blaðið - 12.09.2006, Síða 2

blaðið - 12.09.2006, Síða 2
22 I HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 blaAÍA ER MAGINN VANDAMÁL? Silicol hjálpar! Fæst í öllum apótekum Smoothies óvoxtodrykklr eru úr pressuðum óvöxtum. WKmt wrnmmtr ' smoothlepack smoothiepack smoothlepack iOO/joodf*,* 100/^ood foR ym 100/jood foK,* Inga Kristjánsdóttir er ein þeirra sem munu leggja isiendingum línurnar varðandi bætta heilsu og heilbrigt mataræði í fyrirlestraröð Yggdrasils. bmí/fmí Einfalt að breyta um lífsstíl ^Einstakar búð- og bárvörur unnar úr ólífuolíu beint frá ^grikklandi Olivia 45ví þú átt það besta skilið cVörurnar fást í verslunum Jíaá^aupa, ‘Fjarðarkaupum Jfafnarfirði, gamkaupum JTjjarðvík og heilsubúðinni ‘Reylyarvíkuvegi. Verslunin Yggdrasill er um þessar mundir að fara af stað með röð fyr- irlestra sem allir fjalla um bætta heilsu og hollt mataræði. Lagt er upp með almenna fræðslu varðandi alla þætti sem huga þarf að þegar heil- brigði er annars vegar og línurnar lagðar fyrir þá sem vilja breyta um lífsstíl. Inga Kristjánsdóttir næring- arþerapisti mun halda fyrirlestrana ásamt öðrum ráðgjöfum, en sjálf hefur hún lengi hjálpað fólki til betri heilsu. „Ég er búin að stúdera þetta lengi og veit því vel hvað skiptir máli í þessu öllu saman. Miðað við samtöl SYNCRO Heyrnartœki með gervigreind • Afgreiðslutími innan þriggja vikna • Bjóðum margar tegundir af sjólfvirkum, sfafrœnum heyrnartœkjum • Verðfró 47.000-170.000 kr fyrir eitt tœki • Persónuleg og góð þjónusta Akureyri - ísafíröi - EgilsstöOum Heyrnurtœkni Betri heyrn -bœtt lífsgœði www.heyrnartaekni.is Glæsibær Álfheimum 74 104 Reykjavík • Tryggvabraut 22 600 Akureyri • sími: 568 6880 við skjólstæðinga mína hingað til hef ég komist að þvi að fólk stendur almennt í þeirri trú að breyting á mataræði sé alltof erfið yfirhöfuð og fólk verður fremur ráðvillt. Málið er einfaldlega það að það að breyta um lífsstíl er alls ekki óyfirstíganlegt og hægt er að gera þetta án þess að það verði of flókið,“ segir Inga og bætir við að fólki hætti svolítið til að gera hlutina of erfiða. „Það er ákveðin til- hneiging hjá okkur að gera hlutina of flókna og oft vilja renna á okkur tvær grímur við þessar kringum- stæður. En það sem mestu skiptir er að fólk geri sér grein fyrir því að það er auðvelt að henda í burtu þessum flækjum og lítið mál að skipta um mataræði.“ Mikilvægt að fá þægilegar lausnir Inga segist þess fullviss að hræðsla fólks við að breyta mata- ræðinu til hins betra sé einfaldlega vöntun á einföldum ráðleggingum og aðgengilegri fræðslu. „Einn af fyrirlestrum okkar heitir Einfalda leiðin, en þar gefst fólki einmitt færi á að fá góðar og einfaldar ráðleggingar sem auð- velt er að fylgja eftir. Við viljum fá aðgengilegar upplýsingar áður en við förum af stað í breyttan lífsstíl og það er einfaldlega það sem þarf hverju sinni. Svo er líka svolítið vill- andi fyrir fólk að fá upplýsingarnar út um allt og stundum vita menn ekki hverju þeir eiga að trúa, sérstak- lega þegar allskyns hugmyndir eru á lofti um hitt og þetta,“ segir Inga og bætir við að til standi að fyrir- lestrarnir taki mið af þægilegum leiðum og aðgengilegu mataræði. „Við ætlum að reyna að sýna fólki fram á að það sé alls ekki erfitt að breyta mataræðinu til batnaðar og við munum gefa góðar og skemmti- legar hugmyndir, t.d. um það sem gott er að taka út úr mataræðinu og hvað getur komið í staðinn. Það er orðið þannig núna að það er til svakalega mikið af góðri matvöru og það er meira að segja hægt að fá kökur, kex og flögur sem búið er að vinna úr góðu hráefni og er miklu betra fyrir kroppinn. Svo má ekki gleyma því að lífið er farið að ganga svo hratt og mikið að gera hjá fólki, en þá er auðvitað mikilvægt að vera með þægilegar lausnir á hreinu sem henta vel í amstri dagsins.“ (slendingar meðvitaðir um heilsuna Að sögn Ingu eru íslendingar al- mennt meðvitaðir um mikilvægi bættrar heilsu og opnir fyrir því að breyta um líferni, þrátt fyrir að eiga erfitt með að finna sér réttar leiðir. Sjálf bjó hún í Danmörku, þar sem henni finnst fólk ekki eins meðvitað. „I samanburði við Dani erum við til dæmis mjög fljót að taka við okkur. Þjóðfélagið er lítið og hlut- irnir fljótir að smitast á milli. Svo erum við orðin frekar framarlega varðandi hollan mat og hann hægt að fá víða, svo sem lífrænan mat og vel unnar vörur.“ Fyrirlestrarnir verða haldnir á miðvikudagskvöldum í sal Yggdra- sils á Skólavörðustíg og mun hver standa yfir í tæpar tvær klukku- stundir. Inga segir hvern fyrirlestur hafa sína sérstöðu og alls verða fjórar tegundir gangandi til skiptis. „Einn fyrirlestranna fjallar um ein- földu leiðina til betra mataræðis þar sem til dæmis er talað um að skipta út hvítu hveiti fyrir Hfrænt ræktað heilhveiti, skipta út hrísgrjónum fyrir hýðshrísgrjón o.s.frv. Svo verða nokkrar aðrar tegundir fyrirlestra, svo sem fyrirlestur um Hauscha- snyrtivörurnar og éins námskeið um hollt líferni barna sem eigandi Yggdrasils, Hildur Guðmundsdóttir, mun halda. Eins munum við verða með fræðslu varðandi blóðþrýsting, þreytu og slen og lausnir til þess að koma í veg fyrir slíkt. Þetta verður alla vega mjög fjölbreytt hjá okkur í haust og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Skráning á fyrirlestrana er í verslun Yggdrasils, Skólavörðustíg í Reykjavík. halldora@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.