blaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 7

blaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 7
blaöið FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 AFÞREYING I 27 Ferðafélagið Útivist: Haustin oft fallegasti tíminn til útivistar Ferðafélagið Útivist hefur um árabil boðið félagsmönnum sínum og öðrum upp á fjölbreyttar ferðir í skemmtilegum félagsskap. Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Úti- vistar, segir haustin oft vera falleg- asta tímann til að stunda útivist. „Þó að kólni aðeins í lofti þá er loftið fer- skara og tærara. Svo geta haustlitirnir náttúrlega verið sérstaklega fallegir á þessum tima.“ Skúli segir alltaf eitthvað vera að gerast hjá Útivist. „Við verðum með dagsferðir alla sunnudaga fram í nóvember. Við gengum til að mynda upp á Esju um síðustu helgi, en fram- undan eru til dæmis ferðir á Botns- súlur, Hestfjall og fleiri staði. I des- ember munum við svo enda árið með blysför í Heiðmörkinni.“ Á dagskrá Útivistar eru einnig ein- hverjar helgarferðir á næstunni. „Um næstu helgi erum við til að mynda að fara i tveggja daga ferð á Fjallabak. Þar munum við gista í skála okkar við Strút og ferðast um Fjallabakið þvert og endilangt þar sem jarðfræði svæðisins verður skoðuð sérstaklega,“ segir Skúli og bætir við að fólk á öllum aldri komi í ferðirnar með þeim. Ómar Valdimarsson og Húgó fara sem oftast á fjöll Ræðismaður fer á gæs Ómari, sem er ræðismaður E1 Salvadors, rann blóðið til skyld- unnar og skráði sig í spænsku- nám í Málaskólanum Mími í vetur. „Auk þess er ég nýbúinn að ná mér í byssuleyfi og geng á fjöll þegar ég hef tækifæri til með hundinum mínum.” Ómar segir flestar sínar frí- stundir snúast um útivist með hundinum sínum Húgó sem er ungverskur wizla. „Byssusportið er skemmtilegt,” segir Ómar og nefnir að flókn- ast sé að finna svæði þar sem má skjóta. „Gæsaveiðitímabilið hófst 21. ágúst og þá er maður í því að skjóta heiðagæs og grá- gæs en passar sig að sjálfsögðu á því að skjóta ekki blesgæsina sem er friðuð”, segir Ómar og hlær. Enski boltinn Sa/an hefur farið vel af stað og er meiri íáren hún var í fyrra Vöxtur með lækkandi sól Ein mesta afþreying íslenskra karlmanna síðustu ár og ára- tugina hefur verið að horfa á enska boltann í skammdeginu. Magnús Ragnarsson, sjónvarps- stjóri Skjásins, segir söluna á Skjá- Sporti, sem sýnir enska boltann, hafa gengið glimrandi vel. „Nú er stöðin komin inn á öll dreifi- kerfin. Við sjáum því fram á enn frekari vöxt með lækkandi sól.“ SkjárSport keypti réttinn að ítalska boltanum nú á dögunum. Að sögn Magnúsar er verið að skoða fleiri kosti til að bæta við dagskrá SkjásSports. “Það hefur sést að vinsældir einstakra íþróttagreina koma og fara. Við sáum körfuboltann koma og fara, hnefaleikana koma og fara og þannig mætti áfram telja. Við erum að reyna að finna út hvað sé rétt að veðja á.“ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÞJÓÐ VERÐURTIL - MENNING OG SAMFÉLAG í 1200 ÁR Grunnsýning sem veitir innsýn í sögu þjóðarinnar frá landnámi til nútíma. Með silfurbjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi. Fjölbreyttar sérsýningar, einstakir viðburðir, lifandi leiðsagnir, safnbúð og veitingastofa. Þjóðminjasafn íslands hlaut sérstaka viðurkenningu sem eitt af bestu söfnum Evrópu árið 2006. Ausið úr viskubrunnum Sérfræðileiðsagnir kl. 12:10 annan hvern þriðjudag frá 19. september Gengið gegnum aldirnar Leiðsögn um grunnsýninguna á íslensku alla sunnudaga kl. 14 á ensku alla laugardaga kl. 14 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS National Museum oflceland www.thjodminjasafn.is Suðurgötu41 /101 Reykjavík Slmi: 530 2200 Opnunartími: 16. september-30. apríl: Alla daga nema mánudaga kl. 11-17 1. maí-15. september: Alla daga kl. 10-17 Ókeypis á miðvikudögum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.