blaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2006 blaðið XJOTIJM JOMXM ...NED GÓÐRIISÓK 4- UPPÁHALDS ÍSLENDUVGASA6M Hér vekja útímalegur texti og dramatískar Ijósmyndir Jóhannesar Eiríkssonar Njálu eftirminnilega til lífs á nýrri öld. Margslungin, æsispennandi örlagasaga sem snertir streng í brjósti allra Islendinga. ÍSIÆNSK TÍSKA EK I‘I\STÖK Við eigum svo margt annað en ísienska lopapeysumynstrið. Draumabók þeirra sem vilja skapa og tileinka sér nýstárlega hönnun og prjónaskap. VIÐ EKIJM SAMFÉLAGID Einstök bók um landið okkar, þjóðarsálina, umhverfismálin og stöðuna í heiminum. Steingrímur J. Sigfússon lætursig allt varða og vekur okkur til unar. SÖLKUKOM Leyfum barninu í okkur að njóta jólanna. Bach í Hallgrímskirkju Schola cantorum og Björn Steinar Sólbergsson orgel- leikari flytja jólasálma og sálmaforleiki eftir J.S. Bach i Hallgrímskirkju sunnudaginn 10. desember klukkan 17. Ka fjölskyM«aa Spilað með land sitt og þjóð ugmyndin fæddist þegar ég dvaldi með fjölskyldu minni i sumarbústað. Það rigndi mikið og ég hafði verið töluvert innandyra að spila ýmis borðspil við eldri son minn. Þá kom mér í hug að það gæti verið spennandi verkefni að búa til alíslenskt borðspil,“ útskýr- ir Árni Stefánsson, höfundur spils- ins Draumaeyjan - Sjálfshjálpar- spil handa spenntri þjóð. Spilið er innblásið af metsölubók Andra Snæs Magnasonar, Draumaland- inu, en spilið gengur út á að móta atvinnuuppbyggingu og framtíð íslensku þjóðarinnar. Leikmenn geta byggt upp stjóriðju, sjávarút- veg, landbúnað, þekkingariðnað eða ferðaiðnað eða blandað öllu þessu saman. Á vegferðinni eru ýmis ljón á veginum en leikmenn geta meðal annars lent í fjandsam- legum yfirtökum, illvígum nátt- úruöflum og erfiðum mótherjum. „Eins og margar góðar hugmyndir þá fékk þessi að liggja dágóðan tima ofan í skúffu. Þegar Andri Snær, minn gamli skólafélagi, sendi frá sér Draumalandið þá datt mér í hug hvort ekki væri gam- an að gera spil sem tengdist bók- inni og þeirri hugsun sem í henni býr. Þessi tenging gekk prýðilega upp og í haust var spilið tilbúið til framleiðslu eftir að hafa farið í gegnum töluverðar prófanir." Allt landið undir Árni er nýráðinn framkvæmda- stjóri vörustjórnunarsviðs hjá 01- íufélaginu, Bílanausti og ísdekk og fylgist vel með þjóðmálaumræð- unni. Aðspurður segist hann vera mjög hrifinn af bók Andra Snæs en spilinu sé þó ekki ætlað að vera innlegg í pólitíska baráttu. „Það var mjög meðvitað hjá okkur að spilið boðar ekki neina sérstaka pólitík heldur eru leikmenn með landið undir og eiga valið um það hvernig þeir vilja byggja upp lífið á eyjunní. Þeir geta byggt virkjun eða stofnað þjóðgarð, rekið harða virkjanastefnu eða verndað náttúr- unna. Það ræðst af mótherjunum, umhverfinu og ýmsu öðru hvern- ig þeim reiðir af en þeir eiga alveg jafn mikla möguleika á því að vinna spilið hvort sem þeir fara út í þekkingariðnað eða stóriðju." Hugmynd dagsins er veru- leiki morgundagsins Jón Páll Halldórsson, yfirhönn- uður hjá Latabæ, sá um alla graf- íska hönnun á spilinu en það var framleitt af einum virtasta spila- framleiðanda Evrópu. Árni segir að þeir sem prófað hafa að spila Draumaeyjuna hafi kallað það einskonar Islands-matador og ein- hverjir líktu því við blöndu af Cat- an og Hættuspilinu. „Við vildum gera skemmtilegt fjölskylduspil sem hefði sterka tíðarandateng- ingu og væri jafnframt mjög vand- að. Við reyndum að rata meðalveg- inn milli heppni og hugvitssemi. Spilið þarf að vera það áhugavert að leikmenn vilji spila það aftur en það má ekki vera það flókið að krakkar ráði ekki við að spila en við miðum við að níu ára börn geti spilað það skammlaust." Árni seg- ir skemmtilegt hvernig hugmynd- ir sem virðast fjarlæg framtíð verða í einu vetfangi að veruleika við réttar aðstæður. „f spilinu geta leikmenn reist sérstök mannvirki sem hafa ákveðna eiginleika. Þar í flokki er til dæmis geimferða- áætlun og heimstískuhús sem framleiðir aðeins föt úr sauðar- gærum og fiskroði. Eftir að spilið fór í framleiðslu birtist frétt um íslenska hugvitsmenn sem skutu á loft eldflaug. Þessir piltar gætu verið upphafsmenn íslensku geim- ferðaáætlunarinnar. Svo var líka frétt um íslending sem selur Nike- fiskroð til að nota í hátískuíþrótta- skó. Þetta er skemmtilegt og sýnir okkur að hugmynd dagsins í dag er veruleiki morgundagsins.“ hilma@bladid.net Vox feminae syngur Maríu til dýrðar Kvennakórinn Vox feminae hefur nú sent frá sér sína þriðju geislaplötu. Hún er helguð heilagri guðsmóður og ber titilinn Ave Maria. Þar er að finna fimmtán lög og ljóð sem samin hafa verið í gegnum aldirnar til dýrðar Mar- íu guðsmóður, meðal annars eftir Schubert, J.S. Bach, Mozart og Sigvalda Kaldalóns. Maríuljóðin hafa fýlgt kórnum í þau þrettán ár sem kórinn hefur starfað og voru meðal annars í farteskinu þegar kórinn vann til silfurverðlauna í áttundu alþjóðlegu kórakeppninni í kirkjulegri tónlist sem haldin var 1 Vatíkaninu árið 2000. Margrét Pálmadóttir hefur frá upphafi stjórnað kórnum en hún hlaut meðal annars íslensku fálka- orðuna fyrir frumkvöðlastarf sitt í íslensku tónlistarlífi. 1 tilefni af útgáfu plötunnar heldur Vox fem- inae tónleika í Þjóðmenningarhús- inu sunnudaginn 10. desember klukkan 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.