blaðið - 29.11.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 29.11.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 blaöiö UTAN ÚR HEIMI VÍETNAM ★ Aðild að WTO staðfest Víetnamska þingið hefur staðfest aðildarsamning að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og verður því 150 ríkið sem á aðild að stofnuninni. Með þessu hefur eitt síðasta kommúnistaríki veraldar tekið stórt skref í átt til þess að aðlagast alþjóðahagkerfinu. BRETLAND Geislavirk efni á skrifstofu auðmanns Lögreglan í Bretlandi hefur innsiglað skrifstofu rússnesks auðmanns, Boris Berezovsky, í kjölfar þess að vísbend- ingar fundust um geislun inni á henni. Um er að ræða geislun af völdum polonium 210, sem er sama efni og dró Alexander Litvinenko, fyrrum njósnara Rússa, til dauða. Villigeltir herja á þorp Hjörð af villigöltum sem voru að fiýja undan skotveiðimönnum gekk ber- serksgang i þýska þorpinu Veitshoechheim i gærmorgun. Geltirnir ollu skemmdum á bílum, búðum og öðrum eignum fyrir hundruð þúsunda króna auk þess sem þeir bitu fjölda vegfarenda. Lögreglan náði að skjóta þrjá gelti á meðan aðrir féllu í kjölfar þess að ekið var á þá. Landlæknir Dana gagnrýnd Hætti í sjónvarpi Landlæknir Dana, Jens Kr. Gotrik, sagði af sér í síðustu viku eftir að heilbrigðisráðherra Dan- merkur hafði i sjónvarpsþætti sagt hann ábyrgan fyrir löngum biðtíma eftir geislameðferð við krabbameini. Samkvæmt lögum er hámarksbiðtími í Danmörku fjórar vikur. Eftir þann tíma á sjúk- lingur rétt á meðferð erlendis. Síð- astliðin fimm til sex ár hefur bið- tíminn i mörgum tilvikum verið miklu lengri, að því er kemur fram á vef landlæknis íslands. Á vefnum kemur jafnframt fram að hér á landi séu flestir komnir í geislameðferð á innan við viku eftir að ákvörðun um hana hefur verið tekin. Undantekning sé ef sjúklingur þurfi að bíða lengur en tíu daga. LYSING.IS // 540 1500 Þarftu stærri bíl? Þarftu betri, nýrri, lengri eða einfaldlega stærri bfl? Hjá Lýsingu bjóðum við þér hentuga lausn til þess að eignast draumabílinn. Þú getur nálgast bílafjármögnun Lýsingar hjá bllaumboðum, bllasölum og ráðgjöfum okkar. Bílasamningur // Bílalán // Einkaleiga Tugthúslimur í Finnlandi: Strauk í fimmta sinn ■ Drap þrjá ■ Fjórgiftur innan múranna ■ Breytti nafninu í Nikita Joakim Fouganthine Juha Valjakkala, 41 árs gamall Finni, strauk úr fangelsi í Hamina austur af Helsinki aðfaranótt gær- dagsins og gengur enn laus. Mað- urinn var dæmdur í ævilangt fang- elsi fyrir morð á þremur mönnum í Ámsele í Svíþjóð árið 1988. Val- jakkala hefur fjórum sinnum áður strokið úr fangelsi, síðast árið 2004, og er talið að hann reyni að komast yfir landamærin til Svíþjóðar. Valjakkala framdi morðin þegar hann var 22 ára og nýsloppinn úr fangelsi í Turku. Eftir fangels- isvistina hélt hann í ferðalag um Finnland og Svíþjóð með kærustu sinni og stuttu eftir að þau komu til Ámsele í Svíþjóð stálu þau hjóli í bænum. Karlmaður og fimmtán ára sonur hans urðu vitni að þjófn- aðinum og eltu þau inn í kirkjugarð þar sem Valjakkala skaut feðgana. Eiginkona og móðir fórnarlamb- anna hóf leit að feðgunum og var stungin til bana við kirkjugarðinn skömmu síðar. Valjakkala og kær- asta hans fundust og voru hand- tekin í Óðinsvéum í Danmörku viku eftir ódæðisverkin. Valjakkala, sem breytti nafni sínu í Nikita Joakim Fouganthine fyrir nokkrum árum, hefur fimm sinnum reynt að fá náðun og hefur Hæstiréttur í Finnlandi veitt leyfi fyrir því að náða manninn. Málið krefst þó samþykkis Törju Halonen, forseta Finnlands, sem hefur neitað að náða hann í öllum tilfellunum. Strokufanginn hefur gifst fjórum sinnum frá dómnum árið 1988. Á ár- unum 1991 til 1996 var hann giftur Christinu, sænskri fréttakonu, en árið 1997 giftist hann Jaana Sou- molainen sem hefur verið talin hættulegasti kvenmaður Finnlands. Árið 1999 giftist hann sænskri konu en ári síðar giftist hann núverandi konu sinni, Minna Huttunen. ER RAFGEYMIRINN í ÓLAGI! FRÍ RAFGEYMAPRÓFUN OG ÍSETNING SP-DEKK Skipholti 35 105 RVK Sími: 553 1055 www.gummivinnustofan.is Opið: Mán - fös 8-18 • Lau 9-15 POIAR

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.