blaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 58

blaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 58
3ARDAGUR 9. DESEMBER 2006 helqin Lesið úr nýjum bókum Rithöfundarnir Stefán Máni, Óskar Árni, Yrsa Sigurðardóttir og Ei- ríkur Guðmundsson lesa úr nýútkomnum bókum sinum í stofunni á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, kiukkan 16. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. blaöiö Aðventudagar Sólheima Kristjana Stefánsdóttir heldur tónleika ásamt fríðu fylgdarliði á Aðventudögum Sólheima í Grímsnesi á morgun, sunnudag, klukkan 15:30. Tónleikarnir fara fram í kaffihúsi staðarins, Grænu könnunni. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. helgin@bladid.net Jóladagskrá Pjóðminjasafnsins hefst um helgina Jólin koma í Þjóðminja sófar - borðstofuhúsgögn - indverskt - gjafavara Vf UM HELGINA Bjúgnakrækir Jóladagskrá Þjóöminjasafnsins hefst um helgina en hún er eins konar upphitun fyrir heimsóknir gömlu íslensku jólasveinanna. Mynd/ívar Brynjólhson Bréfamaraþon og tónleikar Amnesty International stendur fyrir að- ventutónleikum í Neskirkju við Hagatorg á alþjóðlega mannréttindadeginum á morgun, sunnudag, klukkan 20. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Auður Gunn- arsdóttir sóþran og Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari, Kolþeinn Bjarnason flautuleikari og Elísabet Waage hörpuleikari og systkinin Ellen og Kristján Kristjánsbörn. (tilefni dagsins stendur Amnesty einnig fyrir bréfamaraþoni í hliöarsal veitinga- staðarins Hornsins, Hafnarstræti 15. Fólki gefst tækifæri til að skrifa eigin bréf og kort til þolenda mannréttindabrota víða um heim auk þess sem tilbúin bréf og kort verða á staðnum. Maraþonið stendur frá klukkan 12 til 18. Jóladagskrá Þjóðminjasafnsins hefst nú um helgina en desember er einn viðburðaríkasti mánuður árs- ins í safninu og margt um að vera. í dag klukkan 14 verður opnuð lítil jólasýning á Torginu sem nefnist Sérkenni sveinanna þar sem börn- um gefst færi á að kynnast sérkenn- um íslensku jólasveinanna. „Sýningin er sérstaklega sett upp til að kynna jólasveinana og leyfa börnunum að átta sig áþví af hverju þeir heita þessum nöfnum. Þarna verður því ýmislegt sem tengist jóla- sveinunum eins og skyr sem tengist Skyrgámi, bjúga sem tengist Bjúgna- kræki og svo framvegis,“ segir Rúna K. Tetzschner, kynningarstjóri Þjóð- minjasafnsins. Grýla og Leppalúði mæta í heimsókn „Við erum með aðra jólasýningu sem var opnuð um síðustu helgi og heitir Hátíð í bæ. Það er sýning sem getur komið börnum í gott skap líka en á henni eru myndir Ingimundar Kristjáns Magnússonar frá jólahaldi sjöunda áratugarins,“ segir Rúna. Á morgun klukkan 14 verður efnt til sérstakrar skemmtidagskrár fyr- ir börn í tilefni af opnun jólasveina- sýningarinnar sem Guðni Franzson mun stjórna. „Magga Stína mun mæta á svæð- ið og syngja jólalög, eins og henni er einni lagið, við undirleik Harð- ar Bragasonar. Síðan mæta Grýla og Leppalúði galvösk á svæðið og jólakötturinn verður náttúrlega í fylgd með þeim. Síðan verða ýms- ir ratleikir sérstaklega í boði fyrir börn og það hafa verið faldir litlir jólakettir úti um allt þannig að þau geta farið að leita að jólakettinum,“ segir Rúna. Styttist í komu jólasveinanna Dagskráin á morgun er eins kon- ar upphitun fyrir heimsóknir jóla- sveinanna í Þjóðminjasafnið sem hafa notið mikilla vinsælda á und- anförnum árum. „Fyrsti jólasveinninn Stekkjastaur leggur af stað ofan af fjöllum á mánudaginn og hann er væntanleg- ur í Þjóðminjasafnið þriðjudaginn 12. desember klukkan 11 og er hans beðið með eftirvæntingu. Síðan koma þeir hver af öðrum og mæta alltaf stundvíslega klukkan 11 alla daga,“ segir Rúna og bætir við að jóladagskráin njóti alltaf mikilla vinsælda. „Það er stöðugt hringt til að spyrjaumjóladagskránaþann- ig að ég á nú von á því að það verði margt um manninn. í fyrra var húsið alveg að springa. Þetta er voða vinsælt hjá börnunum," seg- ir Rúna og bæt- ir við að gömlu íslensku jóla- sveinarnir hafi mildast aðeinsmeð ár- unum. „Upp- haflega voru þessir íslensku jólasveinar hálf- gerð tröll og þeir voru líka miklu fleiri. Mig minnir að þeir hafi verið 77 og þá voru bæði til jólasveinar og jólameyj- ar. Jóhannes úr Kötlum tók sig til og einfaldaði þetta aðeins og þeim hefur því aðeins fækkað,“ segir Rúna K. Tetzschner að lokum. Upplestur og tónleikar Elísabet Eyþórsdóttir og hljóm- sveit leika og syngja lög af plöt- unni Þriðja leiðin í Von, húsi SÁÁ að Efstaleiti 7 í kvöld klukkan 21. Einnig mun Einar Már Guð- mundsson lesa úr bók sinni Ég stytti mér leið framhjá dauðanum. Tónleikar í Salnum Ólafur Kjartan Sigurðar- son heldur jólatónleika ásamt stórfjölskyldunni og Skólakór Kársness í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, klukkan 16. Aðventutónleikar Söngsveitin Fílharmónía heldur aðventutónleika sína í Langholts- kirkju á morgun, sunnudag, og hefjast þeir klukkan 20. Flutt verða verk tileinkuð Maríu mey ásamt jólalögum frá ýmsum löndum. Jólafárið i Austurbæ Bama- og unglingaleikhús Austur- bæjar frumsýnir leikritið Jólafárið í Austurbæ í dag klukkan 13. Þetta er önnur sýning félagsins en það er starfrækt fyrir leikara á aldrinum 9-17 ára. Aðventuveisla Ííþróttahöll- ~inni Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og knattspyrnudeild Þórs bjóða til aðventuveislu f fþróttahöllinni í dag klukkan 18. Með hljómsveitinni koma fram Hulda Björk Garðarsdóttir, Ólafur Kjartan Sig- urðarson og Karlakór Dalvíkur. Ghostigital í Liborious Ghostigital leikur efni af plötu sinni In Cod We Trust I Liborious á Nýlendugötu 14 í dag klukkan 17. Boðið verður upp á léttar veit- ingar. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Bókmenntir á Súfistanum Sigurður Skúlason leikari flytur Ijóð og stutta texta úr hljóðbók- inni Og líf vort aðeins leit á Súf- istanum Laugavegi 18 á morgun, sunnudag, klukkan 15. MMMM...GLÓÐAÐUR Möst á djamminu Opiö til kl. 05:00 á laugardags og : til kl. 07:00 á sunnudagsmorgnum ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.