blaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 22.02.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2007 blaöiö Tilkynnt um fækkun í herliði innrásarríkja í írak: Bretar og Danir heim ■ Bretar fækka um 1.600 í herliði sínu í írak ■ Danir munu auka þátttöku sína í Afganistan Tyrkland: Hús hrundi í Istanbúl Tveir létust og á þriðja tug slasaðist þegar fimm hæða bygging hrundi í Istanbúl í Tyrklandi aðfaranótt gærdags- ins. Húsið var á lista borgaryf- irvalda yíir byggingar sem til stóð að rífa af öryggisástæðum. Sjónarvottar segja að það hafi orðið mörgum til lífs að starfsmenn og gestir kaffihúss á jarðhæð hafi gert öðrum í byggingunni viðvart með hrópum og með því að hringja dyrabjöllum og kasta steinum í glugga eftir að þeir tóku eftir þvi að byggingin byrjaði að hristast. Eftir Atla fsleitsson atlii@bladid.net Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, kynnti í gær áætlun sína um að fækka í herliði Breta í Irak á næstu mánuðum. Blair sagði að hermönnum yrði mjög bráðlega fækkað um 1.600 og vonandi fimm hundruð til viðbótar í lok sumars. Um 7.100 breska hermenn er nú að finna í írak. Anders Fogh Rasmus- sen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti skömmu siðar að allir danskir landgönguliðar í Irak verði sendir heim fyrir lok júlimánaðar næstkomandi. Bretar aðstoði til 2008 Blair sagði að herlið Breta myndi áfram vera í írak fram á næsta ár, meðal annars til að aðstoða íraka við að tryggja öryggi við landa- mærin að Iran. Breskir hermenn hafa fyrst og fremst verið staðsettir i borginni Basra í suðurhluta Iraks og sagði Blair borgina enn vera ótrygga, en að það væri „í höndum íraka sjálfra að skrifa næsta kafla sögu sinnar“. Morðum og mann- ránum hefur fækkað mikið undan- farið. Betur hefur tekist að tryggja öryggi í þessari næststærstu borg Ir- aks en víða annars staðar í landinu. Breski forsætisráðherrann kynnti áætlanir sínar fyrir George Bush Bandaríkjaforseta á þriðjudaginn. Á sama tíma og Bretar og Danir hafa tilkynnt um fækkun í herliði sínu, vinna bandarísk stjórnvöld að því að senda 21.500 manna liðsauka til höfuðborgarinnar Bagdad og viðar í þeirri viðleitni að stöðva blóðugar árásir uppreisnarmanna í landinu. Talsmaður Bush-stjórnarinnar sagði i gær Bandaríkjamenn einnig hafa það að markmiði að koma stjórn ör- yggismála í hendur Iraka sjálfra og fækka í herliði Bandaríkjahers (írak. Bretar skapi vandann Sir Richard Dannatt, yfirmaður OPINN FUNDUR Kl. 17.00 Allir velkomnir. KONUR í BARÁTTUHUG Framsögur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar Katrín Júlíusdóttir, Helga Vala Helgadóttir Örsögur úr baráttunni Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kristrún Heimisdóttir, Valgerður B. Eggertsdóttir og Guðný Hrund Karlsdóttir Kynlegir fjölmiðlar Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Króníkunnar (' .y Lára Stctánsdóttir, Akureyri r. Steinunn Vaidis Óskarsdóttir, Reykjavlk Anna Krístin Gunnarsdóttir, Sauóárkróki Asta R. Jóhannesdóttir, Reykjavík Katrín Júlíusdóttir.Kópavogi Jóhanna Sigurðardóttir, Reykjavík Meintir gallar á viögerð: Húsfélagið borgar ekki Fyrirtækið Fjalir ehf. hefur stefnt húsfélaginu að Mið- vangi 2-8 i Hafnarfirði fyrir að greiða ekki fyrir umbeðnar múrviðgerðir og verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. „Það komu fram gallar á viðgerðinni og húsfélagið neitar að greiða. Það er ágreiningur um hversu miklir þessir gallar eru,“ segir Sig- mundur Hannesson, verjandi húsfélagsins. Hann hefur beðið um að matsmenn verði dómkvaddir til að meta hina meintu galla. „Málinu verður þá frestað þar til matið kemur.“ Kynferðisofbeldi gegn 5 ára stúlku: Sýknaður vegna ungs aldurs Piltur var í gær sýknaður í Hér- aðsdómi Vesturlands af kynferðis- legu ofbeldi gegn 5 ára stúlku. Pilt- urinn fullyrti að ofbeldið hefði átt sér stað sumarið 2003 þegar hann var 14 ára en menn verða sakhæfir 15 ára gamlir. Játaði pilturinn að hafa sett getnaðarlim sinn í munn stúlkunnar þar sem þau voru stödd saman í hlöðu. Stúlkan greindi frá kynferðisbrot- inu í fyrra eftir að hafa heyrt auglýs- ingu þar sem fjallað var um kynferð- islega áreitni gegn börnum. Minnti stúlkuna að ofbeldið hefði átt sér stað sumarið 2004. Skömmu fyrir of- beldið hafði pilturinn greint frá því að hann væri að verða 15 ára, að sögn stúlkunnar. Þvi er ekki talið sannað að hann hafi framið ofbeldið 2004. Reykjavík: Bensínfóturinn þungur Sautján ára gömul stúlka var stöðvuð fyrir of hraðan akstur í Ártúnsbrekku rétt eftir miðnætti á þriðjudag þar sem bíll hennar mældist á 130 kílómetra hraða. Stúlkan fékk bílpróf fyrir fjórum mánuðum og má búast við sekt upp á sextíu þúsund krónur. Piltur, sem einnig er sautján ára gamall, var stöðvaður skömmu síðar á Hafnarfjarð- arvegi en hann mældist á 120 kílómetra hraða. Má hann búast við sömu sekt og stúlkan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu er mikið um hraðakstur þessa dagana. Gott veður þyngi bensínfótinn. Braut gegn fimm ára stúlku Pilturinrt var sýknaður þar sem hann er talinn hafa verið of ungur. Hann var hins vegar dæmdur til að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk dráttarvaxta. Pilturinn var einnig ákærður fyrir að hafa slegið mann hnefa- högg í andlitið og slasað sumarið 2005 utandyra á dansleik úti á landi. Hann var sýknaður af lík- amsárásarkæru þar sem brotaþoli átti upptökin að átökunum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.