar nýju samgöngustefnu Reykjavíkur - þar sem hjólreiðum er stillt fram sem valkosti - er hin napurlega staðreynd sú að í þessari dreifbýlisborg er ómögulegt að komast á milli staða án einkabíls. Að reka bíl kostar sitt og þar leggur ríkið að sjálfsögðu sitt á vogarskálarnar. Ekki bara þurfa einstak- lingar að greiða sérstakt innflutningsgjald af hverri bifreið heldur í ofanálag tekur ríkið 67 krónur af heildarverði hvers bens- (nlitra. Til að kóróna þetta allt saman er fólki sem kýs að aka um á sparneytnum bil refsað sérstaklega. Þannig eru lögð 30% vörugjöld á sparneytna bíla en rétt um 13% gjöld á bandaríska bensínsgleypa. Smáborgarinn gæti haldið áfram að telja upp öll þau göld og þá skatta sem lagðir eru á borgara þessa lands. En þegar upp er staðið er staðreyndin sú að fæstir hafa efni á að leggja krónu í sparnað eftir að rik- ið hefur tekið til sin obbann af laununum. Þannig að í stað þess aðtala endalaust um sparnað ættu pólitíkusar að reyna að finna út hvernig þeir geta rýmkað fjárhag heim- ilanna í landinu. Þá væri gott að byrja á niðurskurði hjá hinu opinbera sem hefurá síðasta áratug sogað til sín meira og meira afskattpeningunum.. Mason lemur húðir Nick Mason, trommuleikari Pink Floyd, mun koma til Islands og spila á tónleikum Roger Waters, sem verða í Egilshöll 12. júní næst- komandi en þetta hefur nýlega verið staðfest. Mason mun spila á seinna hluta tónleikanna, efni af plötunni Dark Side Of The Moon og svo í uppklappslögum. Þess má einnig geta að heyrst hefur að Roger Wat- ers hafi haft sambandi við bæði Dav- id Gilmore gítarleikara Pink Floyd og Rick Wright hljómborðsleikara Pink Floyd og boðið þeim að spila á nokkrum hljómleikum í hljóm- leikaferð sinni um Evrópu. Ekki er vitað að svo stöddu hvort þeir muni koma en hljómleikahaldararnir ís- lensku eru í stöðugu sambandi við umboðsmenn erlendis vegna þessa. HVAÐ FINNST ÞÉR? Geir Ólafsson, söngvari Tekur þú áskoruninni? „Ég hef sagt það margoft að ég er maðurinn í þessa keppni. Fái ég tæki- færi til þess að fara út fyrir íslands hönd, þá mun ég sigra þessa keppni. Ég er að gera þetta frá mínum dýpstu hjartarótum og þegar ég fæ að taka þátt fyrir hönd þjóðar minnar þá gef ég mig 100% í það. Það þarf að leggja allt í þetta, og ég er tilbúinn til þess.“ Eftir ófarir Silvíu Nóttar í Aþenu var skorað á Geir Ólafsson í heilsíðuauglýsingu að taka að sér að koma fram fyrir hönd Islands í næstu Eurovisionkeppni. Stífar æfingar Nú styttist í Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Þýska- landi. Æfingar eru á fullu en af flest- um sparkspekingum er Brasilía talið langsigurstranglegasta þjóðin sem oft áður Kemur Pink Floyd saman á ný? Stórfengleg sýning Stærsta hljóðkerfi, sem sett hefur verið upp á fslandi, verður notað í Egilshöll á hljómleikum Roger Waters, þar á meðal fullkomið 360 gráðu surround kerfi. Stórkostleg ljósasýning verður á hljómleikun- um og verður Roger sérstaklega með risaljósahring, sem einkennt hefur hljómleika Pink Floyd í gegn um tíðina. Ég finn ekki miðann. Láttu mig fá fallegan bláan frakka. HEYRST HEFUR... Björn Ingi Hrafnsson lýsti á dögunum þeirri skoðun sinni hér í Blaðinu, að þegar hluturReykja- víkurborgar í Landsvirkj- un væri seldur væri réttast að eigendurnir fengju arð- inn í sínar hendur fremur en að stjórn- málamenn kæmu honum í lóg. Upphæðin næmi um kvartmillj- ón á hvern Reykvíking, menn, konur og börn, eins og skáldið kvað. Urðu margir til þess að gagnrýna þessa tillögu og var talað um að hann væri að reyna atkvæðakaup með þessum hætti og ósmekkleg yfirboð. Yf- irboðunum virðist þó ekki ætla að linna, því í gær dundi skæða- drífa SMS-skeyta yfir borgar- búa frá Samfylkingunni: „Yfir 30 þús. króna kjarabót á mán- uði. Kjósum Samfylkingu. Kjós- um gjaldfrjálsan leikskóla." Það munar um minna, því 30.000 kr. á mánuði nema 1.440.000 krónum á kjörtímabilinu. Ljóst má vera að góðærið er ekki á enda hvað sem hver segir... Enda þótt kosningabaráttan hafi þótt fremur daufleg og lítt á neikvæðu nótunum, tekur hún á sig ýmsar myndir.mis- fagrar. í síð- I ustu viku 1 M var þannig haldinn síð- V ffllwi asti fundur hverfisráðs Grafarvogs, en þau áttu sem kunnugt er að vera upphaf íbúalýðræðisvæðingar borgarinnar. Stefán Jón Haf- stein kynnti þar tillögu um að hvert foreldraráð borgarinnar fengi 150.000 króna framlag, en Elísabet Gísladóttir, einn helsti forvígismaður íbúasamtaka Grafarvogs, lýsti efasemdum sinum um þá ráðstöfun, því víða skorti fé en ekki hefði kom- ið fram nein sérstök fjárþörf foreldraráða. Stefán Jón brást hart við þessari gagnrýni og sneri vörn í sókn. Benti hann Elísabetu á að hún væri aðeins áheyrnarfulltrúi á fundinum, ætti því ekkert upp á dekk og setti svo harkalega ofan í hana að hún brast í grát. Þótti við- stöddum sem samræðustjórn- málin og íbúalýðræðið hefðu farið fyrir lítið... Egill Helgason hefur aftur á móti allt aðrar áhyggjur af kosningabaráttunni. Hann bendir á að nú sé ekki nema aldar- fjórðungur þangað til hann verði sjötugur og að það sé styttra þang- að til hann verði lögformlegt gamalmenni en síðan hann hafi verið unglingur. Síðan ljóstrar Egill upp um það að hann hafi ekki gaman af því að syngja „Fyrr var oft í koti kátt“ í hópi fólks, kveðst ekki eiga von á að það breytist í bráð og segist raunar ekki þekkja neinn full- orðinn, sem hafi unun af því um líku. Agli ofbýður því kosn- ingabaráttan: „Mesta nýjung í kosningabaráttunni er að fara á staði þar sem býr gamalt fólk og láta það syngja fjöldasöng. Þetta er hrollvekjandi tilhugs- un. Fólk verður ekki fífl bara af því það er gamalt."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.