blaðið


blaðið - 28.08.2006, Qupperneq 23

blaðið - 28.08.2006, Qupperneq 23
blaðið MÁNUDAGUE 2£a ÁGÚST 2006 31 Evrópa handan viö hornið Umboðsmaður Argentínumannsins snjalla, Carlos Tevez, segir að hann muni ganga til liðs við lið i Evrópu á allra næstu dögunum. Tevez, sem er 22 ára, hefur beðið um að verða seld- ur frá Corinthians og hótar þvi að fara í verkfall verði það ekki iátið eftir honum. Manchester United hefur verið sterklega orðað við Tevez, sem og Bayern Miinchen og AC Milan. Skeytin inn Stjórnendur Middlesbrough og Tottenham eru komnir í hár saman og skeytin fljúga á milli herbúða félaganna. Tottenham vill festa kaup á kant- manninum Stewart Downing, einum allra besta leikmanni Middlesbrough, en ráðamenn þar segjast ekki vera til viðræðu um sölu á leikmanninum. Þó kynnu þeir að hugsa sig um ef Aaron Lennon yrði látinn fara til Midd- lesbrough sem hluti af kaupverð- inu á Downing. Ef leikmaðurinn fær einhverju ráðið fer hann að líkindum til Tottenham. Að sögn vikublaðsins News of the World er hann sagður líklegur til að krefjast viðræðna við yfirmenn sína hjá Middlesbrough til að fá á hreint hvernig framtíð hans verðurvarið. Nigel Reo-Coker gæti verið á förum frá West Ham áður en vikan er úti. Hann er á innkaupalistanum bæði hjá Manchester United og Arsenal. Liðin verða þó að vera fljót að semja við West Ham og leikmann- inn því frestur til félagaskipta rennur út undir lok vikunnar. Stuðningsmenn Arsenal ættu að geta fagnað núna þrátt fyrir að byrjun keppnistíma- bilsins hafi ekki verið jafn farsæl og þeir vonuðust eftir. Ef marka má fregnir enskra fjölmiðla hefur vinstri bakvörðurinn Ashley Cole ákveðið að leika með liðinu í vetur. Mikil óvissa hefur verið um framtíð leikmannsins sem hefur haft augastað á félagaskiptum til Englandsmeistara Chelsea. Þrátt fyrir að stjórnendur Chelsea hafi reynt að fá hann til liðsins í meira en ár, og eitt sinn komist í kast við enska knatt- spyrnusam- bandið fyrir að nálgast Ashley Cole ólöglega, hefur enn ekk- ert gerst í félaga skiptum hans. Á íþróttasíðum The People í gær er fullyrt að As- hley Cole hafi nú ákveðið að vera áfram á Emir- ates Stadium. Fleiri lið bætast nú í hóp þeirra sem vilja fá Jonathan Woodgate til liðs við sig frá Real Madrid. Stutt er síðan fréttist að Newcastle-menn vildu fá hann aftur til liðs við sig. I gær bárust svo þau tíðindi að Bolton vildi fá hann til liðs við sig. Woodgate hefur verið með eindæmum óheppinn með meiðsli síðan hann gekk til liðs við Real Madrid og því gæti verið góður kostur fyrir hann að fara aftur til Englands tilað násér ástrikí nýju umhverfi. Martin Jol: Lennon á langt í land Martin Jol, stjóri Tottenham, segir að táningurinn Aaron Lennon þurfi að halda sér á jörð- inni og að hann eigi enn langt í land með að verða fastamaður í enska landsliðinu. Því hefur verið fleygt að Lennon verði í byrjunarliði Englendinga gegn Andorra næsta laugardag en Jol segir að sér þyki það ólíklegt eftir frammistöðu Steven Gerrard í æfingaleiknum gegn Grikkjum á dögunum. „Aaron er kantmaður en Gerrard er knattspyrnumaður sem getur leikið hvar sem er á miðjunni og gerir miklu meira en venjulegur kantmaður. Gerrard er líklega besti miðjumaðurinn, hvort sem er hægra eða vinstra megin eða sem sókndjarfur miðjumaður," sagði Jol. „Ég er bara ánægður með að sjá Lennon koma inn á og sýna hvað í honum býr fyrir Englendinga." BIKARINN UNDANURSLIT KARLA Þróttur - KR Víkingur R. - Keflavík Þriojudaginn 29. agúst 2006 Laugardalsvöllur kl. 20:00 Manudaginn 28. agust 2006 Laugardalsvöllur kl. 20:00 Forsala aðgöngumiða er a www.midi.is \ Almennt verð fyrir 17 ára og eldri er 1.500 kr. Ef greitt er með VISA kreditkorti er miðinn á 1.200 kr Verð fyrir 11-16 ára er 300 kr. og frftt er fyrir 10 ára og yngri. Utanlandsferð í vinning og fjöldi glæsilegra aukavinninga. Bikarleikur þar sem spáð er um úrslit leikja er á www.visa.is/bikarleikur f verðlaun eru utanlandsferð fyrir tvo auk fjölda glæsilegra aukavinninga.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.