blaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 blaðið veidi veidi@bladid.net Færri rjúpur veiddar Aðeins er gert ráð fyrir að 45 þusund rjúpur verði veiddar í haust, 25 þúsund færri en veiða mátti i fyrra. Rjúpuna má veiða frá 15. október til 30. nóvember. Ekki eru þó allir dagar jafn góðir til veiða þvi þær eru bannaðar mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Vatnavextir hamla góðri laxveiði Langá á Mýrum er komin í tæp- lega 1700 laxa eftir sumarið og síð- ustu vikur hafa veiðimenn glímt við laxinn sem er að venju tregur á þessum árstíma. Reyna menn gjarnan maðk til að fá laxinn til að taka en flugan er jafn skæð eins og dæmin sanna. Gríðarleg rigning hefur verið undanfarið og yfirborð árinnar hækkaði um heilan metra þegar mest var. Sigþór Bragason veiddi nokkra laxa í holli sem fékk 24 laxa nýver- ið í Langá. Veiddi Sigþór fyrsta laxinn á neðsta svæðinu á Breið- unni á maðk. Annan lax veiddi hann síðan á efsta svæðinu (93) líka á maðk. Einn úr hópnum veiddi 10 punda lax sem er nokk- uð yfir meðalvigt laxa úr ánni en veiðimenn fá gjarnan 3-5 punda laxa úr Langá þótt sá stóri leynist Mynd/RóbertSchmidt Laxaglíma Sigþór Bragason glímir viö lax á Breiöunni neöst í Langá. víða innan um. 10 punda laxinn var þriðji stærsti lax sumarsins úr þeirri á en sá stærsti var 18 pund. Hollin eru að fá frá 20 til 60 laxa eftir tvo heila veiðidaga sem er ekki alslæmt. Benelli Mynd/Frikki Steinar Kristjánsson uppstoppari Hróöur Steinars sem uppstoppara hefur borist víöa en hann hefur meðal annars unnið til verð- launa á aibióðleaum mótum ífaainu. b a 1» itbyrgð a olluni nyjum byisum Steinar Kristjánsson stoppar upp dýr fyrir veiðimenn Minnisvarði um vel heppnaða veiði þau verði óhæf til uppstoppunar. Að sögn Steinars Kristjánssonar upp- stoppara skiptir höfuðmáli að koma dýrunum í frysti sem fyrst. „Það þarf að bleyta ugga á fiskum með eldhúsrúllu til að þeir frost- brenni ekki. Það sama gildir um fugla. Það þarf að skola af fitjum og fótum áður en þeir eru frystir,“ segir Steinar og bætir við að enn fremur þurfi að gæta þess að dýrin séu ekki í sólarljósi eða of miklum hita í lang- an tíma. Hægt að stoppa allt upp Steinar segir að algengast sé að fólk láti stoppa upp fyrir sig fugla og fiska en einnig séu hreindýr vinsæl. Lítil takmörk eru fyrir því hvaða dýr er hægt að stoppa upp. „Ég get stoppað þig upp ef þú vilt. Það er ekkert til sem ekki er hægt að stoppa upp. Það er hægt að stoppa allt upp ef þú kannt það.“ Það fer eftir stærð og gerð dýrs hversu erfitt er að stoppa það upp. Margir halda að auðveldara sé að stoppa upp fugla eftir því sem þeir eru minni en það er ekki alls kostar rétt. „Fólk setur oft samasemmerki á milli þess að fuglinn sé lítill og lágs kostnaðar en það getur verið hundr- að sinnum erfiðara að stoppa upp lít- inn fugl en stóran. Það er til dæmis miklu einfaldara að stoppa upp önd en lítinn þúfutittling. Það má varla blása á þetta því að þá brotna beinin og skinnið er svo þunnt að það sést í gegnum þaðsegir Steinar. Hróðurinn berst viða Hróður Steinars hefur borist út fyrir landsteinana enda hefur hann unnið til verðlauna fyrir verk sín bæði á heimsmeistaramóti og Evr- ópumóti uppstoppara. Að auki skrif- aði hann aðalgreinina i nýjasta hefti tímaritsins Breakthrough sem er helsta tímarit uppstoppara. I kjölfar- ið hefur heimsóknum á heimasíðu hans snarfjölgað og fyrirspurnir að utan hrannast inn í tölvupósti. Steinar lærði uppstoppun í Banda- ríkjunum á sínum tíma og hefur síðan tekið mörg námskeið til að kynna sér nýjungar og þróun i fag- inu. „Það er þróun í þessu eins og öllu öðru. Þetta er nánast eins og í tölvugeiranum," segir Steinar og bætir við að það sé heilmikið í sam- bandi við uppstoppun sem fólk geri sér ekki grein fyrir enda lítil hefð fyrir henni hér á landi. „Það er til dæmis ekki til sá fugl eða fiskur sem maður finnur ekki auga í. Þau koma í öllum stærðum og gerðum,“ segir Steinar sem lætur sér ekki detta í hug að nota önnur augu en eiga við. „Ef maður er til dæmis með stokkönd þá notar mað- ur bara stokkandaraugu.“ Steinar leggur einnig mikið upp úr því að dýrin séu sem eðlilegust og líflegust og í því skyni hefur hann tekið fjölda ljósmynda af fugl- um. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að láta þá líta út eins og þeir séu lif- andi,“ segir Steinar að lokum. einar.jonsson@bladid. net Sport II - 12-ga. 3 Drcilinq Hvl > > HólmasloC 1 • 101 Raykjavlk ■ Simi 562-0095/898-4047 . www.vaidihuaid.it Að lokinni vel heppnaðri veiðiferð kjósa marg- ir veiðimenn að láta stoppa upp skepnurnar sem þeir veiddu, hvort sem það eru fiskar, fuglar eða önn- ur dýr. Mikilvægt er að dýr sem til stend- ur að stoppa upp séu meðhöndluð rétt því að annars er hætt við að Super Magnum Camo Sérverslun skotveiðimannsins Grizziy BREDh Hy Itðlsku BREDA vorksmiðjurnar r hafa framleitt haglabyssur i yflr 50 ár með gæðí og árelðanlelka sem aðalsmerkl. —'>,~V.....>“1 —1 Hlað PATRI0T skotin eru með: Ss| \ I [VM I Baschieri & Pellagri patrónu i nilllW I með Gordon System, Á Bofors púður, B&P torhlaö og húðuð högl Á8 og uppfylla ströngustu kröfur íslenskra Æk skotveiðimanna. WWW. hlad.is Hlað ehf. ■ Bíldshöfða 12 ■ Sími 567 5333 ’emington Skotveiðivörur fást í næstu sportvöruverslun. Innflutningur og dreifing: Veiðiland ehf.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.