blaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTIR MÁNÚDAGUR 28. ÁGÖST2006 biaóió Innbrot: Ólöglegur sundsprettur Þrír einstaklingar voru handteknir aðfaranótt sunnu- dags eftir að þeir brutust inn í Sundlaug Breiðholts og fengu sér sundsprett. Fimmtán manns voru í lauginni þegar lögreglan kom en flestir forðuðu sér hið fyrsta. Þrír urðu þó eftir og voru handteknir. Þeir máttu dúsa í fangageymslum lögreglunnar og mega búast við því að verða ákaerðir fyrir athæfið. Einkaskólar: Fagna leikskólaráði Stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla býður nýtt leikskólaráð og menntaráð velkomið til starfa í Reykjavík í ályktun sem hún sendi frá sér í gær. Vonast samtökin til þess að með tilkomu sérstaks leikskóla- ráðs muni málefni leikskóla verða enn meir í brennidepli. Lýsa þau þvi yfir að þau séu reiðubúin til víðtæks samstarfs um skólamálefnin. Ölvunarakstur: Stútar undir stýri Níu einstaklingar voru teknir ölvaðir undir stýri i Reykjavik aðfaranótt sunnudags. Einn þeirra sem lögreglan hafði afskipti af var einstak- lingur sem álpaðist til þess að keyra á ljósastaur. Þeim bíltrúr lauk með því að maðurinn þurfti að leita sér aðstoðar á spítala. Hann er grunaður um ölvun. Flóttamenn á íslandi Flýja slæmt atvinnuástand á landsbyggðinni Mynd/Kristlnn JfciSi, Rf WSm i -:'j gil Flóttamenn á íslandi: Sækja í þjónustu á höfuðborgarsvæði ■ Halda hópinn ■ Vilja frekar búa á höfuðborgarsvæðinu Eftir Höskuld Kára Schram hoskudlur@bladid.net Slæmt atvinnuástand og lágt þjón- ustustig er talið vera ein helsta ástæða þess að flóttamenn tolla ekki á landsbyggðinni. Formaður Rauða krossins í Austur-Húnavatnssýslu segir flóttafólkið hafa verið mjög samrýmt og þegar ein fjölskylda hafi farið til Reykjavíkur hafi önnur fylgt eftir á. Fjölmennari sveitarfé- lög henta flóttafólki betur að mati framkvæmdastjóra Rauða krossins á Akureyri. Hærra þjónustustig „Það sem er öðruvísi hérna fyrir norðan er að samfélagið er stærra. Það eru meiri möguleikar á atvinnu og öll skólastig fyrir hendi,“ segir Hafsteinn Jakobsson, framkvæmda- stjóri Rauða krossins á Akureyri. Hann telur erfitt atvinnuástand og einhæfari atvinnumöguleika í sumum smærri sveitarfélögum hafi valdið því að flóttafólk hafi kosið að flytjast á höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt upplýsingum frá Utlend- ingastofu hafa um 250 flóttamenn komið hingað til lands á síðast- liðnum áratug. Flestum þeirra var upphaflega veitt skjól i smærri sam- félögum úti á landi en þeir hafa nær allir flutt á höfuðborgarsvæðið eftir að aðlögunartíma lauk. Aðeins 24 manna hópur sem fór til Akureyrar árið 2003 býr þar ennþá. Að sögn Hafsteins hafa allir flótta- mennirnir þar sótt um endurnýjað dvalarleyfi og gerir hann ráð fyrir því að þeir verði orðnir fullgildir rík- isborgarar eftir tvö ár. Hann segir ennfremur að þó smærri samfélög henti kannski betur hvað aðlögun varðar geti lágt þjónustustig valdið því að flóttafólk kjósi að flytja. „Á sumum stöðum var atvinnu- ástandið afar erfitt eins og til dæmis á Blönduósi. Svo hef ég líka heyrt að fjölskyldur hafi flutt vegna þess að krakkarnir þurftu að fara í annað sveitarfélag til að sækja skóla,“ segir Hafsteinn. Allir farnir Alls komu 23 flóttamenn frá Serbíu og Króatíu á Blönduós árið 1998 en þeir voru allir fluttir til Reykjavíkur nokkrum árum seinna. Að sögn Þórmundar Skúlasonar, formanns Rauða krossins í Austur- Húnavatnssýslu, voru margar ástæður fyrir því að fólkið ákvað að flytjast búferlum. „Þetta voru um fimm fjölskyldur sem komu hingað á sínum tíma. Tveir voru í vinnu hjá fyrirtæki hér f bæ og þegar það fyrirtæki flutti suður fóru þeir með ásamt fjölskyldum sínum. Svo var það þannig að þegar ein fjölskylda flutti vildi önnur flytja líka. Ein- hverjir áttu vinafólk í Reykjavík og vildu vera nálægt því. Það voru því margar ástæður fyrir því að fólkið flutti.“ Þórmundur segir þó alls ekki úti- lokað að tekið verði á móti fleira flóttafólki í Austur-Húnavatnssýslu í framtíðinni. „Þetta er stórt verk- efni en ég hef alveg trú á því að við getum gert þetta aftur." Mengun: Meira súrt regn í Kína mbl.is Mengun frá iðnaði í Kfna veldur því að súrt regn hefur aukist gríðarlega og haft slæm áhrif á gróður og menn í um þriðjungi landsins. Uppgangur hefur verið geysi- hraður í landinu og iðnaður þanist út og mengun þar af leiðandi aukist mikið. Yfirvöld hafa engu að síður heitið því að hreinsa andrúmsloftið. Mengun- arslys eru einnig tfð í landinu, nú síðast láku eiturefni út í vatnsból sem 100.000 manns fá drykkjarvatn úr í norðvestur- hluta landsins. Lögreglan: Fimmtán ára tekinn á bíl Lögreglan handtók fimmtán ára gamlan ökumann f Reykja- vík aðfaranótt sunnudags. Hann hafði tekið bíl foreldra sinna í leyfisleysi og er þar að auki grun- aður um að aka ölvaður. Skýrsla var tekin af honum og þurftu foreldrar hans að sækja hann á stöðina. Ekki liggur fyrir hvernig þeir fóru að því að sækja hann. Fullorðnir STÓR vershm FLOTT úrval FTvÁBÆRT verð PLAST umgjarðir AUar stærðir, allir litir 565-5970 Reykjavíkurvcgi 22 22Ö Hafnarfirði Brunavarnir ósáttar við boðun vegna elds í breskri flugvél: Fréttu af nauðlendingu í fjölmiðlum ■rM/. - >.-U rí%:. ' >; c. * V. - Slökkvilið fréttir af nauðlendingu Brunavarnir Suðurnesja heyrðu um nauð- lendingu breskrar flugvélar i fréttum „Við fréttum af flugvélinni í gegnum sjúkraflutningamenn sem sáu þetta í sjónvarpsfréttum," segir Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðs- stjóri Brunavarna Suðurnesja, en þær fengu tilkynningu um brunann í bresku farþegaþotunni í gegnum fjölmiðla. Tilkynning barst þeim frá Neyðarlínunni klukkan 18:08 en áður höfðu sjúkraflutningamenn hringt til þeirra og sagt þeim að þeir hefðu heyrt um atvikið í fréttum. „Hefði það staðist að eldur væri um borð í þotunni þá hefði þetta verið stóralvarlegt," segir Sigmundur en þotan var að gerð Boeing 777 og tæplega 300 farþegar um borð. Flug- vélin nauðlenti á Keflavíkurflugvelli um kvöldið og var talsverður viðbún- aður vegna þess. í ljós kom að reykur kom úr brauðvél um borð og er ekki staðfest að eiginlegur eldur hafi nokkurn tíma blossað upp. „Það er athyglisvert að fjölmiðlar hafi vitað af þessu á undan okkur og verður ferlið skoðað í kjölfarið,“ segir Sig- mundur sem lítur málið alvarlegum augum. Hann segir að þeir þurfi að nota allan þann tíma sem þeir geti fengið og þeir notist við ákveðið skipulag. Slökkviliðið á Keflavfkur- flugvelli á fyrst að fá tilkynninguna og svo eiga Brunavarnirnar á Suður- nesjum að fá þær. Ef um mikinn við- búnað er að ræða þá er kallað eftir aðstoð fleiri umdæma. Samkvæmt Sigmundi hefur skipu- lagið virkað vel hingað til en alltaf megi gera betur og verður farið yfir þessa þætti strax á mánudaginn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.