blaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2006 blaöið hH' INNLENT HJALPARSTARF Sex milljónir til Darfúr Utanríkisráðuneytið lagði á dögunum fram sex milljónir króna til hjálparstarfs á vegum kirkjunnar í Darfúr-héraðí í Súdan. Hjálparstarf kirjunnar hefur nú miðlað tólf milljónum króna til bágstaddra í Súdan. VIÐSKIPTI Exista í Kauphöllina Hlutafé fjármálafyrirtækisins Exista verður skrað á aðalllsta Kauphallarinnar i dag. Skráning Exista er stærsta nýskráning félags í Kauphöllina til þessa, en markaðsvirði félagsins er rösklega 230 milljarðar króna.. HEILBRIGÐISMÁL Reyksíminn fær styrk Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að styrkja starfsemi Reyksímans með þriggja milljóna króna framlagi á ári í tvö ár. Um er að ræða viðbót við árlegt framlag Lýðheilsu- stöðvar, sem verið hefur þrjár milljónir króna á ári undanfarin ár, og því er þetta tvöföldun fjár til starfseminnar. íslendingar enn i haldi Mál Hlyns Sigurz er enn í rannsókn og heldur lögreglan því opnu hvort fleiri íslendingar eigi þátt í smyglinu Lögreglan rannsakar enn mál íslendings: Rannsaka tengsla- net Brasilíufanga Rannsókn stendur enn yfir í máli Hlyns Rúnars Sigurz, annars af tveimur fslendingum sem eru í fangelsi í Brasilíu. Samkvæmt lög- reglumanninum José Williams Machado de Souza er lögreglan að rannsaka tengslanet Hlyns. Því er haldið opnu í rannsókninni að annar fslendingur hafi átt þátt í smyglinu. Samkvæmt heimildum Blaðsins hefur fjölskylda Hfyns náð sam- bandi við hann en konsúll íslands í Brasiliu vinnur að því að fá sóma- samlegan lögfræðing til að taka málið að sér. Að sögn lögreglu nýtur hann nú lögfræðiaðstoðar opinbers verjanda. Ekki er vitað um aðbúnað Hlyns en fangelsi í Brasilíu munu vera með þeim verri sem fyrirfinnast í veröldinni. Málið hefur vakið nokkra at- hygli á meðal brasilískra blaða- manna vegna þess að íslendingar eiga hlut að máli. Microsoft Microsoft Excel MftM Mtcrosoft Skr Word Microsoft Excel Viobo*Photoshop totus. notes WWW.TOLVUNAM.IS • SÍMI: 552*2011 • TOLVUNAM'TOLVUNAM Skortirfjármagn Sviðsstjóri geðsviðs Landspitalans segir fjárskort eina af ástæðum þess ad biðlistar hafa myndast og að bygging göngudeildar myndi leysa vandann. Vandi barna og fjölskyldna þeirra: Geðheilbrigðismál í algjörum ólestri ■ Skólana skortir fé og þekkingu ■ Kallað eftir aðgerðum Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Alveg ljóst er að málefni barna með geðvandamál eru í algjörum ólestri og við finnum gífurlega þörf fyrir að bætt verði úr því fjölskyldur í vanda leita mjög mikið til okkar,” segir Jarþrúður Þórhallsdóttir, foreldra- ráðgjafi hjá Sjónarhóli, og ítrekar að um það bil helmingur allra þeirra sem leita til Sjónarhóls kemur vegna þess að barnið þeirra þrífst ekki í skólanum. Barna- og unglingageð deild Landspítalans, BUGL, stendur frammi fyrir gíf- urlegum biðlistum og er biðtími þar kominn í fjórtán mánuði. Fjöl- skyldur barna sem greind hafa verið með alvarleg hegð- unarvandamál líða fyrir þennan langa biðtíma. Guðmundur Sig- hvatsson, skólastjóri Austurbæjarskóla, kýs frekar að kalla þetta verkefni en vandamál. „Við þekkjum þetta verk- efni mjög vel og í mínum huga snýst þetta aðallega um kostnað. Tilað sinnahverjumáli fyrir sig þarf starfsmann og sér- þjálfaður aðili kostar nokkra hundr- aðþúsundkalla á mánuði. Nokkuð ljóst er að fjármagnið sem veitt er í sértæk úrræði í grunnskólanum nægir hvergi,” segir Guðmundur. „Þetta er búið að vera svona í mörg ár.” Biðlistarnir hamla mjög Aðspurð segir Jarþrúður grein- ingu frá BUGL hjálpa fjölskyldum mjög í því að fá aðstoð í skólunum því eftir greiningu aukast líkurnar á fjárstuðningi hvers skóla fyrir sig. „Greina þarf börnin fyrr og veita þeim og foreldrum meiri stuðning. Hingað til hefur verið rætt um að bæta þurfi úr og sérfræðingar hafa skoðað þessi mál. Við höfum hins vegar ekki séð nein bætt úrræði á málverkum Eingöngu í Skútuvogi og Grafarholti HÚSASMIÐJAN akkert mál ennþá,” segir Jarþrúður. „Foreldrar leita til okkar eftir stuðningi og ráðgjöf en við rekum okkur sífellt á hinn langa biðtíma sem er hjá BUGL. Sú þjónusta sem býðst utan geðdeildarinnar er ekki nógu mark- viss eða heildræn.” „Skólana vantar stuðning, það mál eru í algjör- um ólestrí. Jarþrúður Þórhallsdóttir Foreldraráðgjafi Sjónarhóls er ekki spurning. Málin eru þar í miklum ólestri og börnunum fylgir ekki fé inn í skólana til að taka á þessum málum. Skólarnir ná ekki að búa nógu vel að þessum börnum og þar vantar skilning á mis- munandi þörfum barnanna,” segir Jar- þrúður. „Þekking þarf líka að vera til staðar í skól- unum til þess að taka á mismun- andi röskunum. Þeir eru líklega að gera sitt besta en það vantar mikið upp á enn. Þetta er því miður ekki nóg.” Kemur ekki á óvart Guðmundur segir umræðuna um að sér- fræðiþekldngu skorti í grunnskólum til að taka á sértækum málum ekki koma sér á óvart „Þetta kemur mér alls ekki á óvart. Grunnþelcking kennara snýr að kennslufræði og við erum að tala hér um mjög sértæka þekk- ingu sem þarf til að mæta erfiðum verkefnum,” segir Guðmundur. .Þessa þekkingu þurfa skólarnir að geta keypt og slíkt er ekki raun- hæft miðað við fjárskortinn sem fyrir er.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.