blaðið - 28.02.2007, Side 8
• FERMINGAR
Ótrúlega margir skammast sín fyrir fermingarmyndina sína.
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 blaöiö
. Stóra veislusýning Garðheima:
Alltfyrir ferminguna á einum stað
I byrjun febrúarmánaðar hófst
Stóra veislusýningin í Garðheimum
og mun þessi sýning standa fram til
loka apríl. Um síðustu helgi fór fram
sérstök fermingarsýning í tengslum
við þessa miklu sýningu þar sem
haldin var stærðarinnar tískusýning
þar sem fermingartískan þetta árið
var sýnd fyrir troðfullu húsi. Jónína
Sigríður Lárusdóttir, markaðsstjóri
Garðheima, segir að þó svo að ferm-
ingartískusýningin sé afstaðin sé
margt að sjá í Garðheimum og getur
fólk leitað þangað eftir aðstoð varð-
andi skreytingu eða hreinlega til
þess að fá innblástur.
Það er hægara sagt en gert að koma
á fót fermingarveislu. Oft stendur
fólk gjörsamlega á gati og þá er gott
að leita til fagfólks til að fá nokkrar
góðar hugmyndir. „Við erum með
veisluborð sem eru uppsett með hug-
myndum fyrir fólk. Einnig erum við
með ráð frá bökurum í sambandi við
kökur. Þá erum við með kynningu
frá Veislunni á Seltjarnarnesi í sam-
bandi við mat og við reynum að tína
svona til það sem hentar fólki og það
sem það þarf á að halda.“
Margir kjósa að gera sem mest
sjálfir í kringum ferminguna, bæði
til að halda kostnaði niðri en einnig
til að tryggja það að fermingin fái per-
sónulegra yfirbragð. Jónína segir að
þetta fólk fái góðan stuðning í Garð-
heimum. „Fólk gerir mikið af því að
föndra fyrir fermingarnar, föndra
boðskortin og borðskrautið og þetta
erum við allt saman með og fólk
hefur hér aðgang að vél til þess að
skera út borðskrautið.“ Það ætti því
ekki að vefjast fyrir neinum að töfra
fram sniðugar borðskreytingar og
boðskort, það eina sem þarf er smá
hugmyndaflug.
Jónína segir að markmið Garð-
heima sé einfalt. „Við leggjum upp
með að fólk geti fundið allt á einum
stað sem viðvíkur fermingarveisl-
unni.“ Því ættu allir að geta fundið
það sem þá vantar í Garðheimum,
bæði efni og hugmyndir. Þess má ingu, rósasýningu í tengslum við
einnig geta að það eru ekki bara hana sem og mörgum öðrum glæsi-
fermingarnar sem koma inn á Stóru legum sýningum. Það er því kjörið
veislusýninguna.Garðheimarstanda að snúa sér til Garðheima til að fá
meðal annars fyrir brúðkaupssýn- nýja sýn á fermingarveisluna.
►
Jeui ungatn lyndin
Auglýsingasíminn er
510 3744
Ásgeir Kolbeins,
þáttastjórnandi
„Eg hef nú ekki skoðað myndina í
örugglega 13 ár eða eitthvað álíka
og var mjög
smeykur við
að sjá hvernig
hún myndi líta
út, sérstaklega
þar sem ég
var búinn að
lofa að leyfa
henni að fljóta
með í þessu
viðtali, enda
eru gamlar fermingarmyndir einhvern
veginn oftast alveg ferlega hallæris-
legar og þarf maður virklega að geta
haft húmor fyrir sjálfum sér til að geta
sýnt þær. Ég verð nú samt að segja
að ég held að ég þurfi ekki að óttast
að mín eldist illa. Enda var ég svo
feginn að sjá að hún var bara nokkuð
eðlileg miðað við myndir af mörgum
af mínum bestu vinum, en þær hafa
meðal annars verið notaðar sem grín í
auglýsingaherferðum."
„Svona ef maður tekur þetta allt saman
þá er minningin góð hvað varðar ferm-
inguna, undirbúninginn, veisluna og allt
sem átti sér stað á þessum tíma. Þetta
er stórt skref fyrir þá sem vilja að það
sé þannig og finnst mér þetta vera
eitthvað sem krakkar eigi virkilega
að njóta að eiga í minningunni hjá sér.
Þetta er án efa einn af stóru áföngum
lífs manns. Þegar fólk kemur saman til
að fagna einhverju með manni, það er
eitthvað sem stendur ætíð upp úr.“
„Fermingardagurinn var virkilega
skemmtilegur og fékk ég mikið af
góðum gjöfum en mér finnst eftir á
að hyggja að fólk sé allt of mikið að
gefa gjafir bara af því að því finnst
það verða að gefa eitthvað, óháð því
hvort fermingarbarnið hefur einhverja
þörf fyrir gjöfina eða ekki. Það er alltaf
verið að gefa penna, bindisnælur og
allskonar hluti sem eru í raun óper-
sónulegir og lítil eða engin þörf fyrir.
Ég fékk vídeóupptökuvél frá foreldrum
mínum sem var líklega flottasta gjöf
sem hægt var að hugsa sér á þeim
tíma, enda langt frá því að vera til á
j hverju heimili."
QÍTARAR
frábært úrval
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ TÓNLISTARFÓLKS
í Tónastöðinni finnur þú einstakt úrval
hljóðfæra á góðu verði, nótur og fylgihluti.
Fagleg ráðgjöf - frábær þjónusta
=ynf> TOV ASTÖDIS
wm Allt fyrir t ó n 1 i s t a r m a n n i n n
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími: 552 1185 • www.tonastodin.is