blaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 20.03.2007, Blaðsíða 8
Ný lína lítur dagsins Ijós Bleikt og stelpulegt með Barbie Snyrtivöruframleiðandinn MAC hefur sett nýja línu á markað þar sem áhrif frá hinni geðþekku Bar- bie eru allsráðandi. Vörumerkið Bar- bie hefur frá árinu 1959 haft mikil áhrif um heim allan og hafa hinir ýmsu hönnuðir stuðst við ímynd- ina í vörum sínum. En nú fyrst tekur snyrtivörufyr- irtæki Barbie sér til fyrirmyndar og hannar vörur með Bleikog skemmtileg púður Flott púður sem kemur í tveimur litum með algjörum Barbie-áhrifum. Annars vegar er hægt að fá púður með mjúkum og ferskjulituðum blæ eða bleikan léttari lit. Púðrið er þessa skemmtilegu ímynd í farar- broddi. Línan býður allt frá litlum og sætum glossum upp í púður og kinnaliti. Barbie-augnskuggar Barbie-augn- skuggarnir koma í sex litum, hver öðrum bjartari. Til gamans var mynd af Barbie mótuð í skuggana. Fást báðir mattir og glansandi. mjög flott á kinnarnar eða annars staðar á andlitið. Stelpulegir varalitir f Barbie-línunni er boðið upp á fimm teg- undir varalita auk glossa. Bleiki varaliturinn minnir að sjálfsögðu sér- staklega á Barbie, enda verulega bleikur og áber- andi á vörunum. Litur- inn getur verið flottur bæði hversdags og við fínni tilefni. Nærandi fótakrem Fótakremið Wonder feet frá Biotherm virkar vel á þreytta fætur og er tilvalið í fótameðferð heima fyrir. Kremið nærir og mýkir húðina ásamt því að gefa mikinn raka sem varir í allt að átta klukkustundir. Róandi virkni kremsins hefur samstundis áhrif auk þess sem svokölluð salísýls- sýra fjarlægir dauðar húðfrumur. Þá á líkamshiti húðarinnar að falla samstundis niður um þrjár gráður og húðin öðlast þannig bjartari litarhátt. 1 .mars er tímamót en frá þeim tíma er Blaðinu dreift inn á fleiri heimili en nokkru öðru dagblaði á íslandi. Á auglýsingin þin ekki það besta skilið?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.