blaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 7
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007
Aðrar gerðir ferminga:
Manndómsvígslur
víða um heim
Fermingin er í augum okkar
Islendinga nokkurs konar mann-
dómsvígsla. Þetta er dagurinn
sem ungmennin fara frá því að
vera börn og komast í hóp fullorð-
inna. Flest öll trúarbrögð og þjóð-
félög hafa einhvers konar mann-
dómsvígslu sem þessa en það er
ærið misjafnt hvernig þær eru.
í Amish-samfélögunum nefn-
ist þessi manndómsvígsla rum-
springa. Þar, ólíkt fermingunni,
snýst rumspringa um það að
kynna ungmennunum hina hlið
lífsins. Amish-fólkið trúir því
að enginn geti tekið kristna trú
án þess að vera vel upplýstur um
báðar hliðar málsins. Því eru
ungmennin á vissum tímapunkti,
oftast í kringum 17 ára aldurinn,
hvött til að yfirgefa Amish-sam-
félagið og lifa á meðal venjulegra
borgara. Þar komast ungmennin
í kynni við alla nútímatækni og
þau kynnast að einhverju leyti
hinu hefðbundna ameríska ung-
lingslíferni. Þess ber þó að geta
að flestir af þeim unglingum
sem yfirgefa samfélagið fyrir
rumspringa snúa aftur.
í gyðingdómi er það hin fræga
Bar Mitzvah fyrir drengina og
Bat Mitzvah fyrir stúlkurnar.
Þegar börnin hafa náð ákveðnum
aldri, 12 ára fyrir stúlkur og 13
ára fyrir drengi, ganga þau í
gegnum þessa athöfn. Með því að
gangast undir þessa athöfn verða
þau sjálf ábyrg gjörða sinna en
fram að þessu liggur ábyrgðin á
því að börnin fylgi gyðingasiðum
hjá foreldrunum.
í samfélögum frumbyggja
N-Ameríku eru margar mis-
munandi manndómsvígslur. Hjá
hinum forna Lakota-ættbálki
kallaðist manndómsvígslan
hanblechyapi og fór hún fram
snemma á unglingsárum barn-
anna, líklega í kringum 12 ára
aldurinn. Þá hélt ungmennið
langt frá mannabyggðum, sett-
ist inn x stóran hring og sat þar
í allt að 2 til 4 daga. Ungmennið
mátti ekkert taka með sér í hring-
inn nema vatn og mátti það ekki
undir neinum kringumstæðum
yfirgefa hringinn. Sumar heim-
ildir geta þess að ungmennin
hafi kastað þvagi í vatnið sitt til
þess að hreinsa það. Þetta and-
lega ferðalag ungmennanna átti
að tryggja þeim gott veganesti út
í lífið.
Jelmlngalmgnciut mín
Andri Freyr Viðarsson,
útvarpsmaður
„Þessi mynd er skelfileg.
Mamma skammast sín alveg
jafn mikið fyrir þessa mynd og
ég, enda er
hún geymd
ofan í ein-
hverjum kassa.
Þessi mynd
vekur upp al-
veg skelfilegar
tilfinningar
því að þarna
var ég alveg á
mörkunum, ég var að reyna að
safna hári en ég mátti samt ekki
hafa það of sítt því ég var að ferm-
ast og það þótti bara óheyrilegt
að vera með sítt hár. Jóhanna
frænka mín sá um að blása á
mér hárið og það var greitt í píku
og var eins og gardína. Að sjálf-
sögðu, í takt við tímann, var ég
með svona íslandssylgju, einstak-
lega smekklegt, í vesti og fötum
sem ég átti ekki sjálfur. Mér líður
ekki vel á þessari mynd og fólk
sér það alveg. Þótt ég sé að brosa
þá var það bara gert fyrir þetta
móment. Fermingin var búin að
vera í gangi og hún var ömurleg.
Ég fékk.engan pening en frænka
mín sem var að fermast með mér
fékk einhvern 120.000 kall en ég
fékk bara 30.000 kall. Ég stakk
af úr minni eigin fermingu, mér
fannst þetta svo leiðinlegt. Ég
fór á rúntinn með Ölveri frænda
og fékk mér malt og kókosbollu.
Þetta var hundleiðinlegt og ég
mæli ekki með því að nokkur
maður geri þetta.“