blaðið

Ulloq

blaðið - 15.09.2006, Qupperneq 28

blaðið - 15.09.2006, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2006 blaöiA íþróttir ithrottir@bladid.net Skeytin inn Lí edley King, íyrirliði Totten ham, segir að liðið eigi að lleika í Evrópukeppninni hvert einasta tímabil. „Við erum hæstánægðir með að vera aftur komnir í Evrópukeppnina og allt liðið er hungrað í ár- angur,“ sagði King. Spurs tók á móti Slavia Prag í gærkvöldi í fyrsta Evrópuleik sínum frá árinu 1999. Liðið varð síðast Evrópumeistari félagsliða 1984 og segir varnarjaxlinri að sá árangur geti vel verið endurtekinn í vor. „Ef við spilum eins og við gerum best eigum við að geta farið alla leið.“ v/ VIÐGERÐIR FYRIR FLESTAR GERÐIR VELA VELAVERKSTÆÐIÐ VARAHLUTAVERSLUN Kistuf8ll@kistufell.com Tangarhöfða 13 Sími 5771313 Vélaviðgerðir, túrbínuviðgerðir og spíssaviðgerðir. Vélaverkstæðið Kistufell býður upp á stimpla og slífar í flestar gerðir véla frá hinum þekkta framleiðanda Mahle. Æ' mnHLE \ ^Pakkningarsett ^Ventlar ^Vatnsdælur i'Tímareimar t/Knastásar Legur Stimplar www.kistufell.com Dómarinn er ekki lúði Enska áhugamannaliðinu Stambridge United hefur verið meinað að klæðast nýjum keppnisbúningum sínum þar sem á þeim stendur: „The referee’s a wan- ker“ sem á íslensku gæti útlagst: „Dómarinn er lúði“. Samtök áhugamanna- liða segja frasann vera móðgandi en styrktaraðili Stambridge, rithöfundurinn Chris Turner, segir bannið fáránlegt. HM í aflraunum fatlaðra fer fram á íslandi um helgina: Eina aflraunamót fatlaðra í heiminum ■ Áhugi á kraftlyftingum fatlaðra fer vaxandi ■ Frábær stemning Keppnin Sterkasti fatlaði maður heims fer fram í dag og á morgun og er þetta í fimmta sinn sem keppnin er haldin hér á landi. Kraftlyftingamað- urinn Arnar Már Jónsson er þjálfari íþróttafélags fatlaðra í lyftingum og hefur haft veg og vanda að mótinu frá því að það var sett á laggirnar fyrir fimm árum. Keppt er í flokki sitjandi (þeirra sem eru í hjólastól) og stand- andi og verða því krýndir tveir heims- meistarar um helgina. „Ég er búinn að þjálfa hjá ÍFR í lyft- ingum frá árinu 1991. Það var svona hugmynd hjá mér að sjá hvað þessir strákar geta og þeir geta einfaldlega miklu meira en maður heldur. I fram- haldi af því fór ég að sérhæfa greinarn- ar og búa til þessa keppni sem er alltaf að stækka og vinda upp á sig,“ segir Arnar. Hann segir að keppnin sé keim- líkhinum hefðbundnu aflraunakeppn- um, eini munurinn sé að greinarnar í þessu móti séu sérhæfðari. DAGSKRA MÓTSINS: Föstudagur Lækjartorg kl. 15 ■ Bíldráttur með höndum. Bíll sem er 2,5tonn. ■ Uxaganga. Gengið með 180 kg kúta 20 metra vegalengd. ■ Öxullyfta. 80 kg lyft eins oft og hægt erátíma. ■ Bóndaganga. Gengið með 80 kg I hvorri hendi eins langt og menn komast. Krossfesta með 10 kg í hvorri hendi á tíma. Laugardagur Fjörukráin Hafnarfirði kl. 11 ■ Drumbalyfta. 80 kg. ■ Herkúlesarhald. 80 kg í hvorri hendi á tíma. ■ Réttstöðulyfta. 180 kg lyft eins oft og hægt er á tíma. fþróttahús ÍFR Hátúni 14 kl. 14.00. ■ Hleðslugrein með bobbinga - 35 kg og 55 kg á tíma. ■ Steinatök. Atlas kúlusteinar. Burðast með kúlusteininn Góð aðsókn var á heimsmeistaramótið í aflraunum fatlaðra í fyrra og er ekki von á öðru í ár. Vakningin tekur tíma Hann segir aflraunir vera afar vin- sæla íþróttagrein meðal fatlaðra og stöðugt fleiri sem leggja stund á kraft- lyftingar. „Þeir bíða eftir þessu í heilt ár, alveg frá þvi að síðustu keppni lýkur, og eru að undirbúa sig fyrir þetta allt árið,“ segir Arnai og bætir við að áhuginn sé einnig að aukast ut- an frá, en auk þeirra níu Islendinga sem verða með í ár koma keppendur frá Finnlandi, Svíþjóð og Færeyjum. „Finninn er búinn að vinna öll ár- Vin í flokki sitjandi og hann er búinn að segja að hann ætli . að koma hvert einasta ár : sem við höld- m * um þetta," FANTASTIC MATCH Kavíar línan gefur húðinni létta andlitslyftingu og fallegan Ijóma! Sjón er sögu ríkari ... Velkomin á kynningu í Hygeu Smáralind í dag og á morgun föstudag kl. 13-17 báða dagana Bjóðum nýtt kortatímabil 10% kynningarafsláttur og fallegur kaupauki www.laprairie.com H Y G E A jnyrtivöruverjlun Smáralind • Sími 554 3960 segir Arnar. Mótið er hið eina sinnar tegundar í heiminum og eru íslending- ar því frumkvöðlar á þessu sviði. „Ég hef verið að kanna málið og er búinn að komast að því að þetta er eina afl- raunamót fatlaðra í heiminum. Það er þó sannarlega að verða vakning, en það tekur auðvitað einhver ár að byggja þetta upp,“ segir Arnar. Mótið verður sýnt beint í sjónvarpinu, eins og undanfarin tvö ár, en hann hvetur alla til að mæta á staðinn og fylgjast með og lofar að fólk muni ekki verða fyrir vonbrigðum. „í fyrra var alveg troðið niðri á Lækjartorgi og frábær stemning. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þessum strákum." Myndin um Jón Pál vekur athygli Arnar hefur sjálfur keppt í kraft- lyftingum og aflraunum um árabil en segir fremur lítið um að vera um þessar mundir. „Ég og Magnús Ver erum reyndar búnir að stofna nýtt lyftingasamband og ætlum að halda mót í nóvember, svonefnt „Pull and push“, þar sem eingöngu verður keppt í bekkpressu og réttstöðulyftu. Stefnan er að hafa þetta í Smáralind eða á einhverjum fjölförnum stað og fá fólk til að mæta og fylgjast með,“ segir Arnar. Aflraunakeppnir voru mjög vinsæl- ar hér á landi á tíunda áratugnum en Arnar segir að áhuginn hafi minnkað. „Þegar Jón Páll var upp á sitt besta og Jötnamótin voru sýnd í sjónvarpinu voru allir að fylgjast með þessu. Áhuginn er minni en var þá en það er hins vegar : y. fullt af jákvæðum hlutum í gangi núna, til dæm- is hefur mynd- in um Jón Pál vakið mikla athygli, og við horfum björt- um augum á framtíð grein- arinnar," segir Arnar. Sven-Göran Eriksson: Vill þjálfa á ný Sven-Göran Eriksson, fýrrum landsliðsþjálfari Englendinga, er staðráðinn í að snúa sér aftur að þjálfun.„Égþarf að fara aftur að þjálfa. Arsenal, Liverpool, Manc- hester? Þetta eru allt stór félög, en ég vil ekki eitthvert ákveðið félag frekar en annað. Að taka við stjórn einhvers þessara væri frá- bært,“ sagði Eriksson. Hann sagðist enn fremur harma að hafa ekki náð betri árangri með enska iandsliðið. „Ég átti frábær ár með landsliðinu og það er synd að við höfum eldd náð betri árangri. En ég verð alltaf stoltur af því að hafa verið fyrsti útlendingurinn á bekk landsliðsins."

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.