blaðið - 29.11.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006
blaöiö
VEÐRIÐ I DAG
Léttir til
Slydda með köflum um landið
norðanvert, rigning suðaustan-
lands, en úrkomulítið suðvestan-
til. Lægir og léttir víða til. Hiti 0 til
8 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á MORGUN
VÍÐA UM HEIM 1
Algarve 16
Amsterdam 10
Barcelona 15
Berlín 10
Chicago 15
Dublin 11
Frankfurt 8
Glasgow 11
Hamborg 10
Helsinki 5
Kaupmannahöfn 10
London 13
Madrid 11
Montreal 10
New York 13
Orlando 21
Osló 8
Palma 18
París 10
Stokkhólmur 8
Þórshöfn 7
Slydda
Norðaustan 10 til 18 metrar á
sekúndu, hvassast á Vestfjörðum.
Slydda eða rigning, en þurrt að
kalla á Vesturlandi. Hiti 0 til 7 stig,
hlýjast sunnanlands.
íran:
Brotthvarf
lykill að friði
Ajatolla Ali Khamenei, æð-
stiklerkur Irans, segir að lykill-
inn að því að tryggja frið í Irak
felist í brotthvarfi bandaríska
hermanna frá landinu.
Æðstiklerkurinn sagði að
óstöðugleikinn í Irakhefði
slæmar afleiðingar fyrir öll ríki
Miðausturlanda og að borin von
væri fyrir Bandaríkjamenn að
bæta ástandið. Jalal Talabani,
forseti Iraks, er í opinberri heim-
sókn í íran og hefur fundað með
helstu ráðamönnum klerka-
stjórnarinnar um hvernig íranar
geti lagt sitt af mörkum við að
tryggja stöðugleika í landinu.
Hagsmunasamtök:
Vilja öryggið
í einkarekstri
Samtök verslunar og þjón-
ustu mótmæla harðlega þeirri
ákvörðun utanríkisráðuneyt-
isins að fela sýslumannsemb-
ættinu á Keflavíkurflugvelli
að taka um áramót yfir þann
hluta öryggiseftirlits sem fyr-
irtækin Securitas og Öryggis-
miðstöð íslands hafa haft með
höndum á flugvellinum frá því í
sumar. Samtökin segja að þessi
breyting hafi mikla þýðingu
fyrir ferðaþjónustuna þar sem
farþegar þurfa að greiða aukinn
kostnað. Þá segir í tilkynn-
ingu frá samtökunum að þessi
hegðun utanríkisráðherra sé
óskiljanleg og hljóti að kalla á
skýringar.
Dómur í forræðismáli
Formaður Félags ábyrgra feðra
er ósáttur við að faðir hafi ekki
fertgið forræði þó hanrt væri
talinn jafnhæfur móðurinni.
Mynd/frikki
Móðir fékk forræði tveggja sona sinna:
Faðirinn hefði átt
að fá annan þeirra
■ Dómarar gegn matsmönnum ■ Þeir vildu synina á sitt hvort heimiliö
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
Við teljum að lögin séu gölluð og
gefi dómurum rangar leiðbeiningar,"
segir Gísli Gíslason, formaður Félags
ábyrgra feðra, en dómur féll þann tí-
unda nóvember í Héraðsdómi Reykja-
víkur þar sem móður var gefið fullt
forræði þó svo að matsmenn hafi
talið skipt forræði hentugast.
I raun geta dómstólar ekki dæmt
sameiginlegt forræði og þá verður
móðirin oftar fyrir valinu,“ segir
Gísli en í dómi kemur fram að faðir-
inn sé mjög hæfur til þess að ala upp
börnin en drengirnir tveir sem deilan
snýst um hafa miklar sérþarfir.
Foreldrarnir búa hvort nálægt
öðru og segiH-matsgerð sálfræðings
að hentugast væri að annar pilturinn
væri hjá föður sínum en hinn hjá
móður sinni.
„Okkur þykir undarlegt að dóms-
kerfið skuli ganga gegn áliti sér-
fræðinga,“ segir Gísli um dóminn
en héraðsdómur tekur ekki mark á
matsgerðunum sem gerðar voru.
Samkvæmt Gísla þarf ekki ein-
göngu að breyta lögunum heldur
þarf að verða vitundarvakning i sam-
félaginu þar sem viðurkennt verði að
börn skuli njóta uppeldis beggja for-
eldra, óháð hjúskaparstöðu þeirra. 1
ljósi þess að nú geti feður farið í feðra-
orlof, þá verði í nútíð og framtíð erf-
iðara fyrir dómstóla að skera úr um
að annað foreldri sé hæfara en hitt
og því sé nauðsynlegt að dómstólum
sé gefin heimild til þess að dæma um
sameiginlega forsjá.
I Svíþjóð hefur þessi heimild verið
til staðar í meira en áratug og gefið
mjög góða raun en það er margs-
Afhendir Birni tímarit Gísli Gísla-
son, formaður Félags ábyrgra feðra,
afhendir Birni Bjarnasyni tímarit
félagsins en Gísli er afar ósáttur við
nýfallinn forræðisdóm.
annað að skilnaðarbörnum sem búa
hjá báðum foreldrum vegnar betur
en öðrum skilnaðarbörnum,“ segir
Gísli sem vill taka lögin gagngert til
skoðunar á Alþingi. Hann segir þau
gölluð og að þau hafi ekki endilega
hagsmuni barna að leiðarljósi enda
úr sér gengin að hans sögn.
íraksmálið:
Davíð tjáir
sig ekki
Davíð Oddsson, seðlabanka-
stjóri og fyrrverandi forsæt-
isráðherra, mun ekki tjá sig
um yfirlýsingu Jóns Sigurðs-
sonar, formanns Framsókn-
arflokksins, um Iraksmálið
samkvæmt upplýsingum frá
Seðlabankanum.
Jón sagði í ræðu sem hann
hélt á miðstjórnarfundi Fram-
sóknarflokksins um síðustu
helgi að ákvörðun ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar um að styðja
innrás Bandaríkjamanna í Irak
hefði verið röng eða mistök.
Taldi hann ennfremur margt
hafa mátt fara betur í ákvörðun-
arferli ríkisstjórnarinnar.
Stokkhólmur:
ABBA-safn
opnað 2008
Safn tileiknað sænsku hljóm-
sveitinni ABBA verður opnað í
miðborg
Stokk-
hólms í
Svíþjóð
árið 2008.
Enn liggur
ekki
endanlega
fyrir hvar
safnið
verður til húsa, en hægt verður
að hlusta á tónlist, skoða
búninga, myndir, hljóðfæri og
ýmsa muni sveitarinnar. Með-
limir sveitarinnar hafa allir
lagt blessun sína yfir opnun
safnsins og hafa samþykkt
að leggja muni til safnsins.
Sveitin nýtur enn gríðarlega
vinsælda þrátt fyrir að hafa
hætt störfum árið 1982. Áætlað
er að ABBA hafi selt yfir þrjú
hundruð milljónir hljómplatna.
NYR OG ÖFLUGRI SAVAGE X 4,1
Tómstundahúsið • Nethyl 2 * S. 587 0600 • www.tomstundahusid
úmSMORHÚSIO
Bláa Lóniö í útrás til Evrópu:
Byrja á Norðurlöndunum
„Við förum inn í Skandinavíu
eftir áramótin og byrjum að selja í
London næsta vor,“ segir Grímur Sæ-
mundsen, forstjóri Bláa Lónsins.
Fyrirtækið undirbýr nú útrás með
húðvörur inn á markaði í Danmörku,
Englandi og Svíþjóð í samstarfi við
Færum 350
fyrirspurnir á
ári um samstarf
erlendis
GrímurSæmundsen
forstjóri Bláa Lónsins
þarlendar stórverslanir. Verða vörur
frá Bláa Lóninu seldar í Áhlens City
í Stokkhólmi, Magasín í Kaupmanna-
höfn og Selfridges í London.
Læknalind Bláa Lónsins Vilja stofna svipaðar læknalindir í Evrópu
Grímur segir mikinn áhuga hjá er-
lendum aðilum á samstarfi við Bláa
Lónið enda hafi vörumerkið skapað
sér nú þegar góðan orðstír. „Við
fáum um 350 fyrirspurnir á ári eða
að jafnaði eina á dag um samstarf í út-
löndum. Þannig að við finnum fyrir
miklum áhuga og það er ekki síst
þess vegna sem við erum að bregðast
við og teljum okkur eiga möguleika
erlendis.“Grímur segir einnig koma
til greina að opna læknalind erlendis
í svipaðri mynd og starfrækt er hér á
landi. „Við höfum áhuga á að flytja
út viðskiptahugmyndina og erum
að skoða möguleika bæði í Skandin-
aviu og Þýskalandi. En það mál er á
byrjunarreit."