blaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTIR MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 blaðið Upplýsingagjöf vegna Kárahnjúkavirkjunar: Þingið fékk ekki að vita af viðvörunum ■ Of tæknilegt fyrir Alþingi ■ Þingmenn áttu rétt á upplýsingunum ■ Varað við að stíflan rofni ■ Vísvitandi blekkingar, segir þingmaður Samfylkingarinnar Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Þingmenn greinir á um hvort mik- ilvægum upplýsingum um hönnun Kárahnjúkavirkjunnar hafi verið haldið leyndum fyrir Alþingi áður en ákvörðun var tekin um að heimila framkvæmdina. Grímur Björnsson, jarðeðlisfræðingur hjá Orkustofnun, skrifaði skýrslu með athugasemdum um hönnunina og lýsti áhyggjum sínum af því hversu fáar jarðtækni- legar athuganir hefðu farið fram á þeim áhrifum sem virkjunin og lónið gætu orsakað. Óviðunandi hættumat Helstu athugasemdir Gríms lúta að því að stíflan sé reist á virku sprungu- svæði og að hættumat Landsvirkj- unar sé því algjörlega óviðunandi. I skýrslunni segir: „Því má ljóst vera að jarðhiti þrífst í sprungukerfi sem nær undir fyrirhug- aða Kárahnjúkastíflu og hefur verið ágætlega virkt með köflum a.m.k. sið- ustu ío þúsund árin. Líkur [eru] til þess að þetta mikla mannvirki eigi að byggja ofan á sprungusvæði." Grímur segir í skýrslu sinni að Al- þingigetiekkiafgreittheimildarlögin án þess að horfa til þeirra staðreynda að stíflurof geti átt sér stað þegar stíflan sé reist á sprungusvæði. „Óviðunandi er að mínu mati fyrir. Alþingi að afgreiða virkjanaleyfið, ef ekki er tekið sérstaklega á þessum þætti. Ella kann Alþingi sjálft að telj- ast ábyrgt fyrir stærsta manngerða hamfarahlaupi Islandssögunnar, auk þess sem stíflan verður tæpast endurgerð eftir að hafa rofnað einu sinni." inn á Alþingi þar sem ekkert nýtt kæmi þar fram og hún væri jafn- framt of tæknileg til umfjöllunar þar. I fréttum Sjónvarpsins hafði Valgerður þetta um málið að segja: „Það er af og frá að halda því fram að þarna hafa einhverju verið stungið undir stól eða upplýsingum hafi verið haldið frá Alþingi. Það er margt í þessu sem krefst mikillar sérþekk- ingar og það er hlutverk sérfræðinga að fara yfir efni sem þessi,“ segir Val- Of tæknilegt fyrir Alþingi Þáverandi iðnaðarráðherra, Val- gerður Sverrisdóttir, mat málið þannig að skýrslan ætti ekki erindi HELSTU ATHUGASEMDIR í SKÝRSLU GRÍMS ■ Hættumat Landsvirkjunar algerlega óviðunandi ■ Verulegar líkur að Kárahnjúkastíflan verði reist á virku sprungusvæði ■ Likur á stíflurofi umtalsverðar ■ Getur valdið landsigi og skertri afkastagetu lónsins ■ Þungi Hálslóns veldur tilfærslum á kviku og kann að hafa áhrif á eldvirkni ■ Tæknl við jarðgangagerð óþekkt og óreynd á Islandi ■ Þétting jarðganga getur orðið tímafrek og tafsöm ■ Talsverður leki Hálslóns og skert afköst virkjunar ■ Dregur úr náttúrlegri bindingu gróðurhúsalofttegunda í hafi ■ Lífmassar í hafi kunna einnig að finna fyrir tilkomu lónsins. ■ 14. febrúar2002 Grímur Björnsson kemur athugasemdum sínum á framfæri við yfirmenn Orkustofnunar ■ 18. febrúar2002 Orkumálastjóri kemur athugasemdunum á framfæri við Landsvirkjun og iðnaðarráðuneyti ■ 6. mars 2002 Fulltrúar Orkustofnunar og Landsvirkjunar funda um skýrsluna ■ 8. april 2002 Heimildarlög um virkjunina samþykkt á Alþingi ■ 9. janúar2003 Náttúruverndarsamtökum Islands og fréttamanni RÚV afhent gögnin ■ 14. april 2005 Samkvæmt upplýsingum frá Össuri Skarphéðinssyni greindi Valgerður Sverrisdóttir fyrst frá athugasemdum Gríms á Alþingi þennan dag gerður. „Það eru gríðarleg ósköp af upplýsingum og sérfræðiálitum sem eru til um þetta mikla mannvirki og þau gögn geta ekki öll komið fyrir Al- þingi. Niðurstaðan er sú að það þarf ekki að hafa áhyggjur af þessum at- riðum í skýrslu Gríms Björnssonar nema einu atriði og það er atriði sem Alþingi fjallar ekki um.“ Valgerður segir þessar upplýs- ingar hafa komið fram í ræðu sinni á Alþingi og Orkustofnun hafi einnig sent þær á fjölmiðla og til Náttúru- verndarsamtaka íslands í janúar 2003. Alþingi samþykkti hins vegar heimildarlögin um virkjunina niu mánuðum fyrr. „Það er ekki hægt að rannsaka allt fyrirfram, áður en ákvörðun er tekin, það getur ekki allt legið fyrir áður en lagt er af stað. Ég tel hafa verið staðið mjög eðlilega að þessu máli og er með hreinan skjöld,“ segir Valgerður. Efasemdum lýst um stífluna Grímur Björnsson geröi ýmsar athugasemdir viö byggingu Kára- hnjúkavirkjunar. Athugasemdir hans fóru til Orkustofnunar, Landsvirkjunar og iönaöarráö- herra en bárust þingmönnum ekki fyrren eftirað framkvæmd- Segist engu hafa haldið leyndu fyrir Alþingi. Valgeröur Sverrisdóttir fyrrverandi iðnaðarráðherra. Guöjón A. Kristjánsson Átti fullt erindi inn á Alþingi „Það fer ekkert á milli mála að þessari skýrslu var leynt fyrir Alþingi og ekki veit ég til þess að iðnaðarnefnd hafi heldur séð hana. Alþingismenn hafa það hlutverk að leggja mat á hlutina og við erum iðulega að fjalla um ýmis mál sem krefjast sérþekkingar. Að sjálfsögðu átti að skoða þetta alveg frá upphafi og meta hvort færa þyrfti stífluna. Upp hefðu komið fleiri vangaveltur um gerð stíflunnar og hvort þetta svæði væri heppilegt fyrir stíflu- og jarðgangagerð. Allt 1 verkferli framkvæmdarinnar hefur sýnt það að viðvaranir Gríms Björns- sonar áttu fullt erindi inn í um- ræðu Alþingis. Það er einfaldlega vítavert að þessar upplýsingar hafi ekki komið fyrir sjónir alþingismanna.“ Hjálmar Amason Mannleg mistök ,Þetta er eins og hver önnur upphrópun í þessu máli og þær hafa verið margar frá upphafi. Ég lít á þetta sem enn eitt upphlaupið og pólitískan leik til að setja blett á þessa fram- kvæmd. Hér voru gerð mannleg mistök þegar Orkumálastjóra láðist að aflétta trúnaði yfir skýrslunni. Það eru þvi engar annarlegar hvatir hér að baki og allir sem að þessu koma vinna að heiðarleika. Það er rétt að bíða eftir viðbrögðum iðnað- arnefndar en ég trúi því að hér hafi allir gert sitt besta. Alþingismenn eru bara 63 talsins og því er ég sam- mála þáverandi iðnaðarráðherra um að treysta verði á umsagnir sérfræðinga sem til eru kallaðir. Stjórn Landsvirkjunar ber ábyrgð á framkvæmdinni og hvarflar varla að nokkrum manni að hún sé að ana áfram að lítt ígrunduðu máli.“ Ásta Möller Rétt með- höndlað „Ég átti von á efn- ismeiri skýrslu en raun ber vitni miðað við hina miklu umræðu sem orðið hefur. Þetta eru meiri vangaveltur en fræðilegar staðreyndir sem þarna koma fram. Að mínu mati finnst mér hún hafa verið með- höndluð rétt og hefði ekki breytt miklu í afstöðu þingsins þó hún hefði verið kynnt um leið og hún var gerð. Öllum atriðum skýrsl- unnar var svarað á fundi Landsvirk- unar. Mér finnst að Grímur hefði sjálfur átt að koma athugasemdum sínum á framfæri við almenning með greinaskrifum. Það hefði þó ekki skemmt fyrir ef skýrslan hefði komið fyrir Alþingi því sem þing- maður hefur maður lesið annað eins.“ Össur Skarphéðinsson Vísvitandi blekkingar „Valgerður segir ekki rétt frá þegar hún lýsir afskiptum sínum afskýrsluGríms. Hún beitir vísvitandi blekk- ingum þegar hún kveðst sjálf hafa greint Alþingi frá hinum grafalvarlegu viðvörun- arorðum um sprungur og jarðhita- virkni við Kárahnjúka. Niðurstaðan er sú, að áður en alþingismenn greiddu atkvæði nefndi Valgerður Sverrisdóttir aldrei athugasemdir Gríms og nefndi aldrei hættu vegna eldvirkni eða sprungna. Það þarf því ekki að fara í neinar grafgötur með að Valgerður hélt upplýsingunum leyndum fyrir þinginu og bætir nú gráu ofan á svart með því að beita blekkingum til að fegra fortíð sína. Það breytir engu um að hún brást upplýsingaskyldu sinni gagnvart þinginu og er ábyrg fyrir þvi að al- þingismenn höfðu ekki réttar upplýs- ingar þegar þeir tóku ákvörðun sína.“ Kolbrún Halldórsdóttír Alvarleg afglöp ráöherra ,Þetta eru alvar- leg afglöp í starfi ráðherra þegar hún ákveður að ritskoða það hvað sé þinginu fyrir bestu. I þessari skýrslu er efni sem átti fullt erindi inn á Alþingi og það er ekki í verka- hring ráðherra eða starfsfólks hans hvað á erindi þangað inn og hvað ekki. Ég spyr mig að því hvenær sé tilefni til afsagnar ráðherra, ef ekki nú. Þetta er yfirhylming í þeim tilgangi að taka frekari vopn úr höndum þeirra sem hafa alla tíð andmælt virkjunarframkvæmd- unum. 1 lýðræðissamfélagi er það ekki ráðherra að meta hvað á heima á Alþingi og þessi skýrsla er til mikils gagns í þessum efnum að meta hættuna sem af þessu kann að leiða. Þessar upplýsingar hafa legið fyrir allan tímann og hafa nú verið staðfestar í þá veru að enn meiri hætta sé þarna á ferðum.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.