blaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 3

blaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 3
blaöiö FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 AFÞREYING I 23 Tölvuleikir: 'W#RLl' . WAftCRftfT •■fc'lV - Vinsældir „Netleikir hafa verið að koma sterkari inn á markaðinn saman- borið við það sem hefur verið,“ segir Lárus Örn Lárusson, sölumaður hjá BT í Smáralind. „World of Warc- raft og Guild Wars eru dæmi um leiki sem hafa komið æ sterk- ari inn. Þetta eru leikir sem eru spilaðir í rauntíma þar sem ekki er hægt að ýta á pásu eða neitt slíkt. Ég tel að eftir nokkur ár verði þessi gerð leikja vinsælust.“ Lárus Örn segir íþróttaleikina enn seljast vel, svo sem Fifa-leikirnir og Pro Evolution Soccer. „Vinsæl- asti tölvuleikurinn þessa stundina er Lego Star Wars 2 sem er að toppa alls staðar núna. Svo var aukapakki fyrir Sims að koma á markað sem heitir Glamour Life og hefur selst vel. Þá heldur World of Warcraft alltaf sinni stöðu og viðbót við hann er að koma i næsta mánuði. Þessi leikur er búinn að seljast ótrúlega vel alveg síðan hann kom á markað." Að sögn Lárusar Arnar hefur salan á tölvuleikjum verið nokkuð jöfn síðustu ár. „Fólk á öllum aldri kemur til að kaupa tölvuleiki. Það er verið að kaupa leiki fyrir börn niður í þriggja ára aldur og svo eru fimmtugir karlar einnig að koma til að kaupa tölvuleiki. Ég tel að salan á Xbox 360-tölvunni muni aukast mikið á komandi mánuðum og verði „jólagjöfin í ár“ á þessum markaði. 1 henni eru allir tölvuleikirnir mun flottari en í eldri tölvum.“ Aðspurður hvort einhver ákveðin gerð tölvuleikja sé á undanhaldi segir Lárus Örn að það séu fyrstu persónu skotleikir. „Þeir eru orðnir svo margir að ekki eru sérlega margir sem standa upp úr þannig að maður muni eftir þeim. Það er búið að vinna svo lengi með þessa hugmynd, en þó er einn og einn sem kemur með eitthvað nýtt sem vekur athygli almennings.“ netleikja aukast Ný frímerki * Sa^tuicUc CittuMí- Cc&taven&ccwc \ dag. 21. september. gefur íslandspóstur út fjórar frímerkjaraðir. Myndefnin eru villt ber á íslandi. fyrstu íslensku Ólympíuverðlaunin 1956. Íslandsglíman 100 ára og aldarafmæli símasambands við útlönd. Ný frímerkja- verslun Ný frímerki og frímerkjatengt efni fæst í verslun Frímerkjasölunnar að Stórhöfða 29. 110 Reykjavík. Opin alla virka daga frá kl. 9:00-16:00. Fyrstadagsumslög fást á útgáfudegi á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050 Fax: 580 1059 Netfang: stamps@postur.is Heimasíða: www.stamps.is PÓSTURINN FRÍM ERKJASALAN SMÁAUGLÝSINGAR 5103737 ! !

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.