blaðið - 29.11.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 29.11.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 blaðið INNLENT UMFERÐIN Átta ökumenn stungu af Sjötíu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögregi- unnar í Reykjavík um helgina. Átta sinnum höfðu ökumenn stungið af eftir árekstur. Flest óhöppin voru minniháttar og töluvert var um hraðakstur í umferðinni, samkvæmt vef lögreglunnar. REYKJAVÍK Ók vísvitandi á bíl Ökumaður ók bíl sínum ítrekað og vísvitandi á annan bíl sem var mannlaus og kyrrstæður á bílastæði. Af þessu hlutust nokkrar skemmdir, en eigendur bílanna þekkjast og hafa átt i deilum. Lögreglan uþþlýsti málið fljótt og örugglega. HÉRAÐSDÓMUR Landsvæði ekki þjóðlenda Héraðsdómur Suðurlands hefur staðfest ákvörðun óbyggða- nefndar um að viðurkennt sé að lönd Dalajarða, Heiðarjarða, Kerlingardals, Höfðabrekku og Hjörleifshöfða innan tilgreinds eignarlands í Mýrdalshrepþi séu ekki þjóðlenda. Miða eigi við stöðu jökuls eins og hann var samkvæmt lögum 1. júlí 1998. Umhverfisráð: Tilbúið að beita þvingunum Karlmaður slasast illa: Dróst marga metra með kraftdreka Umhverfisráð fól í gær umhverf- issviði að neyta allra ráða og, ef með þyrfti, þvingunarúrræða tii að koma í veg fyrir áfram- haldandi hávaða frá þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli. Var bókunin samþyldct samhljóða. Ibúar í grennd við flugvöUinn hafa kvartað undan hávaða í tengslum við flutning Þyrlu- þjónustunnar innan vallarins. írak: Þungvopnaðir asnar á ferð íraskir og bandarískir her- menn stöðvuðu sex asna á landamærum íraks og írans fyrir nokkru og komust að því að þeir báru mikið magn vopna. Með ösnunum voru tveir menn sem komust á brott. Banda- ríkjamenn hafa sakað írana um að vopna uppreisnar- og hryðjuverkamenn í landinu. Meðal þeirra vopna sem asn- arnir báru voru 56 sprengjur. ■ Brotnaði illa í lendingunni ■ Voru að æfa sig á túni ■ Haldið sofandi á gjörgæsludeild Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Reynsla og yfirvegun varð manni til lífs eftir að hann missti stjórn á kraftdreka með þeim afleiðingum að hann dróst marga metra áður en hann hafnaði loks við skurðbakka. Maðurinn fékk þungt högg á síð- una í lendingunni og slasaðist al- varlega. Vinur hans sem varð vitni að slysinu segir sterka vindhviðu hafa valdið því að manninum varð fótaskortur með fyrrgreindum af- leiðingum. Hann segir höggið hafa verið gríðarlegt. Missti fótanna þegar sterk vindhviða tók í kraftdrekann Varað æfa sig með vini sínum þegar slysið varð. Myndin tengist ekki fréttinni. Voru að prófa kraftdrekana „Við vorum búnir að vera þarna dágóða stund og æfa okkur með drekana. Svo kemur skyndilega sterk vindhviða og hann virðist hafa misst fótanna," segir Björn Óskar Einarsson raf- virkjameistari. Hann ásamt vini sínum Ás- geiri Sæmundssyni var að æfa sig með kraft- dreka á túni við Svignaskarð í Borgarfirði síðastliðinn sunnudag þegar slysið átti sér stað. Kraftdrekar þeir sem hér um ræðir líkjast seglum og eru notaðir til að draga menn á skíðum en að sögn Björns voru þeir einungis að prófa drekana og ekki búnir skíðum. „Við vorum að æfa okkur kyrrstæðir. Við höfum notað svona áður fyrir mörgum árum en búnaðurinn er orðinn miklu fullkomnari í dag.“ Björn segist sjálfur hafa orðið var við að vindurinn væri byrjaður að taka í og því hafi hann látið sinn kraftdreka síga niður. „Ég var eitt- hvað um hundrað metra frá honum og sá ekki nákvæmlega hvað gerð- ist. Það er svolítill kraftur í þessu þegar tekur í og drekinn virðist hafa dregið hann áður en hann lendir loks í skurðbakkanum. Miðað við áverka var þetta gríðar- lega mikið högg.“ llla brotinn Að sögn Björns var honum strax ljóst að vinur hans hafði slasast illa og hringdi hann því úr farsíma sínum í Neyðarlínuna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarfirði barst til- kynning um slysið laust eftir hádegi og var sendur sjúkrabíll á staðinn. Eftir að búið var að meta meiðslin var ákveðið að keyra beint á gjör- gæsludeild Landspítalans. Þar gekkst Ásgeir undir skurða- gerð vegna innvortis blæðinga en við höggið höfðu fjölmörg rifbein brotnað illa. Bæði Björn og Ásgeir hafa starfað sem björgunarsveitarmenn og þekkja því báðir hvernig bregðast á við í erfiðum aðstæðum. „Ég fór eftir því sem'mér hefur verið kennt. Það varð honum til lífs að við mátum stöðuna rétt og héldum ró okkar,“ segir Björn. Samkvæmt upplýsingum frá gjör- gæsludeild Landspítalans er Ásgeiri haldið sofandi og í öndunarvél og er líðan hans stöðug. PAULAUSTER Eg var að leita að rólegum stað til að deyja á JEiDhver mælti með Brooklyn , AHRIFARIKOG HEILLANDI SKALDSAGA EFTIR EINN VIRTASTA OGVINSÆIASTAHOFUND BANDARIKIANNA .Stútfull af skemmtilegum sögum.. ★ ★★★★ Blaöiö „Ef þú vilt láta þér líða verulega vel skaltu lesa Bresti í Brooklyn' Silja Aðalsteinsdóttir, TMM könnun sem feroast upp og mður allan tilfinningaskalann... Morgunblaðið BJARTUR Dauði Litvinenkos í Bretlandi: Pútín krafinn svara Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að hann myndi ekki leyfa neinum hugsan- legum hagsmunum Bretlands á alþjóðavettvangi að hafa áhrif á rannsóknina á dauða Alexanders Litvinenkos, fyrrum njósnara rúss- neskra stjórnvalda, sem talið er að hafi verið byrlað eitur. Forsætisráð- herrann sagði að hann myndi jafn- framt taka málið upp við Vladímír Pútín Rússlandsforseta þyrfti þess. Litvinenko dó síðastliðinn fimmtudag eftir alvarleg veikindi sem eru rakin til inntöku á geisl- virka efninu polonium 210. Litvin- enko hélt því fram áður en hann gaf upp öndina að útsendarar rúss- neskra stjórnvalda hefðu byrlað sér eitur. Stjórnvöld í Moskvu hafa vísað þeim ásökunum á bug. Þeir sem þekktu Litvinenko segja að hann hafi verið að rann- saka hugsanlegt misferli rúss- neskra stjórnvalda varðandi Yu- kos olíufyrirtækið sem var áður í eigu auðkýfingsins Mikhails Khodorkovskys. Myndin tengist ekki fréttinni Maður berar sig: Ógnaði konu í strætóskýli Maður var tekinn nálægt barnaskólanum í Laugalæk þar sem hann beraði kynfæri sín fyrir framan unga konu. Konan, sem fædd er 1989, stóð í strætóskýli þegar maður- inn kom að henni. Hún hljóp í burtu og hringdi í lögregluna. Hún gat ekki gefið greinargóða lýsingu á manninum fyrir utan að hann væri dökkklæddur. Lög- reglan veit ekki hver var á ferð en bendir foreldrum á að brýna hætt- una fyrir börnum sínum. Skólinn sendi einnig bréf heim með börn- unum til að vara foreldrana við. Lögreglan þarf haldbær- ari lýsingar á manninum til að hafa uppi á honum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.