blaðið - 11.01.2007, Blaðsíða 7
blaðiö FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR2007
HEIMILI&HÖNNUN I 25
Nuddbaðkör verða sífellt algengari Hægt að fá þau íhinum ýmsu
útfærslum og gerðum.
Nuddbaðkör sœkja í sig veðrið:
Þinn eigin heiti
pottur innandyra
Það er fátt þægilegra eftir
erfiðan vinnudag en að skella
sér í heitan nuddpott og láta
þreytuna og stressið líða úr sér.
Mörgum hrýs þó hugur við til-
hugsuninni um að skella sér
í almenningssundlaugar því
sumum okkar finnst ekkert
gaman að striplast um á sund-
fötum fyrir framan ókunnuga.
Margir meta stöðuna sem svo
að líklega væri best að hafa sinn
eigin nuddpott. Þá koma oft
upp tvö vandamál, í fyrsta lagi
hvar á að koma pottinum fyrir
og svo líka að eiga fyrir einum
slíkum án þess að skuldsetja sig
fram í fingurgóma.
Nuddbaðkör hafa verið að
ryðja sér rúms á undanförnum
árum og eru nú orðin ríkjandi
á markaðnum. Nuddbaðkörin
henta vel fyrir þá sem hafa
ekki pláss fyrir heitan pott en
vilja samt geta haft einhvern
máta til að láta sér líða vel sam-
bærilegan við pottana. Reynir
Matthíasson hjá Baðheimum
segir að á þeim þremur árum
sem Baðheimar hafi verið
starfræktir hafi hann fundið
vel fyrir vaxandi áhuga fólks á
nuddbaðkörum.
Kostirnir við þessi baðkör
eru þeir að í flestum tilfellum
er lítilla breytinga þörf til þess
að geta komið einu slíku fyrir.
Það eina sem baðkarið þarf er
vatn, og er þá hægt að notast
við sömu vatnslögn og í gamla
baðkarinu, og rafmagn. Engar
sérstakar breytingar þarf að
gera á rafmagnsmálum fyrir
baðkörin því þau nota jafnmik-
inn straum og meðalryksuga.
Því þarf lítið annað að gera en
að stinga baðkarinu í samband.
Reynir segir að nuddbaðkörin
séu það sem seljist mest af hjá
Baðheimum. „Ef fólk er að end-
urnýja baðið sitt þá eru margir
sem velja sér þá leið að fá sér
nuddbaðkar.“ Hann segir einnig
að tæknin sé farin að hefja inn-
reið sína í nuddbaðkörin. Nú
þegar er kominn á markaðinn
búnaður sem gerir fólki kleift
að hringja í baðkarið sitt til að
láta renna í það. Sá búnaður er
reyndar ekki kominn í sölu á Is-
landi en tæknin er vissulega til
staðar.
útsalan í fullum gangi
20-60%
afsláttur
sófar
stólar
Sófasett
borðstofuhúsgögn
indverskt
gjafavara
KAUFA/SEUA
I SMÁAUGLÝSINGAR 5103737 blaðU^H
| _ _ SMAAUQLYSlNGAR^iÐUVDIONET
Sólskálar
Svalalokanir
-Stofnað 1984-
www.solskalar.is
Sími: 5544300 /~ILUGGAR Igr
Smiðsbúð 10, 210 Garðabæ VJJARÐHÚS11 ehf
Gluggar
Hurðir
Rennihurðir