blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 3
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006
HEILSA I 23
Nýtt Style-salat
( heilsublaðinu að þessu sinni þýðir lítið annað en að mæla með
nýjasta réttinum á American Style, en rétturinn er með þeim holl-
ari á matseðli staðarins. Eftir miklar vinsældir gamla góða salats-
ins var afráðið að leggja drög að nýju salati sem sannarlega svíkur
engan - Style-salatið.
Rétturinn er hugsaður sem grænn hollusturéttur fyrir alla, unga
sem aldna, og sérstaklega þá sem vilja fara með vinum og vanda-
mönnum á hamborgarastað en vilja samt sem áður sniðganga
hamborgarana.
Innihald salatsins er kjúklingur, klettasalat, spínat, rautt romaine,
lollo rosa, frisee-salat, ristuð sólblómafræ, beikonbitar og kokteil-
tómatar. Salatið er borið fram með ólívolíu og vinegar-dressingu.
[ bókinni Grænn kostur
Hagkaupa er ógrynni
skemmtilegra uppskrifta sem
allar hafa hollustuna í fyrirrúmi,
en Sólveig Eiríksdóttir tók þar
nokkra af sínum hollu og góðu
réttum.
Meðfylgjandi er uppskrift af
sérstaklega góðu spelt-pasta
úr bókinni sem auðvelt er í
undirbúningi og einstaklega gott
á bragðið.
Spelt-pasta og þlstilhjörtu
• 400 g spelt-pastaskrúfur
• 300 g tofu
• 4 msk tamari sósa
• 1 msk fersk engiferrót
• 1 msk sesamfræ
• 1-2 msk ólífuolía
• 1 tsk rauðlaukur
• 2 stk hvítlauksrif
1 krukka þistilhjörtu
• 300 g ferskt spínat
• Smá sjávarsalt og
nýmalaður pipar
• 25 g furuhnetur
• 2 dl parmesanostur
Sjóðið pastaskrúfurnar
samkvæmt leiðbeiningunum
á pakkanum. Tofu fæst tilbúið
marinerað og það er frábært
að nota það. Rífið engiferrótina
og skerið rauðlaukinn í þunnar
sneiðar. Pressið hvítlaukinn,
setjið þistilhjörtun í sigti og
látið vökvann leka af þeim.
Þurrristið furuhneturnar og rífið
parmesanostinn gróft. Blandið
saman sojasósu, ferskri
engiferrót og semamfræjum,
skerið tofu í bita og veitið upp
úr soja-blöndunni.
Hitið olíu á pönn og léttsteikið
rauðlauk og hvítlauk. Bætið
tofu og þistilhjörtum útí og
látið malia í 3-5 mínútur. Bætið
spínati og pastaskrúfum útá
pönnuna og bragðið til með
sjávarsalti og nýmöluðum
svörtum pipar. Stráið að lokum
parmesanosti og fururhnetum
yfir.
Blue Lagoon orkute
Einslakt jurtate sem veitir aukna orku,
jafnvægi og veljiðan. Inniheldur hvönn,
vallhumal og mjaðurt úr hreinni íslenskri
náttúru. Koffeinlaust.
BUUGOOH
BLUE LAGOON
kelondic
energizing tea
Fáanlegt í Blue Lagoon verslunum í Bláa
lóninu, að Laugavegi 15, í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar og í netverslun á
www. bluelagoon. is
050»
3— ... . .rfý
BLUE LAGOON
www.bluelagoon.is
í góðurp
malum
FHugsaðu um hollustuna!
Ef þú vilt aö hrökkbrauöið þitt sé hollt en líka sérlega bragðgott
skaltu velja Burger hrökkbrauð. í því er enginn viðbættur sykur
og ekkert ger. Svo er bragðið er ómótstæðilegt. Það er engin
tilviljun að Burger er mest selda hrökkbrauðið á íslandi.