blaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 31

blaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 31
blaöiö FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2007 3 9 RÚV klukkan 21.15 Aðþrengdar á skjánum Sjónvarpið sýnir nú nýja seríu af bandarisku þáttaröðinni Desperate Housewives. Pætt- irnir fjalla um nágrannakonur í úthverfi sem eru ekki allar þar sem þær eru séðar. I þáttunum eru sagðar sögur úr lífi þeirra séðar með augum ná- grannakonu þeirra sem framdi sjálfsmorð. Þeir hafa hlotið fjölda verðlauna, meðal annars Golden Globe. Húsmæðurnar eru eins ólíkar og þær eru margar og er óhætt að segja að líf þeirra sé síður en svo einfalt. Aðalhlutverk leika Teri Hatcher, Felicity Huff- man, Marcia Cross, Eva Long- oria og Nicolette Sheridan. Sirkus klukkan 20.30 Earl aftur á skjáinn My name is Earl, þættirnir um auðnuleysingjann Earl, hafa slegið í gegn svo um munar. Þættirnir fjalla um Earl sem gefur orðinu skíthæll slæma merkingu. Hann stelur og svindlar og allt gengur honum í óhag. Svo kemur að því einn daginn að hann vinnur happdrættisvinning og lendir í kjölfarið í bílslysi. Þá gerir hann sér grein fyrir því að ef hann á að geta lifað hamingjusömu lífi verður hann að bæta fyrir öll illvirki sem hann hefur framið. Hann heldur því af stað með langan lista af illvirkjum og lendir í furðulegum ævintýrum. Sem fyrr er það Jason Lee sem fer með hlutverk Earl. Þetta er önnur sería þáttaraðarinnar og hún er fyndnari en sú fyrri ef eitthvað er. Stöð 2 Bió kl. 18.00 Stefnt á toppinn Kvikmyndin A Shot at Glory er dramatísk og fjallar um smá- bæjarlið í fótboltanum. Gordon McLeod stýrir neðrideildarliði í Skotlandi. Eigandi fótbolta- klúbbsins er kröfuharður og skiptir sér af öllu. Þetta er ekki besti starfsvett- vangur í heimi og í ofanálag þarf Gordon að gllma við s(n eigin vandamál og þau eru ekki lítil. Með aðalhlutverkið fer gamla brýnið Robert Duvall en meðal annarra leikenda er Mi- chael Keaton og svo fer gamla knattspyrnuhetjan Ally McCoist einnig með stórt hlutverk. Harry Potter: Afhjúpar töfrasprotann sinn Leikarinn ungi Daniel Radclif- fe hefur getið sér gott orð fyrir að túlka hinn unga en magnaða töframann Harry Potter. f vikunni komst hann í sviðsljósið fyrir að koma með þá yfirlýsingu að hann óskaði þess að persónan Harry Pott- er myndi deyja í síðustu bókinni sem er væntanleg út í sumar. Meiri athygli hefur þó vakið sú staðreynd að Daniel hefur tekið upp á þvi að afhjúpa sinn eigin, og örlítið minni töfrasprota. Radcliffe hefur tekið að sér hlut- verk í leikritinu Equus sem sýnt er í leikhúsi í London. Leikritið fjallar um barnageðlækni, sem leikinn er af Richard Griffiths, sem fær það erfiða hlutverk að hjálpa ungum manni, Radcliffe, sem á við mörg vandamál að stríða og þar á meðal er hann haldinn kvalalosta. f leik- ritinu er þess krafist af Radcliffe að hann komi nakinn fram og leysir hann það verk með sóma. Gárungarnir ytra hafa haft orð á því að „töfrasproti“ Radcliffes sé í styttra lagi og er því skrýtið að hann geti töfrað upp nokkurn einasta hlut með honum. Annars þykir hinn ungi leikari sýna ágætisleik á svið- inu og ljóst er að þetta verk er mjög fjarri hinum oft á tíðum sykurhúð- uðu Harry Potter-kvikmyndum. Mjúkir dagar 15% afsl. af öllum sófum og borðstofustólum trilia a r t H Ú S G 0 G N o p i ö v i r k a b æ j a r I i n d daga 10-18 laugardaga 11 6 201 kópavogi slmi 554 16 - Sunnudaga 13-16 6300 www.miraart.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.