blaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 4
20 • KONAN ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2007 bla6iö Konan er draumur karlmannsins. - Sören Kierkegaard Munið frábæru fermingartilboðin Kæra fermingarbarn Þar sem þú ert að f ara að fermast ætlar snyrtistof an MIST að bjóða þér og mömmu 10 % staðgreiðsluaf slátt af öllum meðferðum hjá sér. Snyrtistofan illum mist n i Tilboðið gildir út maí, 2007 577-1577 Árangur fer eftir gæðum Hvaða Spirulina ert þú að taka? 29 vítamín og steinefni • 1 8 aminósýrur • Blaðgræna • Omega ■ GLA fitusýrur • S0D eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í likamanum. Greinilegur árangur eftir nokkra daga inntöku Aukið úthald, þrek og betri líðan Súrefnistæmdar umbúðir vernda næringarefnin. Lifestream þörungarnir eru ómengaðir, ræktaöir í ferskvatni eftir ströngum gæðastaöli. IS09001 - IS014001 Fæst í öllum apótekumog heilsubúðum. www.celsus.is WELEDfl Vatnslosandi birkisafi Lækkað verð frá 1. mars Birkisafinn frá Weleda hefur verið vinsæll undanfarin misseri enda er hann einkar góður fyrir heilsuna. Birkisafinn hefur sérstaklega verið vinsæll hjá þeim sem vilja léttast enda örvar hann vatnslosun og styður við náttúrulega úthreinsun líkamans, en eins og margir vita er úthreinsun líkamans mikilvæg fyrir líkamlega vellíðan og vert að hafa í huga núna um hátíðarnar. Birkisafinn losar bjúg. Birkisafinn er unnin úr þurrkuðum birkiblöðum. Hægt er að fá birkisafann með og án hunangs. Þrátt fyrir að safinn sé kenndur við birki bragðast hann síður en svo eins og þessi ágæta trjátegund. Þetta er bragðgóður drykkur sem gott er að blanda með vatni og eiga tilbúinn í kæliskáp. Útsölustaðir: Heilsuhúsin, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Heilsuhornið Akureyri, Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Femin.is, Lifsins lind Hagkaupum, Lyfjaval, Barnaverslanir, Góð heilsa gulli betri, Græna torgið Nóatúni og sjálfstætt starfandi apótek Birkisafi örfar vatnslosun og er þvl hentug lausn fyrir þá sem vilja missa nokkur kíló. Hugaðu að húðinni Það kann aldrei góðri lukku að stýra að planta á sig þykku lagi af farða eða öðrum snyrtivörum ef húðin sjálf er í slæmu ástandi. Við náum alveg örugglega ekki að draga fram fallegt útlit með snyrtivörum einum saman ef undirlaginu er ábótavant og húðin ekki upp á sitt besta. Því er mikilvaegt að huga fyrst að húðinni og gera hana heilbrigða áður en farið er út í önnur hjálpar- tæki til betra útlits. Svo er auðvitað ekki útilokað að betri húð geri það að verkum að snyrtivörurnar verði á endanum látnar lönd og leið! • Drekktu vatn Vatn, vatn og aftur vatn! Það er aldrei nógu oft imprað á mikilvægi þess að drekka vatn. Auk þess að vera nauðsynlegt líkama okkar er vatnið ekki síður mikilvægt fyrir húðina og hreinsun hennar. Vatns- drykkja kemur góðu jafnvægi á húðina og eykur á virkni hennar til hreinsunar og uppgufunar. Þá getur vatnið komið í veg fyrir óþarfa þurrk og önnur óþægindi sem gjarnan segja til sín. • Notaðu góð rakakrem Rakakremin skipta sköpum þegar kemur að húðinni og húðvanda- málum. Gott krem veitir húðinni raka og eykur á ferskleika hennar og heilbrigði. Kremin geta líka hresst upp á andlitið og gert það hressara yfirlitum og frísklegra. • Hreinsaðu andlitið Hreinsun andlitsins er mikið atriði og nauðsynlegt. Best er auð- vitað að reyna eftir fremsta megni að hreinsa Besta húðin af aðþrengdu eig- inkonunum Leikkonan Eva Long- oria úr þáttaröðinni Aðþrengdar eiginkonur hefur fengið verðskuld- aða athygli undanfarin misseri fyrir hlutverk sitt íþáttunum og ekki sfður fyrir eftirsóknarvert útlit og glæsilega húð. andlitið tvisvar á dag, en annars ætti hreinsun á kvöldin að nægja. Hinir ýmsu snyrtivöruframleið- endur hafa sérstakar hreinsilínur á sínum snærum þar sem hægt er að fá bæði sápu og andlitsvatn ásamt góðu rakakremi. • Maski Það er gott að setja maska á and- litið tvisvar í viku og láta hann standa á andlitinu í fimmtán mín- útur eða svo. Góður maski getur dregið út óhreinindi úr húðinni og styrkt endurnýjunarhæfni húðar- innar sjálfrar. Margir maskar eiga það líka til að vinna vel á yfirborði húðarinnar og gera hana frísklegri og náttúrulegri ásýndar. • Kalt vatn Margar konur skola and- litið og hreinsa upp úr vel heitu vatni. Hins vegar er það ekki endilega hið rétta og hafa margir snyrtifræðingar mælst til þess að konur noti einvörðungu kalt vatn á and- litið. Það er því ekki úr vegi að nota kalda vatnið við húðhreins- unina og jafnvel hressa upp á sig á morgnana með kaldri vatnsgusu. • Sætindin sniðgengin Það er engum ofsögum sagt að sæ- tindi, í hvaða formi sem er, virka illa á húðina. Mikil sykurneysla er góð ávísun á bólumyndun og bjúg, auk þess sem sykurinn dregur úr heil- brigðu útliti og góðri Hðan. • í burtu með áfengi og reykingar Það þarf varla að fara mörgum orðum um slæm áhrif reyk- inga og áfengisneyslu á húð Þekkt fyrir fallega húð Hin stórgiæsiiega Cindy Craword hefur ætið verið þekkt fyrir fallega húð og flott útlit yfirhöfuð. Hún var meðal annars andlit Revlon- fyrirtæklsins og hefur setið fyrir i fjölmörgum auglýsingum. okkar. Til þess að húðin nái sínum besta ljóma og góðu jafnvægi er vænlegast til vinnings að sniðganga þessi leiðindaefni með öllu. • Regluleg hreyfing Þegar við hreyfum okkur fer blóðið af stað og líkaminn tekur við sér. Með þessu móti má losa úr- gangsefni úr líkamanum og halda góðum dampi á starfseminni, bæði hvað varðar líkamann yfirhöfuð og húðina. Útgufun og sviti hreinsar í burtu óhreinindin og gerir þannig húðina heilbrigðari. • Gufa Ein besta hreinsunin sem húð okkar fær er í góðu gufbaði. Skelltu þér í sund og láttu góðan tíma í gufu- klefanum fylgja með. Eftir svita og annað tilheyrandi mun húðin verða öll önnur. Fyrirsæta með flotta húð Því verður ekki neitað að fyrirsæt- an Heidi Klum stendur mörgum framar þegar kemur að flottri og náttúrulegri húð. Hún heldur sér allavega mjög vei og kemur glæsi- lega fyrir. Naeem Khan Tory Burch Ralph Lauren Peter Jensen Nathan Jenden Rodarte Vortískan á pöllunum Rósir og rómantík Alexander Yves Saint McQueen Laurent Rómantíkin virðist ætla að ráða ríkum í vortískunni ef marka má tískupalla heimsborganna í dag. Ró- sóttar blússur og kjólar eru áberandi í bland við kvenleg snið með róm- antísku ivafi, ásamt skemmtilegum stíliseringum sem draga fram létta sumarstemningu í klæðaburðinum. Blúndutoppar, púffermar og hin ýmsu riýtískulegu mynstur eru ekki langt undan, aukþess sem fjölbreytileikinn er allsráðandi í beltum, skartgripum og áfestum aukahlutum á flíkunum. Það er allavega greinilegt, miðað við þær línur sem lagðar hafa verið, að gert er ráð fyrir miklum frjáls- leika í klæðaburði, litadýrð og létt- leika á komandi mánuðum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.