blaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 12.07.2006, Blaðsíða 1
vvww. vedur. is \g& VEÐURSTOFÁ ' Veðursíminn 902 0600 ^ ÍSLANDS FERÐALOG OG UTIVIST MIÐVIKUDAGUR12. JÚLÍ 2006 14 Allt að gerast um versl- unarmannahelgina 16 Góðar hótelgist- ingará íslandi 18 Hoppferðir í sól- ina seljast upp 18 Ódýrari símtöl milli landa 29 Húnavaka 2006 á Blönduósi AUGLÝSINGASÍMIAUKABLAÐA 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net tvft Glaðir liðsmenn Göngu-Hrólfs eru hér staddir á smyglarstígnum svokallaða sem er að finna á eyjunnni Mallorca. Göngu-Hrólfur leggur heiminn að fótum sér Á vegum ferðaskrifstofunnar Úrval Útsýn er starfandi klúbbur sem kall- ar sig Göngu-Hrólfur. Undir flaggi klúbbsins hafa verið farnar göngu- ferðir erlendis í ein átta ár þó að hóp- urinn hafi óformlega haldið í sina fyrstu ferð töluvert áður. Upphaflega gekk hópurinn um á Mallorca þar sem sannarlega eru æv- intýralegar gönguleiðir. Þar er hægt að troða í fótspor smyglara, píla- gríma og erkihertoga svo fátt eitt sé nefnt og þá á eftir að minnast á stór- brotna náttúrufegurð og dásamlega veðurblíðu. „Það má með sanni segja að það sé einstök upplifun að nota eigin orku til þess að ganga um í fríinu sínu og koma svo endurnærður til baka, bæði á sál og líkama. Og ekki er verra að geta tekið sér auka viku á sólarströnd til þess að slaka bara á,“ segir Stein- unn Harðardóttir, fararstjóri Göngu- Hrólfs og upphafsmaður klúbbsins. „Fljótlega eftir að Mallorca ferðirn- ar hófust, bættust fleiri áfangastaðir við og má þar t.d. nefna ævintýra- lega ferð um þjóðgarða Spánar sem liggja í Pýreneja fjöllum, Toscana á Ítalíu þar sem búið er í eyðidölum og gengið um marmarafjöll og fjalla- hryggi, Krít á Grikklandi þar sem gengið er niður gil og meðfram suð- urströnd Krítar þar sem göngumenn geta skolað fætur í svalandi sjónum á milli tarna,“ segir Steinunn að lok- um og bætir því við að í haust muni vera gengið eftir svokallaðri Lykiu leið á Tyrklandi, sem var valin ein af tíu fallegustu gönguleiðum í heimi af Sunday Times. Meira um dagskrá Göngu-Hrófls má lesa á vefsíðunni www.gongu- hrolfur.is. ■eland es of exp&rts Leyndardómar Mýrdalsjökuls sem umlykur eldfjallið Kötlu Persónuleg þjónusta fagfólks með áratuga reynslu SNJÓSLEÐAFERÐIR OG JEPPAFERÐIR SÍMI: 487 1500,893 3445 WWW.SNOW.IS ARCANUM ADVENTURE TOURS adventure architects / tour guides extraordinaire

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.