blaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 18
blaðiö Útgáfufélag: Ár og dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Lýð Oddsson á þing Senn líður að því að þing komi saman eftir sumarfrí. Þingmenn eiga enn eftir tvær vikur í eirðarleysi eða til annarrar ráðstöfunar, að eigin vali. Sumir þeirra eru duglegir og þurfa undirbúning áður en þing- störfin hefjast. Aðrir eru það ekki og taka lífinu því rólega þessar tvær vikur sem enn lifa af fríinu, rétt einsog þeir hafa gert í svo margar vikur. Þingið hætti óvenju snemma í vor vegna byggðakosninganna og kom saman í fáa daga að þeim loknum. Þannig hefur sumarfrí þingmanna varað í mánuði. Þingmenn munu eflaust verða á einu máli um að hafa þingstörfin í vetur í styttra lagi. Nýtt þing verður kosið í vor og kosninganna vegna munu þingmenn samþykkja að fara snemma heim, sennilega seint í mars eða snemma í apríl. Með jólaleyfi, páskafríi og öðrum hléum mun þingið starfa í um hálft ár að þessu sinni. Það hefur svo sem oft gerst áður. Við sem ekki eigum sæti á Alþingi veltum fyrir okkur hvað þingmenn aðhafist mánuð eftir mánuð án þess að hafa neinar starfsskyldur. Sumir þeirra hafa haft mörg orð um allskyns undirbúning og að stjórnmála- menn eigi helst aldrei frí; aðrir þingmenn tala bara ekkert um starfið í frítímanum og aðrir hafa játað að ekki sé við margt að vera drjúgan hluta ársins. Löngu er tímabært að færa starfstíma Alþingis að nútím- anum. Enn er miðað við sauðburð og réttir. Sú var tíðin að fjöldi bænda sat á þingi; eignaðist bóndi sæmilegt bú var leiðin greið. Hann varð Framsóknarmaður og siðan þingmaður. Þá varð þingið að taka mið af aðstæðum fjölda þingmanna. Þetta hefur gjörbreyst. I svipinn kemur aðeins einn þingmaður í hugann sem jafnframt er alvöru bóndi, en það er Drífa Hjartardóttir sem ólíkt bændum og þingmönnum fyrri ára er hvorki karl né framsóknarmaður. Ekki er mögulegt að sættast á að þing- störfin taki mið af aðstæðum Drífar einnar, enda ótrúlegt að hún ætlist til þess. Kannski kunna þingmenn því vel að fara í frí snemma vors og mæta aftur snemma vetrar. Sauðburður og sláturtíð hafa hvort eð er lengi ekki skipt máli hjá þingheimi. Þarfir þingmanna virðast bara vera þær að þeir kjósa að vera utan starfsskyldna í langan tíma ár hvert. Prófkjör og aðrar leiðir til að velja frambjóðendur fyrir þingkosning- arnar eru framundan. Þá munu margir stíga fram og sækjast eftir þing- setu. Sumir frambjóðendanna vilja láta til sín taka, aðrir ekki, hugsa frekar um þingstarfið sem hugguíega vinnu. Lottóið hefur búið til per- sónu, Lýð Oddsson, sem er fullur iðjuleysis. Hann á að hafa unnið mikið í lottóinu og veit ekki hvað hann á af sér að gera. Stundum minnir hann á þingmann, einkum og sér í lagi þingmann að sumri. Lýður vaknar snemma á morgnana, bara af því að honum þykir svo gott að sofna aftur. Ef hægt væri að kjósa sumarþingmenn og vetrarþingmenn væri Lýður kjörinn. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Auglýst eftir framboðum til prófkjörs í Reykjavík Ákveðiö hefur veriö aö prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar næsta vor fari fram 27. og 28. október næstkomandi. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti. a) Gerð er tillaga til yfirkjörstjórnar innan ákveöins framboðs- frests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri tillögum en hann má fæst kjósa f prófkjörinu. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum f kjördæminu. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar frambjóðendum skv. a-lið. Hér með er auglýst eftir tillögum að framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingiskosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðis- menn, búsettir f Reykjavík, skulu standa aö hverju framboði og enginn flokks- maður getur staðið að fleiri framboðum en 10. Tillögum að framboðum ber að skila, ásamt mynd af vlðkomandi og stuttu æviágrlpi, helst á tölvutæku forml, til ytlrkjörstjðrnar á skrifstofu Varðar - Fulltrúaráðs sjállstæðis- félaganna í Reykjavík í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 17.00, 6. október 2006. Eyðublöð fyrlr framboð og æviágrip er hægt að fá á skrilstofu Sjálfstæðisflokksins eða á heimasfðu llokksins www.xd.is Sjálfstæöisf lokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is w blaflift tTL fSLfljvJÞ OkPÍ-Þ HEtLflíySTf? Fí U ífCKf fi/IÁLW fif BEffJJT KJAWflOáðUIVU/M A-P ^ , OLtrfflFFORD j STF-Oifl/M y 0G IÁTA EÚSSWESfCT HflA/PBoLTAUn/ðSLiW UM Af TO-ARA A s--\ iSLívp. -/**?■ V t wív \ X\^.W N'NVu /r/&6 /?/v / </■ 92 M Einfaldari skattar - betri skattar Þegar Verkamannaflokkurinn komst til valda í Bretlandi fyrir 9 árum var eitt af loforðum hans að hækka ekki skatta. Þetta var talinn mikilvægur liður í því að breyta ásýnd flokksins og marka upphaf nýs tímabils í sögu hans. Með þessum hætti tókst Verkamanna- flokknum að ná til nýrra hópa kjós- enda, sem áður höfðu aldrei látið sér til hugar koma að kjósa hann. Atvinnuskapandi skattaflækjur? Allan valdatíma Verkamanna- flokksins hafa staðið yfir deilur um það hvort staðið hafi verið við þetta fyrirheit. Talsmenn flokksins benda á að hin almennu skattþrep á einstaklinga og fyrirtæki hafi ekki verið hækkuð en aðrir hafa bent á að skattheimta hafi verið aukin með ýmsum sértækum sköttum. Hvað sem þessu líður er óumdeilt, að stjórn Verkamannaflokksins hefur gert skattkerfið flóknara með því að fjölga sérreglum, tímabundnum ákvæðum og undanþágum. Hefur verið bent á því til sönnunar að blað- síðufjöldi Tolley’s Tax Guide, sem er nokkurs konar Biblía þeirra sem fjalla um skattamál í Bretlandi, hafi tvöfaldast frá 1997. Þetta er auðvitað atvinnuskapandi í þeim skilningi að þetta kallar á stóraukinn fjölda starfsmanna í skattkerfinu og býr til fleiri verkefni fyrir skattasérfræð- inga, lögmenn og endurskoðendur. Á hinn bóginn veldur þetta skatt- borgurunum vandkvæðum, tíma- sóun og kostnaði og kemur því illa við bæði einstaklinga og fyrirtæki. Þetta er með öðrum orðum vond leið til skattheimtu og dýr fyrir þjóðfélagið. Betra ástand hér á landi Hér á landi búum við sem betur fer við skárra kerfi í skattheimtu heldur en Bretar. Ef skattgreiðendur Birgir Ármannsson eru fundvísir á undanþágur getur út- koman þar að vísu verið hagstæðari í einstökum tilvikum en almennt er okkar kerfi einfaldara, gegnsærra og aðgengilegra. Skattþrep eru líka lægri hér á landi - nema í virðisauka- skattinum - stundum umtalsvert lægri. Við upptöku virðisaukaskatts og staðgreiðslu tekjuskatta fyrir tæpum 20 árum voru stigin mikil- væg skref til einföldunar. Upptaka einfalds fjármagnstekjuskatts fyrir áratug og afnám ýmissa skatta og skattþrepa á allra síðustu árum hefur einnig verið til bóta. Þróunin hefur þó ekki verið að öllu leyti hagstæð, því að á sumum sviðum hefur flækjustigið aukist í áranna rás. Á það bæði við um tekju- skatt og virðisaukaskatt, auk þess sem ýmsum sértækum sköttum og gjöldum hefur verið komið á. I sumum tilvikum hefur gömlum flækjum jafnvel verið skipt út fyrir nýjar flækjur. Án efa hafa virðingar- verð sjónarmið verið fyrir flestum þessum breytingum þegar þær komu fram en niðurstaðan er hins vegar alltof flókið regluverk. Þótt núverandi ríkisstjórnar- flokkar beri auðvitað sína ábyrgð hafa þeir líka sýnt skilning á vanda- málunum sem þessu fylgja. Verk- efnið „Einfaldara ísland“ á vegum forsætisráðherra og nefnd fjármála- ráðherra um endurskoðun og ein- földun skattkerfisins, sem hóf störf fyrr á þessu ári, sýna ótvíræða við- leitni til að taka á málunum. Stjórnarandstaðan hér á landi - sameinuð eða sundruð eftir at- vikum - virðist hafa önnur viðhorf. Þar á bæ gæla menn við hugmyndir um að fjölga skattþrepum í tekju- skatti, flækja álagningu fjármagns- tekjuskatts samhliða því að hækka hann, og um leið og grænn stimpill er settur á tillögur um nýja skatta þagna allar gagnrýnisraddir úr þeirri átt. Það þarf því enga sér- staka forspárgáfu til að ímynda sér hvernig flækjurnar myndu aukast kæmust þessir flokkar til valda. Það er auðvitað ekki nóg fyrir rík- isstjórnarflokkana að sýna góðan ásetning í þessum efnum - aðgerðir verða að fylgja. Af málflutningi vinstri manna verður hins vegar ekki ráðið að þeir hafi neinn áhuga á einföldun skattkerfisins. Allar hug- myndir þeirra ganga í aðra átt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. í Reykjavlkurkjördæmi suður. Klippt & skorið Omar Ragnarsson hélt blaðamanna- fund í gær þar sem hann varpaði hlut- leysisstefnunni og talaði um umhverf- ismál í um klukkustund í beinni útsendingu á Notuðu fráttastofunnar (NFS). Málflutningur Ómars var áhrlfamiklll og ýtar- jgSS^ legur, en Bubbi Morthens tók ■ *r lagið þegar Ómar kastaði mæð- i inni. Að fundinum loknum tók fréttamaður NFS Ómar tali og spurningin lá í augum uppi, sumsé hvort Ómar væri að íhuga að fara í framboð. Spurningin kom að vísu flatt upp á hann, en Ómar svaraði á þá leið að hann myndi gera það sem þyrfti til þess að koma hugðarefnum sínum í betra horf. Nokkrum mínútum siðar var komið að fréttayf- irliti á NFS og þarvoru nú aldeilis sögð tíðindi: Ómar útilokar ekki framboð! Ríkisútvarþið greindi frá því um síðustu helgi að Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður hygðist sækjast eftir 2. sæti [ prófkjöri sjálfstæðismanna og þannig fara gegn Birni Bjarnasyni dómsmálaráð- herra. Tekið var fram að talið væri að Guð- laugur byði sig fram með stuðningi Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins. Það rættist raunar að Guðlaugur sækt- ist eftir 2. sætinu, en hitt mun | fleipur að það hafi á einhvern hátt verið að undirlagi Geirs eða með stuðningi hans. Þvert á móti segja heimildar- menn úr innsta hring, að Guðlaugur hafi borið framboð sitt undirformanninn, en hann talið það fremur óráðlegt og hefði fremur kosið að halda frið um flokksforystuna. Getum var að því leitt á þessum stað fyrir nokkru, að Ingibjörg R Guð- mundsdóttir.varaforsetiALþýðusam- bands (slands (ASl), kynni að vera hin nýja for- ystukona sjálfstæðismanna í Reykjavík. Það mun hafa verið á misskilningi byggt, því sagt eraðsátthafináðstumhana ^ , sem næsta forseta ASf með stuðningi og velvilja Grétars Þorsteinssonar. Þar mun hugsanlega fundin skýringin á því hvernig sífellt fækkar á kaffi- stofu AS(, en bæði Gylfi Arnbjörnsson fram- kvæmdastjóri og Magnús Norðdahl, lögfræð- ingur sambandsins, hafa tilkynnt framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.