blaðið - 28.02.2007, Síða 5
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007
Tískustraumar ífermingargjöfum:
Tölvurhúsgögn,
orðabækur og atlasar
Fermingargjafir ganga í gegnum
miklar tískubylgjur. Sú var tíðin að
nánast hvert einasta fermingarbarn
fékk sitt fyrsta armbandsúr í ferm-
ingargjöf, seinna meir vék sú tísku-
bylgja fyrir hljómflutningstækj-
unum. Blaðið leitaði til nokkurra
þekktra verslana til þess að reyna
að sjá hvað muni verða tískugjöfin
þetta árið.
Gunnar Ingvarsson er vörustjóri
afþreyingar hjá Árdegi sem rekur
meðal annars verslanir BT. Hann
segir að tölvurnar séu sívinsælar
sem fermingargjöf. „Það sem snýr
að okkur eru tölvur sem slíkar,
hvort sem það eru ferðavélar eða
borðtölvur, þær eru alltaf vinsælar
gjafir um fermingarnar. Þetta eru
bæði skólatölvur og tölvur
sem ráða við leikina
líka.“ Hann segir einnig
að leikjatölvurnar séu vin-
sælar í fermingarpakkana.
„Leikjatölvur hitta
alltaf mjög vel
hjá strákunum
og reyndar
hefur það
verið að breyt-
ast þannig
að stelp-
u r n a r
vilja þetta
líka, það
er orðið
það mikið
af leikjum
eins og til
dæmis Sims sem þær vilja.“ Gunnar
segir að hin nýja leikjatölva frá
Sony, Playstation 3, muni verða vin-
sæl fermingargjöf en það muni þó
eitthvað aftra henni hvað hún er ný
á markaðnum. „Versta málið er að
þetta er ný vél og því verður bara
til takmarkað magn af henni. Það
er ekkert víst að allir fái hana sem
vilja.“
Húsgögn hafa í gegnum tíðina
verið vinsæl fermingargjöf og eru
margir sem hafa fengið sitt fyrsta
almennilega rúm í fermingargjöf.
Eysteinn Guðmundsson, deildar-
stjóri húsgagnadeildar hjá Hús-
gagnahöllinni, segir að vissulega
séu húsgögnin vinsæl í fermingar-
pakkann. „Þetta eru aðallega skrif-
borðin og rúmin sem eru að fara í
fermingargjafirnar." Hann segir að
vinsæl húsgögn eins og til dæmis La-
Z-boy-stólarnir séu stundum keypt
sem fermingargjafir. „Það kemur
fyrir en fólk þarf náttúrlega að hafa
pláss fyrir þá. Það er mjög vinsælt
lijá krökkum að fá La-Z-boy, það er
engin spurning." Hann segir einnig
að stórir grjónapungar séu vinsælir
sem og hillur og allskonar sam-
stæður inni í herbergi krakkanna.
,Það er alltaf klassískt.“
Bækur eru alltaf vinsælar í ferm-
ingarpakkann og flestir þeir sem
hafa fermst á annað borð hafa að
minnsta kosti fengið eina bók í
fermingargjöf. Hildur Óskarsdóttir,
markaðsfulltrúi hjá Eymunds-
son, segir að bækur séu það
sem seljist mest hjá Eymunds-
son fyrir fermingarnar.
„Þetta eru bæði
orðabækur og
atlasar sem
eru alltaf
klassískar
fermingar-
gjafir og svo
eruklassískar
skáldsögur
v i n s æ 1 a r,
til dæmis
bækur eftir
H a 11 d ó r
Laxness og
ljóðasöfn."
En það eru ekki bara stærri
bækurnar sem seljast vel fyrir ferm-
ingarnar heldur seljast minni ritin
einnig vel. „Afmælisdagbækur eru
alltaf mjög vinsælar." Bækurnar
eru vissulega í miklu úrvali hjá Ey-
mundsson en Hildur segir að það
séu einnig fleiri gjafir hjá Eymunds-
son sem eru vinsælar því bæði ferða-
töskur sem og pennar hitta alltafvel
í mark hjá fermingarbörnunum.
Það er vandi að spá hvað muni
leynast í pökkunum hjá ferming-
arbörnunum þetta árið. Úrvalið er
mikið en ef marka má verslunar-
fólkið má ætla að hinar núverandi
klassísku fermingargjafir muni ylja
mörgu fermingarbarninu um hjarta-
rætur á þessum mikla merkisdegi.
I aðeins 30 km fjarlægð frá Reykjavík er náttúruperlan Hveradalir, en þar á einu virkasta hverasvæði landsins stendur Skíðaskálinn.
Hvort sem halda á fund, ráðstefnu,fermingu, brúökaup eða árshátið er Skíðaskálinn í Hveradölum tilvalinn staður.
Útvegum allan búnað, aðgangur að þráðlausri internettengingu, frábær þjónusta, Ijúffengur matur
og endurnærandi umhverfi. Bjóðum árshátíðarpakka fyrir stóra og smáa hópa á frábæru verði.
Matur, dansleikur, rútuferðir...
Uppl. og bókanir í s. 567 2020
www.skidaskali.is - skidaskali@skidaskali.is
á þriðjudögum
Auglýsingasíminn er
510 3744
ferming 2007
flott föt - mikið úrval - gott verð
stelpur bolir frá: 2.990 buxur
leggings frá: 990 jakkar
pils frá: 3.990 kjólar
frá: 4.990 stuttbuxur frá: 5.990 strákar jakkaföt frá: 16.990
frá: 9.990 vesti frá: 5.990 skyrtur frá: 4.590
frá: 3.990 60's kápur 12.990 bindi frá: 2.990
skór frá: 6.990
Kringlunni s.512 1750 | Laugavegi 91 s.512 1717