blaðið


blaðið - 01.11.2006, Qupperneq 8

blaðið - 01.11.2006, Qupperneq 8
26 I HÚSBYGGJANDINN MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 blaöiö Val á inni- hurðum Við val, kaup og uppsetningu á innihurðum er um að gera að skoða úrvalið og leita ráða hjá fag- mönnum sérverslana. Best er að hafa nokkur atriði á hreinu áður en farið er að kaupa hurðirnar á heimilið. Þekkja þarf nákvæmlega veggþykktina og mæla breidd og hæð á hurðaropinu. Eins þarf að ákveða hvort um vinstri eða hægri hurðaropnun er að ræða. Við val á útliti hurðanna er ágætt að taka mið af því að nota aðeins eina viðartegund þannig að hurðirnar og aðrar innréttingar ásamt gólf- efnum skapi fallega heildarmynd. MARGAR GERÐIR Laugavegi 29 • Sími 552 4320 www.brynja.is • brynja@brynja.is Rýmingarsala á tilbúnum Rimlum Margir litir og stærðir Z-brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • S.525 8200 Óklárað en heimilislegt Stundum þarf að flytja inn á nýtt heimili án þess að allt sé tilbúið en það getur reynt á þolinmœðina eins og eflaust margir húsbyggjendur kannast við. íþessum tilvikum er um að gera að látafara vel um sig og reyna aðgera umhverfið sem huggulegast. ■ Njótið þess að hafa ekki allt tilbúið og lítið svo á að þið hafið óteljandi möguleika til að hanna, breyta og betrumbæta. Gluggið í tímarit og kíkið í verslanir en þannig getið þið fengið góðar hugmyndir að draumaheimilinu. I Málið veggina í fallegum litum og hengið upp myndir. ■ Haldið öllum hlutum vel til haga þannig að skipulag sé á þrátt fyrir að ekki séu allar inn- réttingar komnar upp. ■ Ef gólfefni eru ekki komin á þá er tilvalið að mála yfir gólfin þannig að þau séu snyrtilegri og velja sér svo fallegar mottur sem hylja gólfin og gera þau hlýlegri. ■ Veljið fallega lampa og hafið lýsinguna heima fyrir sem nota- legasta. Þannig virkar rýmið ekki jafn kuldalega og það getur gert þegar húsið er óklárað. ■ Gætið þess þó að láta ekki fara of vel um ykkur því að þá er hætta á því að það dragist á langinn að ljúka þeim framkvæmdum sem eftir eru. Takið eitt herbergi fyrir í einu og klárið heimilið í smáum skrefum. Það er miklu auðveldara en að ætla sér of mikið í einu. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt Fasteignamati rík- isins var vísitala íbúðaverðs á höf- uðborgarsvæðinu 313,1 stig ísept- ember 2006 og hækkaði um 0,7% frá fyrra mánuði. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði hún um 1,3% en síðastliðna 6 mánuði hefur hún hækkað um 2,9% og hækkun síðastliðna 12 mánuði var 10,5%. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. íbúð- arhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfer- metraverð fyrir níu flokka íbúðar- húsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.